fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Ný tækni gerir konum kleift að ganga báðar með sama barnið: „Hún fékk að ganga með hann í fimm daga og svo gekk ég með hann í níu mánuði“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 30. október 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný glasafrjóvgunar aðgerð var framkvæmd á pari af sama kyni í fyrsta skiptið. Aðgerðin er sögð vera brautryðjandi fyrir konur sem eru par og vilja eiga barn saman en með henni geta báðar konurnar gengið með sama barnið.  

Tv. Bliss ásamt eiginkonu sinni Ashleigh

Bliss Coulter og konan hennar Ashleigh voru þær fyrstu til þess að gangast undir aðgerðina en báðar þráðu þær að eignast barn saman. Báðum langaði þær til þess að geta gengið með barnið en Bliss vildi þó ekki ganga fulla meðgöngu. Frjósemislæknarnir Kathy Doody og eiginmaður hennar Kevin buðu parinu því að prófa nýja tækni sem myndi gefa Bliss tækifæri á því að vera tímabundinn „hitakassi“ fyrir fósturvísinn áður en að Ashleigh tæki svo við og myndi klára meðgönguna.

Frjósemislæknarnir byrjuðu á því að virkja eggjastokka Bliss og að taka egg frá henni, alveg eins og gert er í hefðbundinni frjósemisaðgerð. En í staðin fyrir að taka eggið og setja það saman með sæði í sérstökum hitakassa á rannsóknarstofu þá settu þau eggið ásamt sæðinu í sérstakt tæki sem þau kalla „INVOcell.“

Tækið var síðan sett inn í Bliss þar sem egginu var leyft að frjóvgast þar í fimm sólarhringa þar til það var orðið að fósturvísi.

Fósturvísar hafa hvorki lifur, nýru né lungu og eru hitakassarnir á rannsóknarstofu vanalega notaðir til þess að leyfa fósturvísunum að vaxa á eðlilegan hátt. Doodys hjónin reiknuðu með því að líkami konu gæti gert sama starf og hitakassarnir væri hann notaður sem tímabundinn „hitakassi“ og höfðu þau rétt fyrir sér.

Bliss kom því fósturvísinum af stað,“ útskýrir Dr. Kathy í samtali við Metro.

INVOcell kassinn sem geymdi eggið ásamt sæðinu í líkama Bliss

Eggið ásamt sæðinu voru í „INVOcell“ kassanum inni í líkama Bliss í fimm daga áður en læknarnir tóku það aftur út og frystu fósturvísinn.

„Eggið frjóvgaðist í líkama hennar í fimm daga og svo tókum við tækið út og frystum fósturvísinn. Það kom í ljós að líkami konunnar er mjög góður „hitakassi“ og kom það okkur ekki á óvart. Við erum með lifur, nýru og lungu og getum því sinnt því starfi fyrir eggið sem hann þarf til þess að verða að fósturvísi.“

Læknarnir biðu svo eftir besta tímanum fyrir fósturvísinn til þess að setja hann í líkama Ashleigh.

Parið sem er frá Bedrford í Texas, varð ólétt eftir fyrstu tilraun og eignuðust þau son sinn fyrir fimm mánuðum síðan.

„Hún fékk að ganga með hann í fimm daga sem var stór hluti af frjóvgunarferlinu og svo gekk ég með hann í níu mánuði. Þetta var því mjög sérstakt fyrir okkur báðar. Við tókum báðar þatt,“ sagði Ashleigh.

Fjölskyldan nýtur lífsins saman í dag en þær Bliss og Ashleigh höfðu verið saman í sex ár áður en þær eignuðust son sinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“