fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Bleikt

Giftu sig sem Öskubuska og prinsinn – Allir gestirnir mættu í búningum

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 29. október 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum litlum stelpum dreymir um það að vera prinsessur og kannast líklega margir foreldrar við það að kaupa handa þeim allskonar mismunandi prinsessukjóla. Hugmyndirnar spretta líklega að mestu út frá karakterum úr ævintýrum, svo sem Elsu og Önnu í Frosin, Öskubusku og Mjallhvít svo eitthvað sé nefnt.

Þegar þessar sömu stúlkur eldast þá rennur þessi ævintýraþrá vanalega af þeim en það er þó einn dagur sem margar konur taka sér heilan dag í að verða að nokkurskonar prinsessum, brúðkaupsdagurinn.

Hún Emily Breden tók brúðkaupsdaginn sinn og prinsessuþemað þó alla leið en hún ákvað að klæðast kjól úr ævintýrinu Öskubuska og var eiginmaður hennar klæddur eins og prinsinn úr sama ævintýri.

Parið er frá Ástralíu og þeir 64 gestir sem mættu í brúðkaupið studdu við brúðhjónin með því að mæta öll í búningum frá einhverri Disney mynd.

Metro greinir frá því að ekki aðeins hafi brúðhjónin verið klædd í föt úr Disney mynd heldur hafi skreytingarnar í brúðkaupinu ásamt brúðkaupskökunni verið í Disney þema.

„Ég elskaði allar Disney myndirnar en uppáhaldið mitt var Öskubuska, svo mér fannst það liggja vel við að verða hún á brúðkaupsdaginn minn. Jack var ekki hrifinn af hugmyndinni í upphafi en um leið og við vorum byrjuð að skipuleggja þetta þá varð hann mjög hrifinn af þessu. Fjölskyldan mín var mjög spennt fyrir þessu og ég gaf hverjum og einum hugmynd að búning til þess að það myndu ekki allir mæta í því sama. Þetta var mjög gaman og svolítið öðruvísi. Sumir ættingjar mínir sögðu að þetta hefði verið skemmtilegasta brúðkaup sem þau hefðu farið í,“ sagði Emily.

Dætur parsins voru klæddar upp sem persónur úr myndinni Frosin en sonur þeirra var klæddur í Star Wars búning.

„Mér leið í alvörunni eins og ég væri Öskubuska og Jack er klárlega prinsinn minn. Ég hef bara séð hann gráta þegar við áttum börnin okkar, en þegar ég gekk upp að altarinu þá grét hann mikið. Ég mæli algjörlega með svona brúðkaupi. Þetta sýndi hver við erum og þetta er eitthvað sem við munum aldrei gleyma. Dagurinn var töfrandi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.