fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Heiðrún um sjálfseyðingarhvöt: „Ég finn það læðast að mér – Þetta svarta myrkur sem ég þekki of vel“

Mæður.com
Sunnudaginn 21. október 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég finn það læðast að mér. Hægt og rólega finnur það sér leið og smeygir sér inn í líkama minn. Það tekur sér bólfestu í hausnum á mér. Þetta svarta myrkur sem ég þekki of vel.Ég hristi það af mér og held áfram með daginn. Hvert skref sem ég tek verður þyngra, brosið sem ég ber verður minna. Hjartað hamast í brjóstinu á mér. Ég finn sjálfa mig hverfa þegar almyrkrið gleypir mig. Ég er ekkert.

Heimurinn snýst í kringum mig og ég finn hvernig ég hryn niður í myrkrið, tek alla sem ég elska með mér. Sé andlitin þeirra í móðu þar sem þau hrópa nafnið mitt.

Allt í einu, eins og kveikt hafi verið á peru, vakna ég. Myrkrið er horfið og eftir sit ég, lítið brotið blóm með líf annara í molum í kringum mig. Tek sama brotin þeirra, sem raðast saman eins og mósaík.

Ekki fullkomin, en ekki ófullkomin heldur.”

Það eru allt of margir sem kannast við þessa líðan, sem vita hvernig þessi tómleiki er.

Margir sem upplifa þessa tilfinningu finna líka fyrir ákveðinni sjálfseyðingarhvöt. Oft áttar manneskjan sig ekki á því sjálf og þá er mikilvægt að stíga inn í. Manneskja í sjálfseyðingarham rífur sjálfa sig niður og dregur fólkið í kringum hana niður líka.

Neikvæðni, Hræðsla, Átraskanir, Lélegt sjálfstraust, Vanræksla á líkama og heilsu, Gera lítið úr samböndum við aðra, Sjálfsvorkunn, Neitar hjálp, Rífur sjálfan sig niður.

Þetta eru algeng einkenni sem þarf að hafa í huga ef þig grunar að þú eða einhver sem þú elskar sé með sjálfseyðingarhvöt.

  • Gerðu viðkomandi grein fyrir því að þú elskar hann og að þér sé annt um hans vellíðan.
  • Sýndu samkennd og stuðning.
  • Ræðið skoðanir hvers annars og sýndu trú á því að einstaklingurinn geti fundið nýjar leiðir til þess að líða vel með hjálp fagaðila.
  • Fáðu þann stuðning sem þú átt skilið, þar sem að þínar tilfinningar eru líka mikilvægar.
  • Ekki skamma viðkomandi fyrir þessa hegðun þar sem það brýtur hann meira niður og gerðu einstaklingnum grein fyrir því að hann eigi ekki að biðjast afsökunar á því sem hann segir eða gerir þegar hann er í sjálfseyðingarham.

Sýni viðkomandi að hann sé haldinn sjálfseyðingarhvöt eða minnkandi lífslöngun er ótrúlega mikilvægt að hann fái skjóta meðferð frá geðlækni eða sálfræðingi.

Ef alvarleg sjálfsvígshætta er á ferð er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Í bráðatilfellum er hægt að leita ráða í hjálparsíma Rauða kross Íslands sem er 1717, Neyðarlínan í síma 112, og einnig er hægt að hafa samband við geðdeild Landspítalans í síma 5431000.

Færslan er skrifuð af Heiðrúnu Grétu og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.