fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Síamstvíburar sem deildu lifur aðskildir eftir sex tíma aðgerð

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 9. nóvember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síamstvíburar sem deildu lifur gengust undir aðgerð í dag þar sem þær voru skildar að. Tuttugu læknar og hjúkrunarfræðingar tóku þátt í aðgerðinni sem framkvæmd var í Ástralíu og tók sex klukkutíma.

Tvíbura stúlkurnar sem eru fimmtán mánaða gamlar heita Nima og Dawa. Þær eru frá Bhutan í suður Asíu.

Fyrir aðgerðina voru læknarnir ekki vissir um það hvort tvíburarnir deildu líka þörmum en það hefði flækt aðgerðina til muna.

„Sem betur fer komumst við að því að þarmar stúlknanna voru aðeins flæktir saman en ekki samtengdir. Það var ekkert sem gat verið að inni í stúlkunum sem við vorum ekki virkilega undirbúin fyrir,“ sagði Joe Crameri yfirskurðlæknir á Royal barnaspítalanum í Melbourne í viðtali við Metro.

„Við sáum tvær ungar stúlkur sem voru tilbúnar fyrir aðgerðina, þeim gekk vel í aðgerðinni sjálfri og eru nú að jafna sig.“

Stúlkurnar voru fastar saman fyrir neðan bringu að mjaðmagrindinni. Þær komu til Ástralíu með móður sinni Bhumchu Zangmo fyrir um mánuði síðan en læknar í Bhutan höfðu ekki getað skilið stúlkurnar að sökum vankunnáttu.

Talið er að næstu 24-48 klukkutímar skipti miklu máli fyrir stúlkurnar en læknarnir eru bjartsýnir á framhaldið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“