fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Bleikt

Þetta er það sem kynferðisleg löngun þín segir um persónuleika þinn

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 23. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Það hafa líklega flestir einhverjar kynferðislegar langanir og ný rannsókn hefur komist að því að þær langanir geta sagt meira til um persónuleika okkar heldur en okkur grunar.

Justin L Lehmiller framkvæmdi rannsóknina og tóku yfir fjögur þúsund manns þátt í henni á aldrinum 18-87 ára. Var fólkið beðið um að lýsa kynferðislegum löngunum sínum með sínum eigin orðum ásamt því að svara 369 spurningum sem sneru að löngunum þeirra. Síðan áttu þau að gefa upplýsingar um persónuleika sinn til þess að sjá hversu vel þau pössuðu við þau fimm „karaktereinkenni“ sem settar voru upp fyrir rannsóknina:

Úthverfir, opnir fyrir nýjum hlutum, gaumgæfnir, viðmótsþýðir, taugaveiklaðir.

Taugaveiklaðir:

Ef þú ert oft stressaður, kvíðinn eða með áhyggjur af hlutum, þá er líklegt að kynlífslanganir þínar snúi að því að eiga rómantísk, ástríðufullt og róandi kynlíf með makanum þínum.

„Taugaveiklað fólk dreymir meira um það að eiga rómantískt og ástríðufullt kynlíf, líklega vegna þess að tilfinningin að finna fyrir því að einhver þrái þau róar þau niður og gefur þeim tækifæri til þess að slaka á og njóta,“ segir Lehmiller við HuffPost.

 

„Þeir sem eru taugaveiklaðir spá minna í til dæmis hópkynlífi og að prófa nýja hluti. Kannski vegna þess að það setur þau í stöðu sem er óviss og það getur ollið þeim frekari áhyggjum“

Viðmótsþýðir:

Þeir sem eru viðmótsþýðir vilja gera annað fólk hamingjusamt. Þeir taka þá hugsun oft með sér inn í hjónaherbergið og löngun þeirra er að báðir aðilar séu að njóta jafn mikið.

„Þeir vilja sjá að maki þeirra sé virkilega að njóta sín og vilja vera alveg vissir um að allt sé öruggt og gert með vilja beggja aðila. Þeir sem eru viðmótsþýðir dreymir lítið um tilfinningalaust kynlíf eða kynlífsathafnir sem oft eru taldar „tabú.““

Þeir sem eru opnir fyrir nýjum hlutum:

Ævintýragjarnt fólk sem hefur gaman að því að prófa nýja hluti til þess að ná upp adrenalíninu í líkamanum hafa gjarnan sama áhugamál þegar kemur að kynlífinu. Þau eiga það til að vera forvitin og með mikið ímyndunarafl.

„Þeim dreymir um nánast hvað sem hægt er að hugsa sér að hægt sé að gera í kynlífi.“

Gaumgæfnir:

Þeir sem eru gaumgæfnir velta mikið fyrir sér smáatriðum. Kynlífsdraumar þeirra voru mjög skýrir.

„Þeir veltu meira fyrir sér í hvaða kringumstæðum þeir væru þegar kynlífsdraumurinn ætti sér stað. Þeir eru gjarnir á það að vilja stunda það sem oftast er kallað „eðlilegt“ kynlíf, eru ekki líklegir til þess að dreyma um það að stunda BDSM kynlíf, né athafnir sem innihalda einhverskonar kynferðislegar athafnir sem eru taldar vera „tabú““

Úthverfir:

Þeir sem eru úthverfir hafa gjarnan meiri áhuga á umheiminum heldur en á eigin sálarlífi. Þeir eiga það til að vilja vera í opnu sambandi og hugsa jafnvel um að stunda ástarþríhyrning.  En það sem kom á óvart var að þeir sem eru úthverfir voru ekki mikið að dreyma um kynferðislegar athafnir sem taldar eru „tabú“.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Með VivoBook í veskinu
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fegrunaraðgerðir Love Island-stjarna – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Fegrunaraðgerðir Love Island-stjarna – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Móðir notaði förðunarbursta vinkonu sinnar og lamaðist: „Læknar sögðu mér að kveðja“

Móðir notaði förðunarbursta vinkonu sinnar og lamaðist: „Læknar sögðu mér að kveðja“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Maður deilir furðulegri beiðni sem hann fékk eftir stefnumót: „Hlauptu eins langt og þú getur“

Maður deilir furðulegri beiðni sem hann fékk eftir stefnumót: „Hlauptu eins langt og þú getur“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.