fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Bleikt

#metoo gjörningur Sigrúnar vakti athygli á kvennafrídeginum: „Þetta er til minnis um þær stúlkur sem aldrei höfðu rödd“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Bragadóttir stóð fyrir gjörningi við Hæstarétt Íslands í gær á kvennafrídeginum sem hún hefur verið að undirbúa í fjögur og hálft ár.

Sigrún Bragadóttir stóð fyrir gjörningnum í gær. 

Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og hefur myndum frá honum verið dreift víðs vegar. Hugmyndina að gjörningnum fékk Sigrún fyrir rúmlega fjórum árum á jafnréttisráðstefnu sem hún fór á í Malmö í Svíþjóð.

„Þar sá ég í svona risastórum sal í svona hliðar höll við aðalráðstefnuhöllina fullt af básum. Þar voru jafnréttis-, kvenréttinda-, og sveitarfélög víða frá Svíþjóð sem voru að kynna hvernig þau stóðu að sínum jafnréttis málum. Þarna var einn bás inn á milli sem var með þvottasnúrum og þá þeim voru nærbuxur af öllum stærðum og gerðum. Ókynjaðar og kynjaðar. Þeim var búið að dýfa í rauða málningu að hluta til og svo var búið að skrifa á nærbuxurnar setningar sem komu úr dómsskjölum frá brotaþolum. Þarna voru ungbarna-, smábarna-, unglinga-, og fullorðinsnærbuxur. Þetta var mjög átakanlegt og ég stóð þarna og í augnablik þá stoppaði heimurinn og stóð í stað í smá stund,“ segir Sigrún í einlægu samtali við blaðakonu.

Missti andann vegna áhrifaríks gjörnings

Sigrún segir að þrátt fyrir troðfullan sal af fólki sem var álíka stór og Laugardalshöllin hafi hún ekki séð neitt nema þessar þvottasnúrur.

„Ég bara missti andann þetta var svo áhrifaríkt. Þetta var mér mikill innblástur og eftir að ég kom heim bað ég fólk í kringum mig um að láta mig fá allar þær nærbuxur sem átti að henda. Fólk var auðvitað mjög hissa fyrst en ég sagði þeim að ég væri með smá verk í vinnslu og ég er búin að vera að safna hérna í poka.“

Sigrún náði að safna mörgum nærbuxum en hún notaði þær þó ekki allar í gjörninginn.

„Í haust þá byrjaði ég að bródera í þær. Ég var alltaf að velta þessu fyrir mér, ég er búin að ætla að vera með þennan gjörning í nokkur skipti en ég hef alltaf stoppað og hugsað bara nei, þetta er ekki rétti tíminn. Svo er ég búin að vera í mikilli úrvinnslu sjálf, prívat og persónulega við að gera upp allskonar kynferðislegt ofbeldi og afleiðingar þess í veikindaleyfi núna í tvö ár. Ég kynntist orðinu Craftivism sem ég hef þýtt sem hannyrðapönk. Konan sem gerði þetta hugtak „mainstream“ heitir Betsy Greer og hún talaði um að þetta ætti vissar rætur í pönkið.“

Betra að stinga efni þúsund sinnum heldur en manneskju einu sinni

Hannyrðapönk hefur hjálpað Sigrúnu við allskonar úrvinnslu og allskonar áföll sem hún hefur gengið í gegnum.

„Það er miklu betra að stinga efni með nál þúsund sinnum, heldur en eina manneskju einu sinni. Þetta er mjög holl útrás fyrir innibyrgðar afleiðingar af allskonar. Í haust ákvað ég svo að byrja að bródera í þessar nærbuxur og ætlaði að hafa gjörning á kvennafrídeginum. Ég bróderaði með allskonar letri og allskonar aðferð og allskonar efnivið. Bæði með endurskynsþræði sem er mjög stökkur og grófur, nælon þræði sem vegavinnumenn nota, ullarþráð og svo venjulegt útsaumsgarn. Ég saumaði í klofbótina og í teygjuna að aftan og hér og þar í buxurnar. Svo setti ég þær upp á þessa þurrk grind með klemmu og kláraði uppsetninguna á meðan ræðurnar voru á Arnarhóli í gær.“

Þegar Sigrún hafði klárað verk sitt fór hún og tyllti snúrunum við Hæstarétt þar sem hún tók mynd af þeim.

