fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Börn sem ljúga að foreldrum sínum: „Pabbi sagði að ég mætti það“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir foreldrar byrja fljótlega að kenna börnunum sínum að það að ljúga sé vondur siður og það að ljúga að foreldrum sé enn þá verra. Hvað sem því líður þá er ólíklegt að barnið muni alltaf segja satt.

Í raun og veru er það þannig að öll börn ljúga einhvern tíma að foreldrum sínum, stundum þegar þeim langar í eitthvað og stundum til þess að forðast erfiðar samræður sem þau vilja ekki eiga. Það eru jafnvel sum börn sem ljúga að foreldrum sínum til þess að koma í veg fyrir að særa þau.

Sama hver ástæðan fyrir lygunum er þá er ljóst að foreldrum mun alltaf finnast sárt að átta sig á því að börnin þeirra séu að ljúga að þeim. Það þarf þó ekki að fá samviskubit yfir slæmu uppeldi og það að börn ljúgi þýðir ekki endilega að þau séu vondar manneskjur. Oft geta þau verið að prófa sig áfram og sjá hvernig lygar virka. Það er þó gott fyrir foreldra að halda áfram að kenna börnunum sínum að það sé ljótt að ljúga.

Heimasíðan Moms tók saman lista yfir lygar sem algengt er að börn segi foreldrum sínum:

Ef við fáum okkur hund þá lofa ég að hugsa um hann:

Það er líklega ekki til barn sem ekki langar til þess að eiga hund, kött eða annað gæludýr og til þess að fá sínu framgengt eiga börn það til að lofa öllu fögru. Þegar kemur síðan á hólminn eru fæst börn sem standa við þetta loforð.

Hann/hún byrjaði:

Börn rífast, það er staðreynd. Þegar foreldri verður uppvísa að rifrildinu eiga börn það til að kenna hvoru öðru um upptök þess. Það gera þau til þess að reyna að koma í veg fyrir að vera skömmuð.

Ég gerði það ekki:

Börn eiga það til að gera eitthvað af sér sem þau vita að þau mega ekki. Til dæmis að teikna falleg listaverk á veggina. Þegar foreldrarnir spyrja hver hafi gert þetta eiga börn það til að koma sér undan verknaðinum. Ef þau eiga systkini reyna þau líklega að kenna þeim um en ef ekki þá var það að öllum líkindum ímyndaði vinur þeirra sem teiknaði á vegginn.

Nei, það er engin heimavinna:

Hverjum finnst gaman að læra heima? Mjög fáum. Það er því varla hægt að vera reið við börn sem reyna að komast undan heimavinnunni til þess að geta frekar farið að leika sér.

Ég lét vin minn hafa glósurnar:

Það getur verið að barnið hafi látið vin sinn hafa glósurnar, en líklegra er að þau nenni ekki að læra heima. Spurðu aftur.

Ég er að hlusta:

Þegar foreldri er að segja eitthvað sem barnið nennir ekki að hlusta á. Til að mynda þegar verið er að skamma það, þá geta þau auðveldlera látið hugann reika annað á meðan. Þegar foreldri krefst þess að barnið hlusti þá getur það auðveldlega sagst vera að hlusta án þess að það sé satt.

Ég gleymdi því:

Þetta getur komið í kjölfar þess að barnið segist hafa verið að hlusta. Ef foreldri spyr hvað það hafi verið að segja þá getur barnið sagst hafa gleymt því. Það er erfitt fyrir barn að viðurkenna það að þau hafi ekki verið að hlusta.

Já ég tók til í herberginu mínu:

Það hefur bara einhver komið inn og rústað öllu eftir að ég var búinn. Einmitt, við höfum öll heyrt þennan er það ekki?

Ég er að gera heimavinnuna hjá vini mínum:

Líklegra er að þau séu að horfa á sjónvarpið eða að leika sér.

Ég lofa að passa mig og fara vel með bílinn:

Þegar barnið þitt fær bílpróf þá vill það ekkert meira en að vera á rúntinum allan daginn. Það mun lofa þér því að fara vel með bílinn og að passa sig. Það segir þetta frá hjartanu af því að þau vilja virkilega virkilega mikið komast út. Það þýðir ekki að þau eigi ekki eftir að prófa að keyra aðeins hraðar, þegar enginn sér til.

Ef þú leyfir mér að (gera eitthvað) þá lofa ég að spyrja þig aldrei aftur:

Það er í raun sama hvaða orð þú fyllir inn í eyðuna. Ís fyrir mat, horfa á einn þátt í viðbót. Ef þeim virkilega langar í eitthvað þá reyna þau hvað sem er til þess að fá það í gegn.

Ég held ég sé of veikur til þess að fara í skólann:

Öll börn vita að þegar þau eru veik heima þá fá þau að hanga inni, horfa á sjónvarpið og borða ýmislegt sem ekki er leyft á öðrum dögum. Þau gætu því reynt að komast upp með það að fá að vera veik heima þegar þau eru það ekki í raun og veru.

Nei, ég blokkaði þig ekki! (á samfélagsmiðlum):

Nei mamma, ég blokkaði þig ekki. Þetta er einhver villa. Einmitt, eins og þau kunni ekki að laga það ef upp kæmi villa. Þau vildu bara ekki að þú sæir allt sem þau eru að gera á netinu.

Ég fékk aldrei nein skilaboð:

Barnið átti kannski að vera komið heim fyrir klukkan 21:00 – Þú sendir skilaboð þess efnis. Þau fengu ekki skilaboðin. Einmitt.

Pabbi sagði að ég mætti það:

Þegar annað foreldrið segir nei eiga börnin það til að grípa til þeirrar lygi að hitt foreldrið hafi leyft það. Þú skalt alltaf spyrja maka þinn að sannleikanum.

Jón má fara:

Þegar það virkar ekki að segja „Pabbi sagði að ég mætti það“ þá er oft gott að nýta sér vinina. Þeim langar kannski mikið til þess að fara á tónleika, þú sagðir nei. En þá leyfðu foreldrar Jóns besta vinar hans honum að fara. Þá ert þú alveg glatað foreldri, ekki satt? Nei hringdu í mömmu Jóns, hann sagði líklega að þitt barn mætti fara til þess að fá leyfi líka.

Ég kem eftir tvær mínútur:

Það er kominn kvöldmatur og barnið á að hætta í tölvunni. Kemur það eftir þessar tvær mínútur sem eftir eru af leiknum? Nei, því þær voru aldrei tvær.

Ég er að fara að sofa:

Líklegra er að þau séu að skoða bók, horfa á eitthvað í símanum sínum eða að spjalla við aðra vini sem eru líka vakandi.

Ég lofa að haga mér vel:

Það er gott að vita það strax að börn lofa þessu oft á leið í veislur og aðra hluti þar sem fleira fólk verður. Þetta er blekking. Ef þú segir nei við sjötta súkkulaði molanum þá mun barnið taka brjálæðiskast á gólfinu fyrir allra augum.

Ég elska frí með fjölskyldunni:

Jú, það er satt. Það elska ekki öll börn að eyða tíma með fjölskyldunni sinni. Því eldri sem þau verða þeim mun meiri tíma vilja þau frekar eyða með vinum sínum heldur en fjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Guðmundur H. Garðarsson er látinn

Guðmundur H. Garðarsson er látinn
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar