fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Flúruðu ástina á sig en síðan tók eftirsjáin við

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 21. október 2018 15:30

Flúrin eru hverful.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft getur ástin verið blind og ungæðislegur spenningur sem fylgir því að finna hana loksins getur birgt manni sýn. Stjörnurnar hafa að sjálfsögðu lent í því eins og við hin og taka oft upp á því að húðflúra nafn elskhuga á sig til að sýna og sanna hrifningu sína. Þegar ástareldurinn slokknar eru svo góð ráð dýr og ýmislegt gert til að afmá merki um ást sem áður var.

Ekki eitt, ekki tvö, heldur þrjú

Desperate Housewives-stjarnan Eva Longoria gekk að eiga körfuboltamanninn Tony Parker þann 7. júlí árið 2007. Til að fagna ástinni fékk hún sér hvorki meira né minna en þrjú húðflúr, þar á meðal NINE, eða NÍU, á hnakkann sem var vísan í leikmannanúmer Tony. Eva og Tony skildu árið 2010 og tveimur árum síðar var Eva búin að fjarlægja öll þrjú húðflúrin.

Skipt út fyrir Slash

Fyrirsætan Amber Rose fór alla leið og fékk sér andlitsmynd af tónlistarmanninum Wiz Khalifa á handlegg sinn. Parið hætti saman árið 2014 og þá ákvað Amber að láta húðflúra yfir andlit fyrrum elskhugans með mynd sem virðist vera af Guns N’ Roses-gítarleikaranum Slash.

Blekaður brúðkaupsdagur

Big Bang Theory-leikkonan Kaley Cuoco giftist tennisstjörnunni Ryan Sweeting á gamlársdag árið 2013 eftir nokkurra mánaða samband. Skilnaður þeirra gekk í gegn í maí árið 2016. Kaley lét húðflúra brúðkaupsdagsetninguna á bak sitt og lét síðar flúra fiðrildi yfir daginn. Leikkonan tók þessu öllu létt og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með á Instagram.

„Skilaboð til sjálfrar minnar – ekki merkja líkama þinn með brúðkaupsdagsetningum í framtíðinni,“ skrifaði hún stuttu eftir að fiðrildið var komið á sinn stað, en Kaley gekk að eiga knapann Karl Cook síðastliðið sumar.

Drykkjumaður að eilífu

Eitt frægasta húðflúr af þessari tegund er klárlega þegar stórleikarinn Johnny Depp lét flúra nafn þáverandi kærustu sinnar, leikkonunnar Winonu Ryder, á hægri öxl sína. Lét hann einfaldlega flúra: Winona Forever, eða Winona að eilífu. Johnny var því miður ekki sannspár og hættu þau saman í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Johnny lét síðar fjarlægja tvo síðustu stafina í nafinu Winonu og því breyttist húðflúrið í Wino Forever, eða Drykkjumaður að eilífu. Hann lét svo hafa eftir sér í viðtali við Playboy að nýa flúrið gæfi réttari mynd af sér.

Á eftir Billy koma börn

Leikararnir Angelina Jolie og Billy Bob Thornton voru gift á árunum 2000 til 2003 og vakti samband þeirra heimsathygli, svo innileg voru þau opinberlega. Angelina lét flúra nafn leikarans á vinstri handlegg sinn en lét síðar fjarlægja það. Síðustu ár hefur hún verið upptekin við að flúra hnit fæðingarstaða barna sinna á þennan sama handlegg.

Ástin dugði ekki að eilífu

Leikkonan Melanie Griffith fékk sér nafn þáverandi eiginmanns síns, leikarans Antonio Banderas á handlegg sinn og hjarta utan um. Það bjuggust margir við því að samband þeirra yrði eilíft en þau gengu í það heilaga árið 1996. Allt kom fyrir ekki og tæpum tveimur áratugum síðar, eða árið 2015 var gengið frá skilnaðinum. Melanie heldur hjartanu á handlegg sínum en hefur gengist undir sársaukafullar aðgerðir til að fjarlægja nafn fyrrverandi elskhugans.

Lokaði eitruðu sambandi

Kryddpían Melanie Brown, eða Mel B, byrjaði að deita framleiðandann Stephen Belafonte í febrúar 2007 og gengu þau í það heilaga í júní sama ár. Í mars tíu árum síðar sótti Mel B hins vegar um skilnað og sakaði Stephen um tilfinningalegt og líkamlegt ofbeldi í sinn garð. Kryddpían hefur gengist undir aðgerð til að fjarlægja nafn Stephens af líkama sínum, en nafnið var hluti af tilvitnun þar sem stóð að hann ætti hjarta píunnar.

„Ég vildi fjarlægja húðflúrið til að hjálpa mér að loka síðasta kaflanum í eitruðu sambandi,“ sagði Mel B í samtali við People um flúrið og bætti við:

„Þó ég hafi tekið skref í átt til að fjarlægja nafn Stephens af líkama mínum mun heimilisofbeldið alltaf fylgja mér.“

Byrjaði nýjan kafla í lífinu

Frægasta íslenska dæmið í þessum dúr er líklegast listakonan og flotþerapistinn Ellý Ármanns sem lét flúra yfir gælunafn fyrrverandi kærasta.

„Ég stend á tímamótum og ég hlakka til að byrja þennan nýja kafla í mínum lífi á þennan hátt. Ég er stressuð, en líka spennt og þakklát fyrir þennan mikla styrk sem felst í þessu flúri,“ sagði Ellý í samtali við Vísi þegar hún lét flúra Mandölu-mynstur yfir gælunafnið í desember í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.