fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Dásamleg ljósmyndasería af börnum með sérþarfir

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 30. október 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn Angela Forker hefur vakið mikla athygli fyrir nýjustu myndaseríu sína sem hún kallar „Dýrmæta barna verkefnið“ eða „The Precious Baby Project.“ Myndirnar eru teknar af börnum með mismunandi sérþarfir og hefur hún nú þegar birt 23 myndir.

 „Mig langar til þess að vekja athygli á börnum með sérþarfir ásamt því að vekja upp von og hvatningu fyrir fjölskyldur þeirra. Á sama tíma vil ég gefa þeim listaverk sem þau geta átt til æviloka,“ sagði Angela í viðtali við HuffPost.

„Í febrúar á þessu ári þá áttaði ég mig á því að nýburamyndartaka myndi henta fullkomlega fyrir börn með sérþarfir þar sem þau geta ekki setið í myndatökum, það eru margir ljósmyndarar sem eiga í vandræðum í þeirri stöðu.“

Hver einasta mynd er hönnuð með veikindi hvers barns í huga eða þá í samvinnu við fjölskylduna með áhugamál þeirra í huga. Eitt dæmi er mynd af barni sem þarf að vera með hjálm á hausnum ásamt því að vera með súrefni tengt í sig. Myndin var því gerð af því barni sem geimfara.

„Ég vildi að hann vissi að takmörk hans miðast við geiminn. Þegar hann verður fullorðinn og sér þessa mynd þá vil ég að hann trúi því að hann geti gert allt.“

Önnur mynd sem Angela tók var af Ellis Rose sem var ekki hugað líf lengur en í 6-12 mánuði. Angela kallar þá mynd „Forget me not fairy“ eða „Gleymdu mér ey álfur.“

„Hún heitir Ellis Rose svo ég setti rósir inn á myndina. Hún er svo mikil blessun fyrir fjölskylduna sína sem ættleiddi hana sérstaklega vegna sérþarfa hennar. Að sjálfsögðu er hún gleymdu mér ey álfur því jafnvel þótt hún gæti yfirgefið þau fljótlega þá munu þau aldrei gleyma henni.“

Myndir Angelu hafa verið til sýnis á spítölum og læknastofum og vonast hún til þess að geta gefið þær út í bók eða dagatal til þess að geta safnað fyrir börn með sérþarfir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

85 ára kona skaut innbrotsþjóf til bana

85 ára kona skaut innbrotsþjóf til bana
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kærunefnd húsamála segist vera sprungin

Kærunefnd húsamála segist vera sprungin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur