fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Bleikt

Karl Bretaprins vildi ekki kvænast Díönu: Var þvingaður í hjónaband af föður sínum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 28. október 2018 23:16

Díana og Karl á brúðkaupsdaginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karli Bretaprins leið eins og hann væri þvingaður í hjónaband með lafði Díönu Spencer og vildi í raun ekki kvæntast henni samkvæmt því sem kemur fram í bókinni Charles at 70: Thoughts, Hopes and Dreams eftir konunglega fréttaritarann Robert Jobson.

Hittust aðeins tólf sinnum

Í bókinni kemur fram að Philip prins, faðir Charles, hafi beitt hann þrýstingi að biðja Díönu, sem þá var 19 ára gömul, eftir að bresku slúðurblöðin sögðu ranglega frá því að Karl hefði boðið Díönu á stefnumót að næturlagi í konunglegu lestinni.

Að sögn Roberts höfðu Karl, sem þá var 32ja ára, og Díana aðeins hisst um tólf sinnum áður en hann bað hennar og að hann hafi gert sér grein fyrir hve illa þau pössuðu saman eftir trúlofunina.

„Ég vildi ekkert meira en að komast undan því að giftast henni“

Díana og Karl trúlofuðu sig í febrúar árið 1981. Þann 29. júlí það ár gengu þau í hjónaband. Að sögn Roberts reyndi Karl „að tala við hana um vinnuna og hvernig dagurinn sinn hefði verið – og að Díana hefði bara starað á hann með tómu augnaráði til baka“ vikurnar fyrir brúðkaupið. Þetta kemur fram í broti úr bókinni sem birtist í miðlinum Daily Mail.

„Ég vildi ekkert meira en að komast undan því að giftast henni árið 1981 þegar ég gerði mér grein fyrir hve hræðilegar horfurnar voru þegar við vorum trúlofuð því ég fékk ekki tækifæri á að kynnast Díönu fyrst,“ á Karl að hafa sagt við vin sinn mörgum árum síðar.

Í nýrri bók er því haldið fram að Karl hafi ekki viljað kvænast Díönu.

„Þau voru aldrei ástfangin af hvort öðru í sannleika sagt“

Að sögn höfundar nýju bókarinnar skrifaði Philip syni sínum bréf og sagði að fjölmiðlaathygli á Díönu væri ósanngjörn og því ætti hann annað hvort að biðja hennar eða sleppa henni. Lafði Pamela Hicks, frænka Karls, segist hafa lesið bréfið og segir fréttaritanum að það hafi verið skrifað af yfirlögðu ráði og í fullum trúnaði.

Díana sagði seinna frá því í hljóðupptöku, sem notuð var í heimildarmyndinni Diana: In Her Own Words, að henni hefði fundið bónorð Karls bera vott um geðshræringu.

„Þau voru aldrei ástfangin af hvort öðru í sannleika sagt,“ skrifar Robert í nýju bókinni.

Karl drakk út af skapsveiflum Díönu

Þegar að trúlofunin var gerð opinber seint í febrúar árið 1981 varð uppi fótur og fit meðal fjölmiðla og Karli leið eins og hann væri fastur í sambandinu.

„Að hætta við hefði án efa verið, eins og þið getið ímyndað ykkur, hræðilegt,“ á Karl að hafa sagt við nána vini.

Alls horfðu um 750 milljónir manna um heim allan á brúðkaup Karls og Díönu og síðar eignuðust þau tvo syni saman, þá Vilhjálm og Harry. Á þeim tíma sem drengirnir fæddust var samband hjónanna sterkt en á öðrum tímum urðu skapsveiflur Díönu til þess að Karl byrjaði að drekka að sögn fréttaritarans. Í því samhengi rifjar Ken Wharfe, sem gegndi starfi öryggisstjóra fyrir hjónin, upp sögu þegar að Díana og Karl voru á leið í veislu fyrir Noregskonung. Díana var klár að fara og byrjuð að stappa fótum, en hjónin þurftu að yfirgefa Kensington-höll á ákveðnum tíma svo þau kæmu ekki á undan drottningunni.

„Hef ég tíma fyrir annan martini-drykk?“ á Karl að hafa spurt Díönu, sem varð reiðari með hverri mínútunni sem leið. Þá hótaði Díana að fara ein, sem hefði verið mikill fréttamatur. Við það pantaði Karl sér annan martini-drykk og fór inn á skrifstofu sína. Díana varð þá bálreið, en hjónin skildu átta árum síðar.

Díana ásamt Harry og Vilhjálmi.

Karl stóð sem klettur við bakið á sonum sínum eftir að Díana lést í bílslysi árið 1997 en samkvæmt bók Roberts hafði samband Karls við Vilhjálm og Harry orðið stirt vegna afskipta Díönu. Viðtal við bræðurnar var tekið fyrir heimildarmyndina Diana, Our Mother, Her Life and Legacy, þegar 20 ár voru liðin frá dauða hennar. Þá minntust bræðurnir ekki einu orði á föður sinn.

„Það var eins og hann hefði aldrei verið til,“ segir einn vina Karls við Robert í bókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.