fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Eva Rún ákvað að fara í fóstureyðingu þrátt fyrir erfiðan fósturmissi: „Það á enginn að skammast sín fyrir þessa ákvörðun“

Mæður.com
Þriðjudaginn 30. október 2018 19:00

Var kölluð „litla, feita druslan“ í skóla eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu eldri drengs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er yfirleitt mikil gleði sem ríkir hjá pari þegar þessar tvær línur birtast á þungunarprófinu. Margir hafa beðið lengi eftir þessum tveimur línum.

Ég og Alexander vorum svo kærulaus. Höfðum alltaf hugsað með okkur að ef ég yrði ófrísk þá myndum við finna út úr því, saman. En svo gerist hið óvænta. Ég fann það á mér. Ég vissi það. Tvær línur birtast hægt og rólega,“ segir Eva Rún í einlægri færslu sinni um fóstureyðingar á síðunni Mæður.com

Þessi kjánalega spurning ,,HVERNIG GERÐIST ÞETTA?!“ spilaðist aftur og aftur í hausnum á mér.
Ég var ánægð, en samt svo hrædd. Svo rosalega hrædd. Hvernig lífi gætum við boðið þessari litlu frumu sem óx inní mér? Ég var orðlaus – og það gerist sjaldan.

Nadia var sofandi í bílnum, ég keyrði um í klukkutíma áður en ég gat farið og sagt Alexander. Hvað gat ég sagt við hann? ,,Hæ, ég er ólétt – ok bæ.“
Nei girtu upp um þig buxurnar Eva Rún, þurrkaðu tárin og viðurkenndu þetta!

Ég vissi það strax að við gætum ekki eignast þetta barn. Ég vissi það. Ég bara gat ekki sagt það upphátt. Ég gat ekki viðurkennt það. Ég gat ekki réttlætt það.

Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að barn er alltaf velkomið, sama hvað. Ég hef alltaf sagt að ég muni aldrei fara í fóstureyðingu, ég hélt ég væri ekki nógu sterk í það. En, hinn kaldi sannleikur er sá að við hefðum ekki geta boðið þessu barni uppá neitt líf á þessum tíma. Við eigum tvö börn og þau ganga fyrir.

Ég var svo rosalega hrædd. Ég skammaðist mín. Ég þorði ekki að viðurkenna þetta fyrir sjálfri mér, hvað þá fjölskyldu og vinum. En á svona rosalega erfiðum tímum er makinn, fjölskyldan og vinir einmitt þeir sem þú þarft mest á að halda. Á sama tíma og við Alexander eyddum litla fóstrinu – stóðu fjölskyldan okkar og vinir þétt við bakið á okkur. Við hefðum aldrei geta staðið upprétt án þeirra.

Vitandi það að lífið okkar hefði verið endalaus barátta hver einustu mánaðarmót létti á sálinni eftir þessa ákvörðun okkar. Þessi ákvörðun er aldrei auðveld, hvað þá fyrir par sem gekk í gegnum þann harmleik sem fósturmissir er. En við tókum þessa ákvörðun ekki bara fyrir okkur, heldur börnin okkar líka. Við sjáum ekki eftir þessu.

Það á enginn að skammast sín fyrir þessa ákvörðun. Fóstureyðing er ákvörðun hvers og eins að taka. Það á heldur enginn að neyða þig að gera einhvað sem þú vilt ekki gera.  Þetta er stór og mikil ákvörðun, sem þú framkvæmir ekki nema þú sért 200% viss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.