fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Valgerður forstjóri Vogs um áhrif og aukningu fíkniefna á Íslandi: „Stór hluti sjálfsvíga er undir áhrifum áfengis og vímuefna“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Langvarandi niðurskurður í þjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm, niðurskurður sem í dag getur ekki kallast neitt annað en fjársvelti, er án efa ein af ástæðum fyrir versnandi stöðu áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölgun ótímabærra dauðsfalla og biðlista sem brátt nær frá sjúkrahúsinu Vogi, alla leið niður í Skógarhlíð, þar sem ráðherrann og nefndir og ráð og stýrihópar sitja og reyna hugsa burt vandann eða bara leiða hann hjá sér,“ segir Arnþór Jónsson í pistli sínum á heimasíðu SÁÁ.

Sjúkrahúsið Vogur er umsvifamesta meðferðarstofnun landsins og þungamiðjan í starfi SÁÁ og í meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu.

Á Vogi byrja flestir áfengis- og vímuefnasjúklingar meðferð, sem síðan er haldið áfram á meðferðarstöðvum SÁÁ og/eða göngudeild.

Á hverjum tíma eru um 130 sjúklingar, karlar og konur, á Vogi, Vík og Staðarfelli auk þess sem tugir manna sækja meðferð og stuðning á göngudeildir SÁÁ.

Á dögunum var stofnað til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á stjórnvöld að auka þegar í stað árleg framlög til sjúkrahússins á vogi um 200 milljónir til þess að útrýma biðlista eftir áfengis- og vímuefnameðferð.

Á sama tíma voru skipulagðir tónleikar sem haldnir verða í kvöld, þann 8. nóvember í Háskólabíói klukkan 20:00. Þeir sem koma fram á tónleikunum eru Ari Eldjárn, Baggalútur, Birnir, Bubbi, Elín Ey, Geisha Kartel, GDRN, Hjálmar, Jói P og Króli, KK, Myrra Rós, Páll Óskar, Svala Björgvins, Víkingur Heiðar Ólafsson, Þorsteinn Einarsson og Kári Stefánsson.

Ókeypis er inn á tónleikana sem eru ákall til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu.

Blaðakona DV tók viðtal við forstjóra Sjúkrahússins Vogs, hana Valgerði Á. Rúnarsdóttur, sérfræðing í lyflækningum og fíknlækningum um áhrif og aukningu fíkniefna á Íslandi ásamt fleiru. Við hvetjum fólk til þess að horfa á myndbandið, kynna sér stöðu SÁÁ, skrifa undir og mæta á tónleikana í kvöld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.