fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
Bleikt

Fimm atriði sem fólk sér eftir á dánarbeðinu

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 5. nóvember 2018 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingur sem hefur lengi starfað við heimahjúkrun aldraðra og hjúkrar einstaklingum á síðustu vikum lífsins hefur sett saman lista yfir þau atriði sem sjúklingar hennar vildu að þau hefðu gert betur yfir ævina.

Hjúkrunarfræðingurinn vill ekki láta nafns síns getið sökum þess að hún er bundin trúnaði í starfi. Hún segir að eftir að hafa kynnst svo mörgu deyjandi fólki hafa hún ákveðið að gera lista yfir þau 5 atriði sem flestir sögðust hafa viljað gera öðruvísi yfir ævina.

Hún segir að fólk sem bíður hinstu stundarinnar opni sig tilfinningalega samhliða því að það fer yfir lífshlaupið í huganum. Hún segir að tilfinningar eins og afneitun, ótti, reiði, eftirsjá  og loks sátt hafi farið í gegnum huga flestra þeirra sjúklinga sem hún kynntist. Öll fundu þau hugarró áður en þau létust:

  1. Ég vildi að ég hefði haft kjarkinn til þess að lifa lífinu eins og mig langaði, ekki eins og aðrir ætluðust til af mér.

Algengast var að fólk sæi eftir þessu atriði. Þegar fólki verður ljóst að lífið er á enda og horfir til baka, er auðvelt að sjá hversu margir draumar hafa ekki ræst. Fæstir hafa upplifað helminginn af því sem það ætlaði sér í lífinu.

  1. Ég vildi að ég hefði ekki unnið svona mikið

Þetta kom frá öllum karlkyns sjúklingunum sem ég hjúkraði. Margir misstu af æsku barna sinna og félagsskap maka síns. Konur töluðu líka um þessa eftirsjá.  Þetta er gott að hafa í huga í amstri hversdagsins. Er hægt að hliðra til, minnka við sig vinnu til þess að eyða meiri tíma saman?

  1. Ég vildi að ég hefði haft hugrekki til að tjá tilfinningar mínar

Margt fólk hélt aftur af tilfinningum sínum til þess að halda friðinn við aðra. Þar af leiðandi sætti það sig við meðalmennsku og gerði aldrei allt sem það ætlaði sér að gera í lífinu. Margir þróuðu með sér sjúkdóma sem tengdust biturleikanum og gremjunni sem þetta hafði í för með sér.

  1. Ég vildi að ég hefði haldið sambandinu við vini mína

Oft gerði fólk sér ekki fullkomlega grein fyrir þeim verðmætum sem felast tryggri vináttu, þar til á hólminn var komið. Margir iðruðust djúpt að hafa ekki gefið vináttusamböndum þann tíma og orku sem þau áttu skilið.

  1. Ég vildi að ég hefði notið þess betur að vera hamingjusöm en ekki velt mér stöðugt upp úr áhyggjum.

Það kom mér á óvart hversu algengt þetta atriði er. Það var ekki fyrr en komið var að leiðarlokum að margir gerðu sér grein fyrir að hamingja er val. Fólk hafði staðið fast í gömlum venjum og haft áhyggjur af mörgu sem skipti engu máli þegar á hólminn var komið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.