fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
Bleikt

Agnes segir námsgögn nemenda úr Beauty Academy horfin : „Hvernig er hægt að taka námslán hjá Lín fyrir ómetnu námi? Við viljum svör“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes G. Sveinsdóttir hóf nám við Beauty Academy í ágúst árið 2013. Þar lærði Agnes snyrtifræði og stóð námið yfir í tæpt ár. Útskriftin var haldin í lok júní árið 2014 og ákvað Agnes í kjölfarið að bíða með nemasamninginn sinn því hún komst að því að hún væri ófrísk.

„Skólinn Beauty Academy sem var í eigu Jóns Ólafssonar fór á hausinn hálfu ári eftir að ég útskrifaðist. Þegar skólinn fór á hausinn var okkur, fyrrum nemendum tilkynnt það að Snyrtiakademían tæki við okkur. Var okkur sagt að við gætum ávallt leitað þangað ef okkur vantaði námsgögn og annað. Stuttu seinna fer Snyrtiakademían svo líka á hausinn og var okkur ekki tilkynnt hvert við gætum leitað eftir það,“ segir Agnes í færslu sinni á Vynir þar sem hún greinir frá þeim svikum sem hún telur nemendur Beauty Academy hafa orðið fyrir.

Námsgögn Agnesar virðast horfin

„Það var svo í fyrra sem ég fór að huga að því að klára námið mitt með því að ljúka nemasamningnum mínum. Ég fann hvergi einkunnarskjölin mín eftir mikla leit og ég er nokkuð viss um að þau hafi glatast í flutningum. Ég hringdi þá í Fjölbrautaskóla Breiðholts og athugaði hvort snyrtideildin þar hefði tekið við að Snyrtiakademíunni en svo var ekki. Ég hringdi þá í námsgagnastofnun því það var fyrsti staðurinn sem mér datt í hug að gæti verið með námsgögnin mín. Þaðan var mér bent á að hafa samband við Þjóðskjalasafn.“

Þegar Agnes hafði samband við Þjóðskjalasafnið var henni bent á að hafa samband við menntamálaráðuneytið og þannig gekk hún í hringi í leit að námsgögnum sínum.

„Einnig talaði ég við Lín og Samtök iðnaðarins, ekkert finnst. Það fást hreinlega engin svör. Hvergi eru til gögn um að þessi skóli hafi útskrifað nemendur. Námsgögnin mín eru hvergi. Ég get því ekki klárað samninginn minn því ég get ekki sannað að ég hafi stundað þetta nám og ég get ekki nýtt einingarnar mínar upp í annað nám. Þetta er alveg ömurleg staða.“

Segir Agnes að fyrri nemendur Beauty Academy sitji því uppi með sárt ennið og himinhá námslán fyrir nám sem þau geta ekki nýtt sér.

„Ég tala nú ekki um tímann okkar, heilt ár af okkar lífi sem við fáum ekki til baka. Ég er vægt til orða tekið brjáluð. Er þetta bara í lagi? Hvernig er þetta hægt? Hvernig er hægt að taka námslán hjá Lín fyrir ómetnu námi? Við viljum fá svör. Hvar eru gögnin okkar? Eru þau týnd? Liggja þau í tölvu einhvers staðar eða er hreinlega búið að eyða þeim?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.