fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Sonur Sigurbjargar er alkóhólisti: „Hann hefur óhugnanlega oft verið nærri dauðanum“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 9. nóvember 2018 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er alkóhólisti og ég er gift alkóhólista. Við eigum sex börn og fjögur þeirra fæddi ég.
Frumburður minn er líka alkóhólisti, hann hefur óhugnanlega oft verið nærri dauðanum vegna fíknsjúkdómsins og þegar hann var sem veikastur leið mér eins og köld krumla umlyki hjartað mitt, ég varð veik með honum. Systkini hans urðu líka veik, allir vildu hjálpa drengnum sem þeim þótti svo vænt um og fá hann til að hætta í neyslu þannig að fjölskyldan yrði heil á ný,“ segir Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir í aðsendri grein sinni á Kvennablaðinu.

„Veikindi drengsins míns, neyslan hófst við fermingaraldur og til að byrja með gat hann gat falið hana vel en það stóð ekki lengi. Í hans tilfelli var fíknisjúkdómurinn nefnilega skýr og áberandi í hegðun og líðan. Hvað var til ráða. Ég var með fimmtán ára strák, bláeygan, ljóshærðan, ó svo fallegan dreng sem fjölskyldan elskaði af öllu hjarta og hann okkur. Við vorum búin að gera allt til að hjálpa honum, utan eitt! Vogur.“

Upplifðu hlýju frá starfsfólki Vogs

Sonur Sigurbjargar samþykkti innlögn á vogi og þar var hann öruggur.

„Við vissum hvar hann var og að hann var í höndum fagfólks. Það sem okkur kom, þægilega á óvart var það að ekki var einungis tekið á móti honum heldur líka okkur sem að honum stóðu. Við upplifðum hlýju, fagmennsku og þekking á því hvernig honum leið og okkur líka.“

Loks fékk fjölskyldan að hvílast og fengu þau tíma til þess að sinna sér. Segir Sigurbjörg það hafa verið bestu jólagjöfina. Árin liðu og náði sonur Sigurbjargar bara í einhvern tíma en veiktist svo aftur.

„Við áttuðum okkur á því að þetta var ekki vegna skorts á viljastyrk eða greind, að þetta snerist ekki um það, heldur var hann að glíma við fíknisjúkdóm, krónískan sjúkdóm sem getur tekið sig upp aftur. Einn aðfangadaginn fengum við símtal frá bráðamóttökunni. Hann hafði tekið of stóran skammt en okkur var sagt að líðan hans væri stöðug.“

Stendur vörð um SÁÁ

Aftur fékk sonur Sigurbjargar innlögn á Vogi og gat fjölskyldan því verið róleg.

„Alltaf tók starfsfólk Vogs okkur með opnum örmum. Ítrekað var hringt og okkur boðin fræðsla og stuðningur, okkur var boðin alhliða þjónusta til að lágmarka skaðann. Skaðaminnkun er nefnilega ekki bara í því fólgin að dreifa nálum og sprautum og veita skyndiþjónustu í formi þess að sá veiki haldi áfram í neyslu. Í mínum huga er mikilvægasta skaðaminnkunin í reynd þegar sá veiki fær heilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsi, meðhöndlaður af sjúkdómi sínum, gert að sárum og sýkingum og andlegri heilsu og ástvinir fá viðeigandi fræðslu og stuðning. Þessa þjónustu fengum við hjá SÁÁ.“

Sonur Sigurbjargar átti á dögunum níu mánaðar edrú afmæli.

„Það var dagur sem í okkar lífi var jafnvel svolítið merkilegri en fæðingarafmælið hans. Lífsgæði eru nefnilega lítil þegar fíknisjúkdómur er virkur en mikil þegar bati næst.
Það er skylda mín sem móður, systur, dóttur og eiginkonu að standa vörð um SÁÁ, sjúklingasamtökin sem hafa hjálpað mér og minni fjölskyldu til bata og ég skora á aðrar mæður, hvort sem þær hafa áhyggjur af sínum eigin börnum eða annarra, að taka nú virkan þátt í Þjóðarátaki til varnar Sjúkrahúsinu Vogi og skrifa undir hér: akall.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.