fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Eyddi meirihluta ævinnar með anorexíu – Stefnir nú á að verða þyngsta kona í heimi

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 2. nóvember 2018 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin tuttugu og sex ára gamla Lilith ólst upp við mikla fátækt og var matur talinn munaðarvara. Sú reynsla gerði það að verkum að fljótlega fór Lilith að eiga í óheilbrigðu sambandi við mat og það að borða. Lilith þróaði með sér átröskun og leit svo á að matur væri bannaður, í hvert skipti sem hún borðaði leið henni illa.

Árið 2015 greindist Lilith með banvænan sjúkdóm sem á upptök sín í lifrinni en hefur áhrif á heilastarfsemi hennar líka. Þegar Lilith fékk greininguna breyttist líf hennar og tók hún þá ákvörðun að leyfa sér að njóta lífsins til fulls, þar á meðal að borða hvað sem hún vildi.

Svo Lilith byrjaði að borða og í dag er hún hluti af svokölluðu „Feedism“ samfélagi þar sem fólk svalar kynferðislegum löngunum sínum með því að annað hvort mata fólk eða að vera matað af öðru fólki. Síðan Lilith byrjaði í „Feedism“ samfélaginu hefur hún bætt á sig um 135 kílóum á þremur árum og vegur hún nú í kringum 190 kíló. Lilith er hvergi nærri hætt og stefnir hún á að vera þyngsta kona í heimi og vonast til þess að komast í heimsmetabók Guiness.

„Ef þú ert „feedee“ þá vilt þú láta mata þig, troða mat í þig og þyngjast en ef þú ert „feeder“ þá vilt þú vera sá sem ert að mata einhvern annan, troða mat upp í hann og að hjálpa þeim að þyngjast,“ segir Lilith í viðtali við Metro.

„Ég borða aldrei nema einhver gefi mér að borða. Ég ólst upp heimilisheimilislaus og það var virkilega erfitt að fá mat. Svo ef einhver gaf mér að borða þá var það af ást. Ég eyddi líka meiri hluta ævi minnar með anorexíu þar sem matur var forboðinn og eina ástæða þess að hann var til var til þess að kvelja mig.“

Í dag starfar Lilith sem fyrirsæta og sendir hún fylgjendum sínum myndbönd af sjálfri sér vera að borða.

„Fyrir nokkrum árum síðan þegar ég komst að því að ég væri dauðvona þá ákvað ég að leyfa mér að borða eins mikið og ég gæti. Ég vil þyngjast, ná heimsmeti. Skilja eftir mig eitthvað sögulegt. En málið er það að ég borða bara þegar einhver ákveður að mata mig og er þyngdaraukning mín því upp á aðra komin. Vonandi næ ég að borða nóg til þess að ná markmiði mínu.“

Lilith viðurkennir að hún hafi mætt gagnrýni frá fólki sem hefur áhyggjur af heilsu hennar en hún svarar fyrir sig.

„Þú getur ekki notað heilsuna mína fyrir ástæðu af því að ég er hvort eð er að deyja eftir nokkur ár. Þú getur ekki notað ríkisaðstoð sem ástæðu af því að ég fæ hana ekki og þú getur ekki notað útlit mitt fyrir ástæðu af því að ég er álitin gyðja af fullt af fólki. Svo það er enginn ástæða fyrir þig til þess að kvarta, viðurkenndu það bara, þér líkar ekki við feitt fólk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.