fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Guðbjörg eignaðist barn á 24. viku – „Mjög svo yfirþyrmandi og dramatískt allt saman“

Mæður.com
Mánudaginn 22. október 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. nóvember átti ég tíma upp á Landspítala í skoðun, þá komin 24 vikur upp á dag! Ég átti tíma kl 09:00 upp á mæðravernd, ég var búin að kvarta undan verkjum í legi, appelsínugulum leka og smá blæðingu! það var búið að blæða reglulega hjá mér út meðgönguna þá aðallega þegar að ég var undir álagi (Á þeim tíma vann ég sem þjónn og barþjónn svo ég var á hreyfingu mest allan daginn)

Já, Ég var sem sagt komin þarna upp á mæðravernd í almennt eftirlit, ég var send heim með þær upplýsingar að ég ætti að taka mér hvíld yfir daginn þar sem að ég var í vaktarfríi en það væri óþörf fyrir mig að hætta að vinna, og appelsínuguli vökvinn væri að öllum líkindum þvag sem væri að leka!

Ég fer heim og legg mig, kl 14:00 vakna ég við væga túrverki, ég finn fyrir litlum polli í rúminu svo ég hugsa með mér “ æii pissaði ég aftur á mig “ ég var farin að hallast að því að það væri eitthvað að pissublöðrunni minni! eftir þetta „slys“ fór ég bara í sturtu í rólegheitunum, lagðist á botninn og lét renna á bumbuna (sem á alls ekki að gera ef að það er allt opið upp út af sýkingarhættu en hvað vissi ég svo sem?) eftir sturtuna fór ég inni í svefnherbergi til að klæða mig, ég sast á rúmið teygði hendina eftir Baby, litlu pug-tíkinni okkar á þeim tíma hún er dáin í dag blessunin. Það myndaðist þrýstingur á kúluna sem varð til þess að það varð sprenging! ALLT LEGVATNIÐ VAR FARIÐ! og ég komin 24 vikur.

Mín fyrstu viðbrögð voru náttúrulega bara sturlun! Síminn minn varð batteríslaus á meðan ég svaf, svo í geðshræringu minni vafði ég utan um mig loðnu teppi úr IKEA og hljóp fram á gang! ég var náttúrulega allsber (ekki mitt stoltasta móment verð ég að viðurkenna) og bankaði á allar dyr! en ENGINN var heima í allri blokkinni!

Á leiðinni upp aftur heyri ég að hurðin opnast, þar var ungur strákur að koma heim úr skólanum get ég ímyndað mér en hann bjó sem sagt á móti okkur í stigaganginum upp á 3. hæð! Honum var ansi brugðið ég ásaka hann ekki, hann leyfir mér að hringja hjá sér, ég hringdi í sjúkrabíl og Einar.

Einar var komin á undan okkur enda skít hræddur um Önju Mist og mig. Þegar upp á fæðingardeild var komið var tekið legvatnstrok sem sýndi neikvætt (sem sagt ekki legvatn) á sömu stundu voru vaktaskipti! hún spyr hver staðan væri, þær segja að strokið sé neikvætt! sem betur fer tékkaði hún aftur sem var að sjálfsögðu jákvætt! En allir geta gert mistök það er nú bara þannig.

Ég var send í sónar og þar sást lítið sem ekkert, þetta var svona eins og stöðvarugl í sjónvarpinu þegar að ég var lítil nema bara svarthvítt! allt legvatnið var farið, þarna var mér tilkynnt að ég myndi eyða restinni af meðgöngunni upp á sængurlegudeild „bundin“ við rúm! mín fyrstu viðbrögð var gífurleg hræðsla,sorg og reiði! þarna var ég 21 árs að ganga með mitt fyrsta barn svo ég var komin með ákveðnar hugmyndir hvernig meðganga gengi fyrir sig, mitt viðmið voru mæður sem gengu fulla meðgöngu, svo það í rauninni hvarflaði ekki að mér að eitthvað svona myndi koma fyrir mig! og já mér fannst þetta bara drullu ósanngjarnt, mér leið eins og ég hefði brugðist henni! eftir mikinn grátur náðu ljósmæðurnar, Einar og mamma að róa mig niður!

