fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Bleikt

Jada Pinkett-Smith vildi aldrei giftast Will Smith: „Ég var í svo miklu uppnámi að ég grét alla leið upp að altarinu og aftur til baka“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 23. október 2018 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jada PinkettSmith viðurkenndi það í viðtali á dögunum að hún hafi aldrei viljað giftast eiginmanni sínum Will Smith. Segist hún hafa verið í svo miklu uppnámi á brúðkaupsdaginn að hún hafi grátið allan daginn.

Jada og Will á brúðkaupsdaginn

Leikkonan sem er 47 ára gömul í dag, giftist Will Smith árið 1997. Jada var í miklu uppnámi allan brúðkaupsdaginn og fannst hún þvinguð til þess að gifta sig. Á brúðkaupsdaginn sjálfan var Jada ófrísk af syni þeirra hjóna, Jaden Smith, og var hún að ganga í gegnum virkilega erfiða meðgöngu.

„Ég vissi bara að mig langaði aldrei til þess að gifta mig. Fyrsti þriðjungur meðgöngunnar var svo hræðilegur og ég var í svo miklu uppnámi að ég grét alla leiðina upp að altarinu og aftur til baka,“ segir Jada í viðtali sem The Sun greindi frá.

Ástæða þess að Jada vildi ekki giftast Will var sú að hún hefur aldrei verið sammála því hvernig hjónaböndum eru stillt upp.

„Ég hef bara aldrei verið sammála uppbyggingunni á hjónaböndum. Þar til dauðinn aðskilur okkur er raunverulegt fyrir mér, en það eru þessar reglur og hugmyndir. Titillinn „eiginkona“ og skilgreining á því orði. Það er ekki ég.“

Fjölskyldan fv. Trey, Willow, Jaden, Jada og Will

Móðir Jada bað hana seinna afsökunar á því að hafa látið hana finna fyrir þrýstingi um að ganga í hjónaband, en Will, eiginmaður hennar hefur viðurkennt það að hans stærsta ósk í lífinu hafi alltaf verið að verða eiginmaður.

„Það var ekki einn dagur í mínu lífi þar sem ég upplifði eitthvað annað en það að vilja gifta mig og eignast fjölskyldu.“ Sagði Will Smith.

Þrátt fyrir þessa slæmu lífsreynslu Jada á sínum tíma hefur hjónaband þeirra gengið vel og hafa þau staðið sterk saman. Það kom þó upp erfiður tími í sambandi þeirra sem fékk þau til þess að taka ákvörðun um að kalla sig frekar lífsförunauta heldur en eiginmaður og eiginkona. Í dag eiga Jada og Will saman tvö börn, Jaden og Willow en fyrir á Will sonin Trey út fyrra hjónabandi sínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.