fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Sjáðu hvernig fólkið á bak við frægu „gif-in“ líta út í dag

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur færst í aukana undanfarin ár að fólk noti svokallað „gif“ eða „meme“ til þess að tjá tilfinningar sínar á samfélagsmiðlum. Það er auðvelt að leita að réttu myndinni eða myndbandinu til þess að senda á fólk og mörg þeirra eru orðin „ódauðleg“ í huga okkar. Sumar myndir/myndbönd verða vinsælli en önnur og erum við farin að þekkja fólkið á myndinni.

Það sem fólk spáir líklega lítið í er að fólkið á myndinni eru í raun og veru til og myndin var í fæstum tilfellum sett inn til þess að verða að fjöldanotuðu „gif-i“ eða „meme-i“. Það er því yfirleitt einhver saga á bak við myndirnar sjálfar og er gaman að sjá hvernig fólkið lítur út í dag, nokkrum árum eftir að myndirnar fóru upprunalega á netið. Vt tók saman:

„Ég veit það ekki“ stelpan – Þessi mynd kemur úr Disney þáttunum Good Luck Charlie og heitir leikkonan Mia Talerico, hún er í dag níu ára gömul.

 

„Blikkandi hvíti gaurinn“ – Myndbandið er af manni sem heitir Drew Scanlon sem varð frægur þegar klippa af honum bregðast við einhverju heimskulegu í sjónvarpsþætti.

„Hamfara stúlkan“ – Myndin er af Zoe Roth sem lítur grunsamlega út þegar faðir hennar tók mynd af henni standandi við heimili sem stóð í ljósum logum. Myndin var tekin árið 2004.

„Ermahgerd stúlkan“ – Maggie Goldenberger stillti sér einu sinni upp þegar hún var í fjórða eða fimmta bekk með Goosebumps bækurnar sínar. Segir hún að á þessum tíma hafi hún og vinir hennar haft gaman að því að klæða sig upp í allskonar búninga.

„Success kid“ – Móðir Sam Griner setti mynd af syni sínum vera að reyna að borða sand. Síðar varð myndin tekin úr samhengi og sett upp set krakki sem fagnar góðum árangri. Móðir Sam sagði að hann skammaðist sín mikið þegar myndin var rædd áður fyrr en fyrir stuttu síðan var hann til í að endurgera myndina svo hann virðist hafa jafnað sig.

„Konan með fyrstu heims vandamálin“ – Konan á bakvið tárvota andlitið heitir í raun Silvia Bottini og er fræg leikkona á Ítalíu.

„Reyna að halda inni prump við hliðina á sætri stelpu strákurinn“ – Myndin er af Michael McGee og hefur hún verið notuð í margskonar tilgangi. Yfirleitt til þess að útskýra hvernig fólki líður þegar það er að reyna að halda inni prumpi.

„Grumpy cat“ – Þennan ættu flestir að kannast við. Þetta er fúli kötturinn Tardar Sauce og já, hann er alltaf svona á svipinn.

„Hissa hundurinn“ – Hundurinn sem var hissa heitir Kabosu og er hann orðinn tólf ára gamall.

„Side-eye Chloe“ – Chloe er í dag sjö ára gömul. Á myndbandinu sem frægt varð má sjá hvernig Chloe litla virðist líta með virkilega dómhörðum augum á einhvern. Í dag elskar hún að lesa og spila Minecraft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.