fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Íslenskar mæðgur í áfalli fyrir utan Fjarðarkaup – „Sorgin í augunum braut í mér hjartað“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég og móðir mín vorum að labba út úr Fjarðarkaup þegar við sáum hana standa þarna með skiltið. Við stoppuðum örsnöggt til þess að lesa á það og við urðum báðar svo rosalega hissa og brotnar,“ segir Christina Maxine Goldstein í samtali við Bleikt.

Á mánudaginn síðasta voru mæðgurnar staddar í versluninni Fjarðarkaup í Hafnarfirði þegar þær sáu  konu af erlendum uppruna standa fyrir utan með skilti sem á stóð:

„Vinsamlegast hjálpið mér, ég á þrjú börn, ég hef ekki vinnu. Hjálpið mér í Guðs nafni með pening fyrir mat og leigu. Guð blessi þig og takk.“

„Sorgin og neyðin í augunum á henni braut í mér hjartað. Ég trúi þessu ekki, á litla Íslandi, í Hafnarfirði, úti í kuldanum hjálparlaus og ráðalaus. Mamma fór aftur inn að taka út pening fyrir hana og á meðan beið ég úti með konunni. Ég talaði lítið við hana því ég sá rosalega á henni hvað henni leið óþægilega og var greinilega að gera þetta í mikilli neyð. Ég spurði hana hvort ég mætti taka mynd af henni því mér þætti þetta svo sorglegt. Hún þakkaði rosalega vel fyrir og sagði „god bless you“ örugglega þrisvar sinnum. Þegar við fórum aftur út í bíl sá ég svo að það voru fleiri að stoppa og tala við hana, greinilega allir í sjokki yfir því að sjá svona. Eitthvað sem maður sér bara í útlöndum.“

Ástæðan fyrir því að Christina ákvað að deila myndinni er sú að henni þykir alltaf erfitt að sjá fólk í svona mikilli neyð.

„Sérstaklega hérna þar sem manni langar að halda að það þurfi enginn að fara út í kuldann og biðja um hjálp. Við móðir mín sáum svo seinna eftir því að hafa ekki talað meira við hana, beðið um nafn og jafnvel símanúmer til þess að hjálpa henni yfir jólatímann. Hvernig getur maður hjálpað svona fólki? Maður verður svo hjálparlaus og langar að geta gert meira. Svo er spurning hvort það séu fleiri í þessari stöðu, Íslendingar eða útlendingar sem er þá alveg rosalega sorglegt.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.