Það var byrjað á því að gefa mér dreypi til að stöðva fæðinguna og sterasprautu! en best er að ná fyrstu 2 sterasprautunum fyrir lungun á barninu var mér sagt!

mamma3

Fyrsta daginn mátti ég ekki fara úr rúminu svo mér var boðið að pissa í kopp, ég mátti ekki fara í sturtu vegna sýkingarhættu,en handþvottur var í lagi! þetta þótti mér svakalega erfitt, ég fékk að tala við lækni og sögðu þeir mér að dvölin mín á sængurlegudeild gæti verið frá viku og uppí 10 vikur en það varð tíminn að leiða í ljós! Einar var hjá mér allan tímann, hann svaf á bedda eða í lazyboy-stól. Það fór eftir því hvað var laust, Einar var alveg staðráðinn í því að hann myndi sko vera með mér allan tímann!

anjal10
„Með matar- og klósettpásum að sjálfsögðu!,,

Nei nei, hann gerði gjörsamlega allt fyrir mig huggaði mig ef ég var leið, smúlaði mig í sturtu já ég fékk að fara í sturtu á þriðja degi, hann spilaði við mig, horfði með mér á ógrynni af kvikmyndum og þáttum, hann var bara gjörsamlega fyrir mig sem er ekki algengt! þetta var alveg jafn mikið hans eins og mitt! en jæja svo við höldum nú áfram.

Á 4 degi um nóttina byrjaði ég að fá hríðarverki í bakið svo ég gat ekki sofið, ég hringdi 1 sinni bjöllunni um 01:00 leitið og lét þær vita að ég átti erfitt með að sofna út af stanslausum og sárum verk í mjóbaki, þær fylgdust vel með mér og voru reglulega að koma og kíkja á mig, kl 05:00 var ég ekkert búin að ná að sofa svo ég fékk verkjastillandi sprautu eftir hana lognaði ég gjörsamlega út af, um 08:00 var tekin blóðprufa, ég svaf bara á meðan.

Kl 13:00 var ég vakin af yndislegum fæðingarlækni, hún sagði við mig með blíðum róma:

„Jæja Guðbjörg mín nú ertu komin með meðgöngueitrun svo við verðum að ná stelpunni út sem fyrst! hér er tafla sem kemur þér af stað! það bíður ljósmóðir eftir ykkur upp á fæðingardeild!,,

Þetta gerðist svo hratt, ég hafði engan tíma til þess að melta það sem að var í gangi!

En ég man eftir því að þetta var blanda af hræðslu og spenning! ég sagði fátt og reyndi að hugsa ekki of mikið um hversu lítið og brothætt hún væri heldur reyndi ég að hugsa jákvætt!

Í byrjun var mér sagt að ef hún kæmi sama dag og ég missti vatnið og ég ekki búin að fá sterana fyrir lungun hennar eru um 50% líkur á að Anja mín mynd lifa þetta af! EN þar sem að ég náði fyrstu 2 sterasprautunum þá voru líkurnar meiru heldur en minni sem róaði mig verulega!

Svooo við höldum áfram, mér var gefin tafla til að koma mér af stað, sem gekk bara svona ljómandi vel enda var ég komin með hríðar áður en við komum upp á fæðingarstofu!! Það var yndisleg ljósmóðir sem tók á móti okkur og í minningunni var hún mikill húmoristi sem auðveldaði mér mikið!

þegar upp á herbergið var komið spyr ég hvort að þetta verði nokkuð mikið verra? (þá meina ég hríðarnar) og hún svarar „jáááá jáa þúsund sinnum en ég vil kynna þér fyrir besta vini þínum í kvöld GLAÐLOFTINU,, og svo brosti hún!

Nærveran hennar var svo þægileg og þar sem að hún var búin að ganga í gegnum svipaða fæðingu skildi hún nákvæmlega hvað ég var að fara að ganga í gegnum!

En jæja, það tók bara þessa einu töflu til þess að koma mér af stað, ég var í 1 í útvíkkun í 6-7 tíma! Svo það var lítið að gerast þar á milli en hríðarnar jukust með hverjum klukkutímanum, á meðan að við Einsi og mamma biðum horfðum við á Walking Dead sem mömmu og ljósmæðrunum fannst vægast sagt mjög fyndið, um klukkan 22:00 voru verkirnir orðnir óbærilegir, ég sofnaði á milli hríða svo ég var orðin ansi uppgefin! ég spurði ljósmóðurina hvort ég mætti fara í sturtu sem ég mátti svo ég hékk þar á kolli í góðar 30 mín!

Eftir sturtuna bað ég um mænudeyfingu! ljósmóðirin skoðaði mig og samþykkti! þarna var ég komin í 6 í útvíkkun og komin með virkilega harðar hríðar.

Nú hugsa margar hvernig getur verið að hún fái svona harðar hríðar með svona ofboðslega lítið barn! þetta getur ekki verið neitt í samanburði við barn í eðlilegri stærð!

