fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Bleikt

Jessie J opnar sig: „Mér var greint frá því fyrir fjórum árum síðan að ég get ekki eignast börn“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jessie J opnaði sig um þá erfiðu staðreynd á mánudaginn að hún getur ekki eignast börn. Jessie fékk fréttirnar fyrir fjórum árum síðan en hefur haldið þeim leyndum þar til nú.

Söngkonan hefur þó gefið út að hún ætli sér að verða móðir á annan hátt.

„Mér var greint frá því fyrir fjórum árum síðan að ég get ekki eignast börn. Ég er ekki að segja ykkur frá þessu til þess að fá samkennd þar sem ég er ein af milljón konum og körlum sem hafa gengið í gegnum þetta og munu ganga í gegnum þetta. Þetta má ekki verða eitthvað sem skilgreinir okkur en ég vildi semja þetta lag fyrir sjálfa mig, fyrir þau augnalbik sem ég er sár og leið til þess að veita sjálfri mér gleði og til þess að gefa öðru fólki sem er að ganga í gegnum erfiðleika eitthvað sem þau geta hlustað á. Svo ef þú hefur einhvern tímann upplifað eitthvað í líkingu við þetta, eða þekkir einhvern sem hefur gengið í gegnum það að geta ekki eignast barn eða hefur misst barn, vitiði þá að þið eruð ekki ein og ég hugsa til ykkar þegar ég syng þetta lag,“ sagði Jessie á tónleikum áður en hún söng lagið Four Letter Word en Metro greindi frá.

Jessie er í sambandi með leikaranum Channing Tatum en hann á fjögurra ára gamla dóttur, Everly með fyrri eiginkonu sinni Jenna Dewan.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.