fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Bleikt

Hrottalegt ofbeldi á fjórtán ára stúlku tekið upp – Mun líklega aldrei geta átt börn

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórtán ára gömul stúlka sem var lamið og sparkað ítrekað í af skólafélögum hennar í þrjá klukkutíma hefur nú fengið þær upplýsingar frá lækni að líklegt sé að hún muni aldrei geta eignast börn.

Strákur sem stúlkan er sögð vera hrifin af bauð henni í göngutúr með sér og leiddi hann hana á afskekktan stað þar sem fimm stúlkur á aldrinum þrettán til fjórtán ára biðu eftir henni. Þegar þangað var komið hófu stúlkurnar barsmíðarnar.

Samkvæmt Metro var ofbeldið tekið upp á myndband og má sjást á því þegar stúlka kýlir hana í andlitið og hendir henni í kjölfarið á jörðina. Þá taka hinar stúlkurnar við og hefja að sparka og kýla ítrekað í hana á meðan hún liggur á jörðinni. Ein stúlknanna sést stökkva ofan á höfuð hennar og efri líkama. Eftir þriggja klukkutíma barsmíðar leyfðu þau stúlkunni að fara og komst hún heim til sín að hringja á sjúkrabíl.

Atvikið átti sér stað í bænum Mineralnye í Rússlandi og komust læknar að því stúlkan hlaut heilahristing, skaða á líffærum og mikið mar um líkamann. Lögreglan hefur fengið upplýsingar um alla aðila málsins og eru þau í yfirheyrslum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.