fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Matarkúlur fyrir smáfuglana – DIY

Fríða B. Sandholt
Föstudaginn 2. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er heldur betur farið að kólna úti og þá er um að gera að muna eftir smáfuglunum sem flögra svangir um í fæðuleit.
Ég reyni alltaf að gefa þessum litlu greyum yfir veturinn, en hef oft velt því fyrir mér hvað sé best fyrir þá að fá að borða. Sumir segja að það eigi alls ekki að gefa þeim brauð eða haframjöl, því að það blási út í maganum á þeim og það sé ekki hollt fyrir þá.
Ég ákvað því að „googla“ ef ég leyfi mér að nota slettu og fann grein á vísindavefnum þar sem farið er yfir hvað er best að gefa hverri tegund fyrir sig að borða. Hér er linkurinn á hana.

En í þessari grein er talað um að eitt að því besta sem þeir fá er feitmeti, tólg, dýrafita, flot og mör því þeir þurfa orku í kuldanum.
Starrinn sækir í flesta matarafganga, svosem brauðmylsnu, kartöflur og fleira.
Skógarþrestir og svartþrestir vilja epli og perur og Auðnutittlingar og snjótittlingar sækja í fræ ýmiskonar.

Hægt er að fá fuglafræ í flestum matvöru búðum og einnig í dýrabúðum.

Ég gef fuglunum í mínum garði yfirleitt bara korn og brauðmylsnur. En ég prufaði að búa til matarkúlu handa þeim úr korni og feiti og þeir virðast vera mjög sólgnir í það.

Það er mjög einfalt að búa til matarkúlu. Það eina sem þú þarft er fuglakorn sem fæst í flestum matvöruverslunum eða dýrabúðum og palmin feiti (eða einhver feiti sen hægt er að bræða) ég mæli þó ekki mað því að nota smjörlíki í þetta.

Það sem þarf:
1000gr fuglakorn
500gr palmín feiti (eða önnur fita, þó ekki smjörlíki)
plastdollur eða afskornar plastflöskur

Þið byrjið á því að vigta kornið, og setja það í hæfilega stór ílát. Ég notaði bara plastflöskur sem ég skar efri partinn af. Bræðið svo feitina og hellið yfir kornið svo það fljóti vel yfir.

Látið kólna í ísskáp í nokkra tíma, ég læt þetta yfirleitt standa í ísskápnum yfir nótt.

Ef ég nota botna af plastflöskum, þá sker ég plastið utan af kúlunni með dúkahníf. En það er vel hægt að nota litla plastdollu og þá á þetta að losna alveg úr með því að láta renna örlítið af heitu vatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.