fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
Bleikt

Lilja varð fyrir aðkasti vegna yfirþyngdar – Lamin og hrint á balli: „Sérðu ekki hvað hún er ógeðslega feit?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Björg Gísladóttir eyddi miklum tíma af ævi sinni í það að skammast sín ótrúlega mikið fyrir það að vera í yfirþyngd. Varð hún fyrir allskyns aðkasti vegna vaxtarlags síns og segir hún það þykja mjög neikvætt að vera feitur í samfélaginu í dag.

„Nú er það ekkert leyndarmál að ég er í yfirþyngd og myndi flokkast sem feit hjá þeim sem flokka fólk eftir stærð. Ég skammaðist mín einu sinni ótrúlega mikið fyrir það, en er í dag að reyna að tileinka mér að elska líkamann minn eins og hann er og elska mig fyrir að vera sú manneskja sem ég er, en ekki skammast mín fyrir þau auka kíló sem ég ber utan á mér,“ segir Lilja í einlægri færslu á bloggsíðu sinni þar sem hún kafar ofan í fitufordóma.

Neikvætt að vera feitur í dag

„Það þykir mjög neikvætt að vera feitur í samfélaginu í dag og orðið feit eða feitur er yfirleitt notað í neikvæðri merkingu. Ef ég segi við einhvern að ég sé feit fæ ég yfirleitt sömu viðbrögðin „nei þú ert ekkert feit, bara smá curvy kannski.“ En nei það er ekki málið, ég er feit og ég veit það. Það þýðir samt ekki að ég geti ekki verið sæt, skemmtileg, klár, fyndin, hæfileikarík, jah og svei mér þá sexí líka! Það er ótrúlegt hvað við látum það skipta máli hvernig fólk er í laginu eða hvað tölur á einhverri vigt segja. Við látum það hafa allt of mikil áhrif á okkar daglega líf.“

Eins og fyrr sagði lenti Lilja í aðkasti vegna vaxtarlags síns og segist hún meðal annars hafa gengið grátandi út úr líkamsræktarstöð eftir að tvær stelpur fóru að benda á hana og gera grín að henni.

„Þær hlógu svo báðar eins og þær væru fyndnastar í heiminum, en að sjálfsögðu á minn kostnað. Ég var ekki nógu sterk á þeim tíma til þess að láta það ekki trufla mig. Það versta sem ég hef þó lent í er að vera lamin fyrir það eitt að vera feit. Það var á sveitaballi þar sem einhverjum ókunnugum strák fannst hann knúinn til þess að slá mig og henda mér af öllu afli í gólfið, án ástæðu, að ég hélt á þeim tíma. Vinur hann kemur svo og spyr hann hvað í ósköpunum hann sé að gera og af hverju. Hann svarar þessari spurningu með orðunum ,,sérðu ekki hvað hún er ógeðslega feit?“ Þarna var það ástæða fyrir því að ég varð fyrir árás af ókunnugum manni, kvöldið var að sjálfsögðu ónýtt og ég miður mín.“

Á ekki að vera útlitslega neikvætt að vera feitur

Veltir Lilja því fyrir sér hvers vegna fólk hafi þá hugmynd að einhver sé verri en annar eingöngu vegna vaxtarlags síns.

„Getum við ekki bara hætt að láta það trufla okkur svona mikið og leyft fólki bara að vera í friði? Væri ekki heimurinn litlaus ef við værum bara öll eins? Hættum að nota orðið feit/feitur í neikvæðum tilgangi, leyfum fólki að vera eins og það er. Það getur vissulega stofnað heilsu fólks í hættu að vera feit eða feitur, EN það á ekki að þurfa að vera útlitslega neikvætt eða ljótt eða fólk að upplifa fordóma vegna þess eins að það er feitara en meðal manneskjan. Munum svo líka að elska okkur eins og við erum. Elskum líkamann okkar sama af hvaða stærð hann er, ef okkur þykir ekki vænt um hann er erfiðara að hugsa vel um hann. Ef ég tek mig til og missi kíló og grennist er það ekki til þess að verða grönn eða „líta betur út“ heldur heilsu minnar vegna og til þess að það geti gerst verð ég að elska mig eins og ég er í dag ekki af því að ég hata það hvernig ég lít út í dag.“

Hægt er að fylgjast með Lilju á Instagram: liljagisla

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.