fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Agnes vildi bara deyja: „Það vill enginn taka sitt eigið líf en þegar öll von er úti er oft erfitt að berjast“

Vynir.is
Mánudaginn 29. október 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Öll þurfum við á von að halda. Án hennar erum við ekki að lifa lífinu til fulls. Við megum ekki missa af lífinu, það getur verið styttra en við gerum okkur grein fyrir. Ég gæti dáið á morgun, þú gætir dáið á morgun. Hver veit?

Vonin er mikilvæg. Ef við missum hana þá er úti um okkur. Auðvitað kemur það fyrir að maður missi vonina um tíma, eftir stór áföll sem dæmi. En við verðum að finna þessa litlu sjálfselsku sem er þarna innst inni bak við kílómetra af neikvæðum hugsunum,“ segir Agnes G. Sveinsdóttir í einlægri færslu sinni á Vynir. 

Hlustum á þessa litlu rödd, hún er ekki að plata okkur, við eigum skilið að lifa og við eigum bara eitt líf.

Það vill engin taka sitt eigið líf. Ég held það að minnsta kosti. En þegar öll von er úti þá er oft erfitt að halda sér uppi og berjast áfram.

Ég hef sjálf upplifað það að vilja bara deyja. Sem betur fer þá talaði ég um það við vin minn og hann fór með mig á bráðamóttökuna og út frá því komst ég að hjá geðlækni, í lok tímans skrifaði læknirinn upp á kvíða og þunglyndislyf fyrir mig

Lyfin breyttu lífi mínu að vissu leyti, en það var aðallega það að ég fór að mæta í bæði hóp og einkatíma hjá stígamótum. Svo reyndi ég eftir bestu getu að hætta að tala niður til mín.

Mig hefur sem betur fer aldrei langað að deyja eftir þetta eina skipti. Ég vil lifa, ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir barnið mitt, manninn minn, fjölskyldu og vini. Ég á bara eitt líf og ég ætla að lifa því til fulls.

Því miður eru allt of margir sem taka sitt eigið líf. Halda að lífið sé betra án þeirra. Það er það ekki. Það er yfirleitt ekkert hægt að gera til þess að fyrirbyggja sjálfsvíg oftast eru þetta manneskjur sem þig hefur engan grun um að líði eitthvað illa.

Þetta eru manneskjurnar sem fela tilfinningarnar sínar lang best af öllum og jafnvel brosa og hlæja allan daginn, auðvitað hefurðu engan grun um að þeirri manneskju líði illa.

Mig langar að biðja um að þú kæri lesandi, hugsir þig ekki tvisvar um ef þú hefur grun um að einhverjum líði illa, því þá er það oftast tilfellið. Hjálpaðu, talaðu, fáðu svör, gefðu svör eða leiðbeindu aðilanum í rétta átt. Stundum er bara nóg að gefa aðilanum knús og segja að það verði allt í lagi.

Bara plís ekki gera ekki neitt. Það er alltaf betra að vita að þú allavega reyndir, hvort sem það hjálpar eða ekki. Þú veist aldrei hvað morgundagurinn býður upp á.

Einnig ef þú kæri lesandi ert búin að missa vonina og langar til að yfirgefa þessa jörð, leitaðu þér aðstoðar strax. Þú ert ómissandi. Það þykir fólki vænt um þig.

Þú átt bara eitt líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.