fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Fólk getur nú litað tennur sínar í stíl við naglalakkið með nýjasta trendinu – Tannalakk

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 2. nóvember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau eru misjöfn tískutrendin sem poppa upp reglulega og enginn virðist mega missa af. Sum þeirra slá í gegn en önnur deyja út nánast samdægurs.

Það á því eftir að koma í ljós hvað nýjasta trendið, regnbogatennur, mun halda lengi út. Fyrirtækið Chrom er nú byrjað að selja tannalakk sem svipar til naglalakks. Fólk getur nú litað tennur sínar í stíl við naglalakkið, fötin eða hárgreiðsluna. Liturinn helst á tönnunum í um 24 klukkustundir en kjósi fólk að skipta um lit þá er hægt að bursta litinn í burtu með venjulegu tannkremi.

Samkvæmt Metro lofar fyrirtækið einnig að liturinn klessist ekki þegar fólk borðar og er hann alveg bragðlaus.

„Við sjáum fyrir okkur að þetta verði algengt. Fólk noti þetta þegar það fer á klúbba og jafnvel þegar það er í vinnunni. Þú vilt kannski fara í vinnuna með eina tönn í stíl við naglalakkið þitt eða háralitinn,“ segir David Silverstein hönnuður tannalakksins, sem virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að þetta trend muni einungis stoppa stutt við í tískuheiminum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.