fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Bleikt

Fíknin leitaði oft á Guðlaugu á meðgöngunni: „Bara einu sinni? Það getur nú ekki skaðað barnið það mikið?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur í dag verið vímuefnalaus í að ganga fjögur ár eftir langan og erfiðan neyslutíma. Segist hún þakklát fyrir hvern þann dag sem hún fær að lifa allsgáð þar sem það sé ekki sjálfgefið að komast út úr fíkniefnaheiminum.

„Það hafa allt of mörg ungmenni tapað baráttunni við þennan djöful. Ég er ein af þeim heppnu en þetta er langt frá því að vera auðvelt og verður það líklega aldrei. Þú hættir ekki að berjast við fíkilinn einn daginn, hann verður alltaf partur af manni og mun fylgja mér út lífið. Ég er nokkurn veginn búin að sætta mig við það og þegar fíknin kallar á mig enn þann dag í dag, rúmlega fjórum árum seinna, þá segi ég við þann part af sjálfri mér að ég viti af honum en að hann fái ekki að stjórna mér,“ segir Guðlaug Sif í einlægri færslu sinni á bloggsíðunni Amare.

Mikilvægt að taka einn dag í einu

Segir Guðlaug það mikilvægasta fyrir sjálfa sig hafa verið það að taka hausinn í gegn, tala við sjálfa sig og vita af fíklinum.

„Ég læt hann stanslaust vita að hann fái ekki að stjórna í dag. Það er mikilvægt að taka einn dag í einu, þetta verður svo yfirþyrmandi ef maður hugsar um marga daga í einu. Suma daga á ég í miklum vandræðum við að takast á við fíkilinn, þá bankar hann stanslaust upp á og ég á erfitt með að reka hann í burtu, sumir dagar eru erfiðari en aðrir og allir fíklar kannast við það.“

Guðlaug með syni sínum Óliver

Guðlaug segist sannfærð um það að sonur hennar, Óliver, hafi bjargað lífi hennar en hún hefur verið edrú frá þeim degi sem hún fékk jákvætt á óléttu prófi.

„Ég seldi sjálfri mér það eftir að ég pissaði á prófið að þetta yrði ekkert mál. Ég yrði bara edrú fyrir barnið og alla meðgönguna var hugsunin svoleiðis. En ég átti mjög slæma meðgöngu, enda kannski ekkert skrítið þar sem ég var á kafi í fíkniefnum og þurfti bara að gjöra svo vel og hætta eftir að ég pissaði á óléttuprófið. Ég varð algjörlega óvinnufær á meðgöngunni, mér leið mjög illa og hausinn á mér reikaði oft til fíkilsins. Bara einu sinni? Það getur nú ekki skaðað barnið það mikið?“

Fíklar eru lygasjúkir

Guðlaug er þakklát fyrir það að hafa ekki náð að tala sjálfa sig til og telur hún sig heppna að hafa haft kjark í það að bakka frá fíklinum.

„Það sem gerði þetta extra erfitt var að barnsfaðir minn var í mikilli neyslu alla mína meðgöngu. Það var þá sem ég kynntist því hversu lygasjúkur fíkilinn er. Það var alltaf lofað mér öllu fögru en aldrei staðið við neitt, farið á bak við mig stanslaust. Ég var svona líka og ég áttaði mig alls ekki á því fyrr en ég bar búin að vera edrú í ákveðið langan tíma. Ég var einhvern veginn í allt öðrum heimi á þessum tíma, ég talaði ekki við neinn, gat ekki sofið út af stanslausum ofsakvíðaköstum, var með bullandi meðgönguþunglyndi og ég fékk enga hjálp. Alveg sama hvert ég leitaði. Ég grátbað meðal annars um að láta leggja mig inn á geðdeild en svörin sem ég fékk voru þau að það væri ekki staður fyrir óléttar konur.“

Í gegnum meðgönguna var Guðlaug buguð vegna andlegrar vanlíðan og var hún gífurlega brotin eftir mikla neyslu.

„Ég var með gríðarlegt samviskubit gagnvart komandi barni því mig langaði svo að fá mér bara einu sinni enn. Eftir að Óliver kom í heiminn var ég ekki til staðar fyrir hann andlega. Ég átti gríðarlega erfitt með fíkilinn, hann var stanslaust að kalla á eitthvað en það sem hjálpaði mér var það að hugsa til þess hvert barnið færi ef ég skyldi detta í það. Pabbi hans gat ekki hugsað um hann vegna neyslu og ég fékk mig ekki til þess að skilja barnið eftir með enga foreldra svo mér gæti liðið betur.“

Hefði dottið í það hefði hún fundið „gat“

Móðir Guðlaugar gerði henni strax grein fyrir því að hún myndi taka barnið af henni ef hún skyldi detta í það og er hún þakklát fyrir það í dag.

„Það eru ekki allir jafn heppnir og ég. Ég á gríðarlega gott bakland og ég hefði ekki geta gert þetta án þeirra. Það ná ekki allir að komast í veg fyrir fíkilinn, það er einmitt það sem er svo sorglegt. Það vantar góð úrræði fyrir fíkla. Ég var einstæð móðir, báðir foreldrar mínir voru að vinna á fullu svo ég var mikið ein með strákinn, ef ég hefði fundið smá „gat“ frá stráknum þá hefði ég líklegast farið þá leið sem svo margir fíklar fara, en þá væri sonur minn ekki hjá mér í dag og kannski væri ég ekki heldur hér.“

Guðlaug segist skulda sálfræðingnum sínum ásamt teyminu í FMB mikið þakkláti fyrir það að hafa ekki gefist upp á henni.

„Þetta hafa verið þung og erfið skref í átt að vellíðan og ég er alls ekki búin í minni sjálfsvinnu. Í dag kallar fíkilinn reglulega á mig og ég veit að hann fer aldrei, en núna klappa ég honum á kollinn og sendi hann í burtu. Við eigum nefnilega bara eitt líf. Það er mikilvægt fyrir okkur að varðveita það og passa upp á okkur sjálf. Það er stanslaus vinna að vera vímuefnalaus, stundum mjög krefjandi og erfið en ég er þakklát fyrir hvern einasta dag sem ég fæ með syni mínum og er heil heilsu. Ég vil samt taka það fram að það eru ekki allir sem takast á við fíkn eins og við tökum misvel á erfiðleikum, ég tala bara út frá minni reynslu því hún er sú eina sem ég þekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.