Tjaaa júu! ég fann meiri verki með Önju þann tíma sem ég var ekki mænudeyfð! ferlið er nefnilega það sama skal ég segja ykkur! sama hvað þá þarf ég að komast í 9 í útvíkkun.

Ég veit ekki hversu oft það hefur verið gert lítið úr minni upplifun vegna þess að konan sem ég er að ræða við heldur að hennar upplifun hafi verið sársaukafyllri en mín,

Eitt sinn fékk ég að heyra „Bíddu bara þangað til þú fæðir barn í eðlilegri stærð,,

Fæðingar eru svooo mismunandi í fæðingunni með Kristel náði ég að anda mig í gegnum hríðarnar, sem ég náði td. ekki með Önju Mist svo ég fékk mænudeyfingu sem virkaði þangað til Anja mín var fædd en með Kristel Nótt þá datt deyfingin niður þegar að ég var að fæða hana það var verulega sárt og erfitt! svo ég á mjög svo ólíkar fæðingarsögur burt séð frá því að ég var að fæða barn á 24 viku!

En jæja höldum nú áfram, ég var sem sagt komin með 6 í útvíkkun og vildi fá mænurótardeyfingu og það strax! svo því var reddað! á meðan við biðum vildi ég fá kjötsúpuna sem tengda mamma mín var svo yndisleg að útbúið handa mér kvöldinu áður, og þvílík himnasending sem hún var!! enn ég mátti hins vegar ekki borða kjötið né grænmetið ef ég skildi fara í bráðarkeisara, svo ég drakk bara soðið á milli hríða.

Nú var komið að því að setja upp mænu deyfinguna sem tókst svona glimrandi vel! ég deyfðist jafnt sem var dásamlegt, þarna var klukkan rétt yfir 23:00, mér var ráðlagt að hvíla mig sem ég gerði, um 01:00 var ég skoðuð og jebb, komin í 9 í útvíkkun! já þetta gerðist mjög hratt eftir mænu deyfinguna.

Ljósmóðirinn kallaði inn ógrynni af læknum, ég held að við höfum verið um 11 inná fæðingarstofunni! þetta var sem sagt að gerast, við vorum að fara að sjá pínu litlu stelpuna okkar! Ég var var mjög dofinn svo ég fann ekki fyrir rembingsþörf en ég rembdist með bestu getu í 20 mín þangað til hún kom!!

Anja Mist fæddist eftir 24 vikur+5 daga kl 01:23 þann 26 nóvember árið 2014

Anja mín grét þegar að hún kom út og ef ég á að lýsa grátinum hljóðaði hans eins lítið tíst í mús! eða lítið blístur sem heyrðist varla! Einar var svo heppin að fá að klippa á nafla strenginn svo fékk ég að halda á henni í nokkrar sekúndur áður en hún var inntúberuð!

anjal5

Hún var svo ósköplítil og viðkvæm ! húðin var rauð og gegnsæ og við viðkomu var hún blaðþunn og rök.

Hún var svo lítil, fullkomin og alveg fullmótuð! hún fæddist með kolsvart hár! ó hvað hún var lítil og falleg ! Anja fæddist með alvarlega yfir réttu á báðum fótum svo þar af leiðandi gat hún ekki beygt þá heldur beygðust þeir upp á við!

anjal8

Þegar að hún fæddist leið mér ekki eins og hún væri mín, mér leið ekki eins og móður!

Þessar aðstæður eru náttúrulega allt annað en venjulegar! mjög svo yfirþyrmandi og dramatískt allt saman! við fengum ofboðslega stuttan tíma með henni áður enn henni var brunað upp á Vökudeild, við horfðum á hana í gegnum hitakassa fyrstu mánuðina sem var gífurlega erfitt, húðin hennar var það viðkvæm að hún þoldi illa strokur! svo við héldum bara í hendina hennar!

anjal9
Hér má sjá yfirréttuna fallega fætinum hennar

Með tímanum kom móðurtillfinningin sinnum 10! ég sé ekki sólina fyrir blóminu mínu sem hefur kennt mér mun meira en ég mun nokkurn tímann ná að kenna henni!

Anja mín er með veikt ónæmiskerfi og viðkvæm lungu en annars gengur henni vonum framar! framförin hafa verið gríðarleg í gegnum árin!

Hér fyrir neðan má sjá myndir af kraftaverkinu okkar

anjal1

anjal2

anjal3

anjal7
Stoltir foreldrar að fá að halda á barninu sínu í fyrsta skiptið.

 

Orð fá ekki lýst því hversu heitt ég elska hana!

anjam

Færslan er skrifuð af Guðbjörgu Hrefnu og birtist upphaflega á Mæður.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum