fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
Bleikt

Opið bréf: Elskaði eiginmanninn og dáði en svo tók martröðin við – „Þú fórst, niðurbrotinn og grátandi“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég elskaði þig eins og ég hafði aldrei elskað neinn áður. Mér fannst við eiga frábært líf og að dætur okkar ættu frábæran föður. En ég hafði svo rangt fyrir mér. Þú áttir þér leynilegt líf, er það ekki? Óhugnanlegt líf. Líf sem eyðileggur líf barna.“

Þannig hefst aðsent bréf sem birt var á vef Guardian sem vakið hefur nokkra athygli. Þar skrifar kona bréf til fyrrverandi eiginmanns sem hún elskaði áður út af lífinu. Eiginmaðurinn átti hins vegar skelfileg leyndarmál sem setti veröld konunnar á annan endann. Að lokum mættust þau í réttarsal. Hér fyrir neðan má lesa átakanlegt bréf konunnar:

„Dætur okkar elskuðu þig, þær voru pabbastelpur. Sú yngri var að byrja í leikhópi og sú eldri dafnaði á fyrsta skólaárinu sínu. Þú sagðir mér að fara út að skemmta mér með vinum mínum. „Þú átt það skilið,“ sagðir þú, „þú ert búin að vinna svo mikið í vikunni“. Þú sendir mér sjálfur á meðan ég var úti, myndir af þér og stelpunum mínum brosandi.“

Manstu daginn sem húsleitin var gerð? Ég vaknaði upp við að þú varst fölur eins og draugur og tveir lögreglumenn voru fyrir aftan þig. Þú sagðir að þeir væru komnir út af myndum af börnum! Það fyrsta sem ég sagði var að húsið væri í rúst.

Ég fór á fætur og sá lögreglukonu leika við eldri dóttur okkar.

Þeir leituðu í húsinu og tóku símana, spjaldtölvurnar og tölvurnar.

Manstu eftir að hafa horft í augu mér? Að hafa sagt að þú hefðir ekki gert neitt?

Ég vissi að það var ekki ég. Manstu að lögreglumaðurinn sagði að þetta gæti alveg eins verið vírus í tölvunni?

Niðurbrotinn og grátandi

Þeir sögðu okkur að styðja hvort annað – þetta gæti verið vitleysa, að það tæki 12 mánuði að skoða tölvurnar okkar. Ég hélt að þetta væru mistök. En það var ekki svo, var það? Þú vaktir mig þremur dögum eftir húsleitina og sagðir mér að þú hefðir verið að skoða myndir af börnum. Ég sagði þér að fara og lagði lyklana þína á borðið. Þú fórst, niðurbrotinn, grátandi.

Ég gat ekki komið stelpunum í skólann. Ég hringdi grátandi í mömmu. Hún fór með þær og ég hringdi í lögregluna, félagsþjónustuna, skólann og leikhópinn. Ég gaf síðan skýrslu. Þú varst handtekinn.

Varð að hringja á sjúkrabíl

Lögreglan sagði mér að hún hefði fundið myndir af stelpunum mínum í símanum þínum. Það varð að hringja á sjúkrabíl fyrir mig. Ég náði ekki andanum. Ég hef aldrei fundið sársauka eins og þennan, vitandi að þú hafði tekið sakleysi dætra minna. Þú dreifðir myndum af þeim með barnaníðingum um allan heim. Stelpurnar mínar eru frosnar í tíma á internetinu svo viðbjóðslegar verur geti horft á þær og fengið fullnægingu við það. Sú hugsun sækir á mig.

„Ég vitnaði gegn þér fyrir dómi. Mér leið eins og ljónynju sem er að verja afkvæmi sín. En sannleikurinn er að ég er algjörlega niðurbrotin og eina ástæðan fyrir að ég fer á fætur á hverjum morgni er að dætur mínar þarfnast mín,“ segir konan og bætir við að lokum:

„Þær þarfnast verndar gegn viðbjóðslegum, hryllilegum og ómannlegum manneskjum eins og þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar

Varafyllingar sem gengu of langt – Sjáið myndirnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði

Magnað myndband sýnir tvíbura slást í móðurkviði
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“

Svona stækkar Berglind á sér varirnar án þess að sprauta í þær: „Allir horfðu á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“

Fanney fékk að vita að hún ætti von á dreng degi áður en hún var greind með krabbamein: „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“

Hafði ekki hugmynd um að hún væri ólétt fyrr en hún fann fyrir höfði drengsins: „Ég kalla hann kraftaverkabarnið mitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar

Skeggjaðir karlmenn eru skítugri en hundar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Fjölskyldumyndataka af tveimur feðrum með dóttur sinni vekur athygli – Þeir eru ekki par

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.