„Svo sá ég að þær voru á rampinum fyrir fólk sem á erfitt með að ganga upp tröppur og ég vildi ekki hindra það aðgengi svo ég færði þær þar sem þær voru úti á stéttinni, af lóðarmörkum Hæstaréttar en inni á stétt Reykjavíkurborgar þar sem allir gátu séð.“

Spyr sig hvers vegna Hæstiréttur láti mál kvenna falla niður þrátt fyrir sönnunargögn

Aðspurð út í hugmyndafræði gjörningsins segir Sigrún mikla hugsun liggja að baki.

„Það er mjög mikil pæling á bak við þetta, pælingin af hverju Hæstiréttur og af hverju kvenna og stúlkna nærbuxur en ekki drengja og karlmanns nærbuxur, þar sem karlmenn og drengir eru líka brotaþolar. En málið er að einhverra hluta vegna eru dómar í málefnum stúlkna og kvenna vægari heldur en þegar það er brotið á drengjum. Það eru dómar sem hægt er að skoða og tölfræði sem sýnir það að ef það er brotið á drengjum eða karlmönnum þá eru dómar felldir. Sem er bara æðislegt. Það er frábært að réttlætið nái fram að ganga fyrir þeirra hönd og þessa brotaþola. Ég er ekki að setja neitt út á þá brotaþola en ég spyr mig hvers vegna Hæstiréttur láti mál kvenna og stúlkna niður falla þó það séu jafnvel sönnunargögn á við nærbuxur og jafnvel þótt að ofbeldismenn játi.“

Segir Sigrún þessa hugsun vera aðal ástæðuna fyrir því að hún ákveði ákveðið að vera með gjörninginn á þessum degi og þessum stað.

„Þetta er til minnis um þær stúlkur sem aldrei höfðu rödd og þær konur sem aldrei höfðu rödd og þær konur og stúlkur sem aldrei var trúað í réttarkerfinu. Þó svo að sönnunargögnin lægju fyrir. Konur hafa meira að segja sagt að ofbeldismennirnir hafi játað en að dómar hefðu ekki verið felldir þar sem að ekki teldust vera nægar sannanir. Það er þess vegna sem þetta er fyrir framan þetta hús.“

Agnúast út í réttarkerfið

Sigrún veltir því fyrir sér af hverju réttarkerfið standi frekar með karlmönnum og drengjum sem brotaþolum heldur en konum og stúlkum.

„Það er káfað á drengjum í gufunni í Vesturbæjarlaug og málið flýgur í gegnum hæstarétt og það er dæmt. Það er káfað á ungum mönnum í Laugardalslauginni og það er tekið fyrir og dæmt. Það er æðislegt að þessir brotaþolar finni fyrir því að réttarkerfið standi með þeim en enn og aftur brotaþolar, stúlkur frá aldrinum sex mánaða upp í níutíu ára, það er eins og kerfið standi ekki með þeim, og það er náttúrlega talað um kerfisbundið ofbeldi sem tekur við.“

Segir Sigrún það hafa sýnt sig í öðrum löndum þar sem kynjahlutfallið í hæstaréttardómum er jafnara að dómar í nauðgunarmálum sé oftar brotaþolum í hag.

„Það eru meiri líkur fyrir karlmenn að verða fyrir nauðgun sjálfir heldur en það að verða ákærðir fyrir að nauðga á fölskum forsendum. Maður veit bara ekki hvað maður á að segja. Þetta er svo mikið hugarfóður. Ég er ekki að agnúast út í karlkynsbrotaþola. Heldur er ég að agnúast út í réttarkerfið.“

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.