fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Átakanlegur texti fíkils til aðstandanda: „Ef við höldum þessu áfram, þá mun annað okkar deyja“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vera aðstandandi fíkils getur tekið virkilega á fólk og geta aðstandendur orðið mjög veikir sjálfir. Andleg og líkamleg heilsa getur hrakað hratt og meðvirkni er fljót að skjóta rótum. 

Mechelle Bernice deildi texta eftir Lorelie Rozzano á Facebook síðu sinni fyrr á árinu. Textinn er á ensku en hér fyrir neðan má lesa hann með íslenskri þýðingu.

Textinn er átakamikill og það eru líklega margir aðstandendur sem tengja við hann: 

Ég er barnið þitt, maki eða vinur

En ég hef breyst

Ég tilheyri þér ekki lengur

Ég kæri mig ekki um þig

Ekki á þann hátt sem þú vilt

Ég kæri mig um að komast í vímu

Ég VIL komast í vímu

Ég mun gera HVAÐ SEM ER til þess að komast í vímu

Ég elska að vera í vímu

Ég ÞARF að komast í vímu.. og ég mun ganga yfir þig til þess

Þegar ég horfi á þig, þá sé ég þig ekki

Ég sé leið að endanum

Þú átt peninga

Ég vil fá þá

Endir á sögu

Mér er sama þótt þú getir ekki borgað leiguna

Mér er sama þótt þú þurfir mat

Mér er sama þótt þú hafir lofað því að gefa mér ekki peninga aftur

Mér er sama þótt þú ljúgir að pabba

Mér er sama þótt þú sért brotin

Seldu hringana þína, taktu lán, seldu raftækin, fáðu heimild á kreditkortið, fáðu lánaða peninga frá einhverjum öðrum, af því að ef þú gerir það ekki, þá mun ég STELA þeim.

Ég mun finna leið til þess að komast í vímu

Þú heldur að þú getir breytt mér, eða bjargað mér

En þú hefur rangt fyrir þér!

Eitthvað kalt og dautt lifir innra með mér

Þú getur grátið eins og þú vilt

Tár þín munu ekki breyta neinu

Ég hef engin heilindi né gildi

Samviska mín er hluti af fortíðinni

Ég mun segja hvað sem er, gera hvað sem er, meiða hvern sem er til þess að fá næsta skammt

Þrátt fyrir að ég leiki leikritið fyrir þig, ekki þá gera mistök

Ég er ekki að leika vegna þess að þú skiptir mig máli, ég leik vegna þess að ég vil dóp

Ég segi þér það sem þú vilt heyra

Ég lofa þér öllum heiminum

Ég horfi í augun á þér og ég brýt hjarta þitt

Aftur og aftur

Ég hef ekki hjarta

Ég hef hungur

Það er óútreiknanlegt og stjórnsamt, það á mig

Á skrítinn hátt þá ert þú þakklát fyrir það

Af því að þegar mig vantar eitthvað þá leita ég fljótt til þín

Þegar ég hef fengið það sem ég vil frá þér, þá fer ég

Þig kvíðir þegar þú ert án mín

Þú býðst til þess að kaupa handa mér mat eða borga leiguna mína

En núna, er þín þörf nánast jafn mikil og mín.

Ég get ekki verið veikur án þín

Þú heldur að þú sért að hjálpa mér.

Þú trúir því að þú sért að breyta rétt, en það sem þú ert í raun að hjálpa er fíknin mín.

Ég mun ekki segja þér þetta, en þú veist það, undir niðri.

Ef við höldum þessu áfram, þá mun annað okkar deyja.

Ég frá ofskammti, sem þú borgaðir fyrir, og þú frá hjartaáfalli eða heilablóðfalli.

Þú munt bíða í mörg ár til þess að sjá mig breytast, að ég sjái ljósið.

Þú munt geyma leyndarmálin mín, passa upp á lygarnar mínar.

Þú þrífur upp mistök mín og borgar mig út úr fangelsi.

Þú elskar mig svo mikið að þú útilokar alla aðra.

En ég er ekki sá eini sem breyttist

Þú ert bitur og reiður

Þú felur þig frá vinum þínum og einangrar þig

Heimur þinn snýst aðeins um einn hlut… mig

En mun ást þín einhvern tíma verða meiri heldur en ótti þinn? Munt þú einhvern tímann verða nógu sterkur til þess að biðja um hjálp?

Munt þú læra að segja nei?

Munt þú leyfa mér að upplifa afleiðingar gjörða minna?

Munt þú elska mig nóg til þess að finna fyrir sektarkennd þinni og hætta að viðhalda fíkninni minni?

Ég ligg fastur á endamörkunum við þessa köldu dimmu eiturnöðru – fíknin, og ég er að… deyja

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.