fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Fæddi son eftir fjórtán vikur: „Trúði ekki hversu fullkomlega mótaður hann var“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sharran Sutherland, ellefu barna móðir í Bandaríkjunum, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum eftir að hún deildi ljósmyndum af andvana syni sínum sem hún fæddi eftir 14 vikna meðgöngu. Á ljósmyndunum sjást litlar hendur og fætur barnsins, sem vó 26 grömm og var 10 sentímetrar á hæð. Fréttavefurinn The Sun greinir meðal annars frá þessu.

Sharran ákvað að deila ljósmyndunum til að sýna að þarna væri alvöru barn, sem hefði fæðst 173 dögum á undan áætlun. Samkvæmt lögum í útvöldum fylkjum Bandaríkjanna, þar á meðal í Missouri, flokkast börn ekki lagalega séð undir lífverur fyrr en á tuttugustu viku meðgöngu. Út af þessum reglum munaði litlu að læknarnir hefðu afskrifað fóstrið sem læknisúrgang hefðu foreldrar ófædda drengsins ekki skipt sér af.

Hermt er að læknar hafi hvatt Sharran til þess að gangast undir aðgerð til að fjarlægja fóstrið þegar kom í ljós í sónar að hjartslátturinn hefði stöðvast. Sharran þverneitaði og sagðist hafa heimtað náttúrulega fæðingu. „Ég vildi ekki að barnið mitt kæmi út í molum,“ segir Sharran.

Móðirin bætir við að hún hafi orðið bálreið yfir uppástungum lækna að losa sig við látna barnið eins og hvert annað rusl, auk þess að þeir hafi kallað Miran fóstur í stað barns.

„Ég trúði því ekki hversu fullkomlega mótaður drengurinn var. Eyrun, tungan, gómurinn, varirnar. Þetta var ótrúlegt,“ segir Sharran sem tekur fram að hún sé þakklát fyrir að hafa getað fengið að halda á syninum, sem hlaut nafnið Miran.

Mynd: Kennedy News and Media

„Þetta snýst ekki um sorgina, þetta snýst um að viðurkenna og skilgreina fóstrið sem einstakling,“ segir hún.

Þau Sharran og Michael, maðurinn hennar, ákváðu að geyma son sinn í ísskápnum í viku áður en hann var jarðaður í blómapotti í garðinum. „Ég veit að það hljómar skuggalega en ég vildi ekki að líkið myndi rotna eða lykta. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég var ekki reiðubúin til þess að kveðja hann strax,“ segir Sharran. „Það var ótrúlega erfitt að grafa hann. Mig langaði að grafa hann strax upp aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.