fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Búin að eyða sex milljónum í fegrunaraðgerðir: „Ég er loksins orðin hamingjusöm aftur“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 16. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og fjögurra ára gömul kona hefur nú eitt rúmlega sex milljónum í fegrunaraðgerðir. Segir hún að karlmenn gangi brjálæðislega á eftir henni síðan hún breytti sér.

Celine Centino sem er Instagram stjarna í Zurich, Sviss var lögð í alvarlegt einelti þegar hún var yngri. Var hún sögð vera ljot og að hún væri með of feitan rass. Eineltið var orðið svo slæmt á tíma að Celine hætti að mæta í skólann og hringdi sig inn veika.

Samkvæmt The Sun hefur Celine farið í margar fegrunaraðgerðir í þeim tilgangi að líkjast Pamelu Anderson. Celine vann eins mikið og hún gat til þess að safna sér fyrir aðgerðunum sem hún vildi fara í til þess að verða loksins hamingjusöm í sínu eigin skinni.

Frá árinu 2013 hefur Celine farið í þrjár brjóstastækkanir, nefaðgerð, hökuaðgerð, varastækkun og fyllingu í kinnarnar. Aðgerðirnar hafa kostað hana rúmlega sex milljónir.

„Ég var alltaf hamingjusöm manneskja en mér leið illa með útlit mitt. Svo mikið af fólki dæmdi mig af því að ég var „ljót“ og ég breyttist í leiða manneskju. Ég vildi verða hamingjusöm aftur svo ég breytti útliti mínu og öllu því sem mér líkaði ekki vel við. Við búum á þeim tímum að ef okkur líkar ekki við eitthvað þá getum við breytt því, svo ég greip tækifærið.“

Celine segist hafa verið ólm í það að verða eins lík Pamelu Anderson og hún gæti.
„Krakkar sögðu við mig að andlitið á mér væri ljótt, stíllinn minn væri ljótur, þessi hluti á mér var ekki góður og þessi ekki heldur. Ég gat ekki náð neinu rétt samkvæmt þeim, þau voru öll vond. Þau sögðu mér að ég væri ljót, hrintu mér og hundsuðu mig svo. Ég fékk aldrei tækifæri til þess að sýna þeim að ég er frábær manneskja. Ég var líka lamin af þeim og það eina sem ég gat gert var að flýja. Ég sagði aldrei neinum frá þessu af því að ég skammaðist mín.

Celine segist loksins vera hamingjusöm og hefur hún í dag yfir 43 þúsund fylgjendur á Instagram sem senda henni reglulega jákvæð skilaboð.

„Núna líður mér svo vel með sjálfa mig og ég er loksins orðin hamingjusöm aftur og get lifað því lifi sem mig langaði. Mér finnst ég líka sterkari en áður. Ef einhver segir eitthvað slæmt um mig í dag þá er mér alveg sama. Það getur enginn sært mig lengur. Ef ég myndi mæta einhverjum af þeim sem lögðu mig í einelti í dag á myndi ég hundsa þau. Þau gáfu mér aldrei tækifæri svo þau eiga ekki skilið að tala við mig.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.