fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Heiða Ósk hugsar til baka: „Þráhyggjan klófesti mig og lífinu var stjórnað að fíkninni – Ég var fangi fíknarinnar“

Heiða Ósk
Mánudaginn 29. október 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta árið hef ég farið reglulega yfir memories á Facebook. Tilgangurinn er að halda áfram með þá tiltekt sem fór af stað við það að verða edrú. Mis gáfulegar færslur sem birtust á netinu síðustu mánuði fyrir meðferð og þeim póstum fór hratt fjölgandi síðustu mánuðina á neyslunni.

Sumir póstarnir fá mig til að hlægja, hrista hausinn og velta því fyrir mér hvað hafi eiginlega verið að mér, á meðan aðrir taka mig til baka, kveikja á kvíða og ónotum sem fylgja erfiðum minningum frá flóknum tímum.

Pósturinn í kvöld snerti mig mjög á svo margan hátt. Þegar ég skrifaði þennan póst klukkan tæplega 6 að morgni 26 október 2013 þá hafði ég ekki hugmynd um hverslags hringrás var að fara í gang. Þessi hringrás hafði verið að malla hægt í gang síðustu mánuði en þetta kvöld fór boltinn að rúlla hraðar, ég missti alla stjórn. Ég var að leggja í erfiða og hraða ferð á versta stað lífs hvers fíkils, á botninn.

Gat ekki sofið fyrir fíkn

Ég skrifaði þessa færslu svona snemma því ég gat ekki sofið fyrir fíkn, á þessum tíma kallaði ég þetta spenning eða tilhlökkun því ég var jú ekki fíkill. Fannst bara gaman að hafa gaman. Ég hafði talið niður í margar vikur og loksins var dagurinn runninn upp, Halloween! Ég var á leiðinni í Halloweenpartý kl 21 en börnin fóru í pössun kl 12 ef ég man rétt, því ég vildi hafa nægan tíma til að gera mig til. Það tekur mig tæplega 9 tíma að gera mig til en það var aldrei flókið að finna afsökun til að nota.

Vinafólk mitt sótti mig um hádegi og hjá þeim var ég í sirka 10 tíma að „gera mig til” ég sturtaði í mig áfengi, raðaði í nefið á mér, hlustaði á tónlist og talaði í þessa 10 tíma. Það tók mig kanski 1 tíma af þessum 10 að gera mig til. Þegar í partýið var komið þá entumst við þar í mestalagi 2 tíma. Planið var að fara heim til þeirra aftur og fá okkur extacy og spennan fyrir því var orðin svo mikil að við gátum hreinlega ekki verið í partýinu sem var búið að bíða eftir í margar vikur.

Snerist aldrei um að fara í partý heldur komast í burt

Þegar ég hugsa til baka, þá snerist þetta aldrei um þetta partý eða Halloween. Þetta snerist um að komast í burtu og fá mér og þegar það var ekki nóg, komast þá aftur í burtu og fá mér annað og ennþá meira. Ég skemmti mér vel og leið vel, gat gleymt því sem ég vildi ekki muna. Svo kom morgun.

Efnin hætt að virka og samviskan var farin að angra mig. Mér leið ekki lengur vel en reyndi mitt besta til að taka þátt í því sem var að gerast. Kvíðinn fór að pikka óþarflega mikið í sálina og hausinn á fullu að færa rök fyrir því að þetta væri allt í lagi. Mér myndi líða betur þegar ég væri búin að sofa smá og knúsa börnin mín. Þetta var allt í lagi, ég var bara aðeins að hafa gaman. Til að gera langa sögu styttri liðu næstu dagar með öllum sínum móral og vanlíðan en hægt og rólega fór aftur að rofa til í sálinni.

Gleymdi kvíðanum og samviskubitinu fyrir spennu

Pabbahelgi að skella á á ný og spennan farin að segja til sín. Þessa helgi langaði mig í sömu vellíðan og ég upplifði á Halloween heima hjá vinafólk mínu. Ég pantaði mér M (mdma). Í spennunni (fíkninni) var ég alveg búin að gleyma kvíðanum, samviskubitinu og öllu því slæma sem hafði bankað uppá um morguninn þegar efnin hættu að virka og sálin fór að sjá og finna skýrt.

Fíknin tekur alla skynsemi og kæfir á dimmum stað þar sem hægt er að nálgast hana nokkrum tímum eða sólahringum seinna. Helgin skall á, m-ið tók völdin og réð næstu tvo daga ásamt fleiri efnum. Þá bankaði uppá kunnugleg tilfinning. Kvíði, ótti, samviskubit og vanlíðan. Hver helgi næstu mánuði, alltaf sama hringrásin. Kvíðinn versnaði, óttinn heltók mig, þráhyggjan klófesti mig og lífinu var stjórnað að fíkninni. Vellíðan eða vanlíðan, skiptir engu máli. Ég var fangi fíknarinnar.

Vinur minn svipti sig lífi, hann gat þetta ekki meir. Vinkona mín hvarf inn í heim lyfja. Þau voru vinafólkið sem fór með mér í Halloween partýið 26 október 2013, bestu vinir mínir. Þau voru ekki lengur til í þeirri mynd sem ég þekkti fyrir litlum tíma síðan og ég sjálf var orðin að einhverju sem ég hafði aldrei áður verið. Ég var ekki lengur stjórnandi að eigin lífi.

Fagnar fjögurra ára edrú mennsku

Sem betur fer vaka yfir mér englar sem komu mér í gegnum mesta myrkrið og á rétta braut. Um daginn fagnaði ég 4 ára edrúmennsku. Það hefur ekki verið auðvelt en alltaf þess virði. Það hefur ekki verið einfalt en alltaf auðveldara en neyslan.

Hef ég fengið kvíða eða fundið fyrir ótta? Já, margoft. Það tekur tíma að vinna sig til baka og hreinsa til í kringum sig. Þegar ég sá þennan status sem var upphafið á þessum skrifum fór ég til baka og fann fyrir kvíða. Í dag þarf ég ekki að deyfa mig eða óttast hvert lífið tekur mig. Ég er stjórnandi í eigin lífi. Ég var heppin, ég lifði af. Börnin mín misstu ekki mömmu sína og pabbi minn ekki dóttir sína. Það eru ekki allar fjölskyldur svo heppnar.

Það hrynja niður einstaklingar veikir á líkama og sál, vandinn er orðinn stærri en litla landið okkar ræður við þar sem fólkið sem hefur valdið neitar að horfast í augu við vandann eins og hann er. Faraldur sem við höfum aldrei staðið frammi fyrir áður og fjöldi dauðsfalla í framhaldi af því hefur ekki áður sést hér á landi. Fólkið með valdið: vaknið til lífsins áður en fleiri líf hverfa í myrkur sem aldrei er hægt að kveikja aftur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.