fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Læknar báðu foreldrana að hugleiða fósturrof: „Þetta er klárlega erfitt en ég myndi ekki vilja eyða honum“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 2. nóvember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar ungs drengs sem fæddist með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Acalvaria og lýsir sér þannig að skortur er á andlits og höfuðkúbubeinum fagnaði eins árs afmæli sínu á dögunum.

Þegar Owen litli fæddist kom í ljós að á hann vantaði frampart höfuðkúbunnar. Foreldrum hans hafði verið greint frá sjúkdómnum á meðgöngunni og var þeim greint frá því að ólíklegt væri að Owen myndi lifa meðgönguna af, hvað þá fæðinguna.

„Presturinn okkar kom með okkur á spítalann áður en hann fæddist og bað með okkur. Við vorum viss um að Guð ætlaði að gera eitthvað fyrir Owen, að hann hefði sérstakan tilgang. Við vissum ekki hvað það væri en við vissum af því,“ sagði Jessica, móðir Owen í samtali við The Sun.

Sjúkdómur Owen greindist þegar Jessica var gengin 24 vikur og höfðu læknarnir áhyggjur af því að engin húð væri yfir heila hans.

„Þetta er klárlega erfitt, en ég myndi ekki vilja breyta honum. Ég elska hann eins og hann er.“

Foreldrum Owen var greint frá því að þau ættu að hugleiða fósturrof en það kom aldrei til greina í huga þeirra. Þegar hjónin fengu að vita að Owen myndi líklega ekki lifa fæðinguna af fór Jessicu að kvíða fæðinguna.

„Mér leið eins og hann væri öruggur inni í maganum á mér en að ég gæti ekkert gert eftir að hann fæddist. Ég hugsaði með mér að hann mætti bara vera í maganum áfram.“

Sérstakt lið lækna og hjúkrunarfræðinga var til staðar þegar Owen fæddist þar sem læknar höfðu áhyggjur af því að heili hans myndi ekki þola fæðinguna.

Þann 17 september síðastliðinn byrjaði Jessica í hríðum og fæddist Owen tveimur tímum seinna. Parið grét af hamingju þegar þau heyrðu Owen gráta í fyrsta skiptið en á sama tíma höfðu þau miklar áhyggjur.

Einum og hálfum sólarhring seinna fékk Owen að fara heim og undruðust læknarnir það að hann hefði lifað fæðinguna af. Fyrir utan eyrnabólgu og magavírus hefur Owen verið mjög heilsuhraustur fyrsta ár sitt. Hann getur ekki skriðið eða velt sér eins og önnur börn á hans aldri en sérfræðingar vinna með honum til þess að hjálpa honum að komast leiðar sinnar. Enn er ekki víst hve lengi Owen mun lifa en hann er þó enn við góða heilsu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka