fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“

Vynir.is
Föstudaginn 19. október 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar fórum við Aron, kærastinn minn í lestarferðalag um Evrópu. Það hefur lengi verið á „bucket-listanum” mínum svo það var mjög ánægjulegt að geta loksins látið það verða að veruleika. Eftir að við ákváðum að fara hófst mikil undirbúningsvinna. Til að byrja með þurftum við að velja áfangastaði. Við völdum París, Mílanó, Feneyjar, Munchen, Vínarborg, Búdapest, Prag, Berlín og Amsterdam.

Við vorum að ferðast á háanna tíma, til vinsælla ferðamannastaða svo helst þurfti að vera búið að panta öll hótel og íbúðir fyrirfram. Kvöldin voru löng við að plana ferðina, ég snerist alveg í hringi um hvaða hótel eða íbúðir ég ætti að panta. Ég pantaði flest allt á síðunni booking.com – en eitt af því sem ég lærði var : Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt miðað við verð – þá er það of gott til að vera satt!

Við lentum í allskonar hremmingum með hótel og íbúðir því við vorum að reyna ferðast sem ódýrast en þó án þess að vera á hosteli. Fyrsta hremmingin byrjaði strax á fyrsta áfangastað – þegar við komum til Parísar var búið að loka hótelinu. Það stóð á hurðinni –permanently closed-. Þannig að við enduðum á því að þurfa gista á hóteli sem kostaði 80.000,- krónur, tvær nætur! Rán um hábjartan dag – hótelið var 2ja stjörnu.

Mynd: Tekin í kastalagarðinum í Prag

Í Prag lentum við líka í vandræðum, en þá voru falskar myndir í auglýsingu fyrir íbúðina sem við áttum að sofa í. Þegar á staðinn var komið var íbúðin í slæmu hverfi og vændiskonur héngu fyrir utan húsið sem íbúðin var í. Það voru pöddur á baðherbergisgólfinu, svört leðja að leka út úr ískápnum, veggirnir svo þunnir að við heyrðum nágrannana tala saman og hræðilegt loft inn í íbúðinni og ekki hægt að opna glugga. Við tókum ekki í mál að gista þar í 3 nætur svo við skiptum yfir á ágætis hótel sem kostaði ekki svo mikið. En við fengum ekki endurgreitt fyrir íbúðina svo summan var orðin ágæt fyrir gististað í Prag. Aðrir gististaðir voru fínir fyrir peninginn – en skortur á loftkælingu einkenndi þó ferðina! Sveittasti mánuður lífs míns í hitabylgjunni sem var í sumar!

Lestarmiðana keyptum við á www.interrail.eu, þar er ungmennaafsláttur fyrir undir 25 ára, sem við nýttum okkur! Ekki seinna vænna þar sem ég varð 25 ára í september. Eitt sem þarf að hafa í huga þegar maður kaupir sér lestarpassa er að það þarf að panta fyrirfram sæti í frönskum og ítölskum lestum og það kostar aukalega – og ef maður er með niðurnjörfaða daga sem maður er að ferðast er gott að panta sætin með mánaðar fyrirvara. Lestar eru gríðarlega vinsæll ferðamáti á ferðamannatíma á Ítalíu og í Frakklandi svo lestarsæti eiga það til að vera uppseld ef maður er seinn á sér að panta. Annarsstaðar var lítið mál að nýta „global“ passann og hoppa upp í þá lest sem hentaði best.

Mynd: Tekin í Feneyjum

Við stoppuðum mislengi á hverjum áfangastað en oftast um 2 til 3 daga á hverjum stað. Í París, Mílanó, Feneyjum, Munchen og Prag stoppuðum við bara í tvo daga en í Vínarborg, Búdapest og Berlín stoppuðum við í 3 daga. Síðasti áfangastaður var Amsterdam og þar stoppuðum við í 4 daga. Það var mikið verkefni á köflum að skoða allt sem mann langaði að skoða í stórborg á einungis 2 til 3 dögum. Í París skoðuðum við Louvre safnið, sáum Notre dame, borðuðum snigla og skoðuðum Eiffel turninn. Í Feneyjum fórum við á gandóla, viltumst (það er ekki erfitt þar), borðuðum meiri pizzu, nutum sjarma eyjanna og upplifðum mestu þrumur og eldingar sem við höfðum nokkurn tíman orðið vitni af. Næst lá leiðin til Þýskalands, til Munchen. Þar labbaði ég út af lestarstöðinni og leið eins og ég væri komin heim. Við vorum á geggjuðu hóteli og það er eitthvað við Þýskaland, það er eitthvað svo…. UBER ALLES. Maturinn, fólkið.. bílarnir. Ég var alveg heilluð! Við skoðuðum BMW safnið, fórum í bjórgarð og horfðum á fótboltaleik, borðuðum carrywurst og pretzel.

Mynd: Tekin í bjórgarði í Munchen

Í Budapest hittum við svo ömmu hans Arons sem þekkir borgina vel. Verðlagið í Búdapest er geggjað! Þar nutum við þess að versla okkur flottar vörur á lítinn pening. Ef þið eruð að leita ykkur að borg til að versla jólagjafirnar – þá mæli ég með Búdapest! Borgin býður upp á endalausa möguleika og fegurð – ekki skemmir fyrir hvað allt er ódýrt. Við fórum í böðin í Búdapest og fengum æðislegt nudd. Veðrið var mjög gott og nuddararnir flinkir. Daginn eftir fórum við svo á „gun-range.“ Það var sturlað!! Við fengum að skjóta úr 12 mismunandi byssum og adrenalínið maður, VÁ. Staðurinn sem við fórum á hét : Celeritas shooting club. Mæli mjög mikið með!

Mynd: Tekin á gun-range í Búdapest

Ég var líka alveg heilluð af Berlín, líkt og Munchen. Ég elskaði að geta bjargað mér á tungumálinu! Það er algjör „game-changer“ þegar maður er að ferðast. Í Berlín prufuðum við Hot Rod bíla. Það eru í rauninni go cart bílar sem maður fer og keyrir með leiðsögumanni í gegnum helstu staði í borginni – með almennri umferð! Þetta var svo skemmtilegt! Ég ætla ekkert að skafa af því hvað þetta var algjörlega þess virði. Þvílík adrenalín bomba og skemmtileg leið til að sjá sem mest af borginni á stuttum tíma. Berlin er mjög söguleg borg og margt að skoða, við hefðum léttilega getað verið í viku þarna, þetta er æðisleg borg. Mæli með!

Mynd: Tekin í Hot Rod bílunum í Berlín

Þá er ég búin að stikla á stóru með ferðina. Við komum heim reynslunni ríkari! Þetta er klárlega það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífi mínu. En ef ég gæti gefið interrailurum framtíðarinnar ráð þá myndi ég gefa það ráð að fara ekki í svona stórt ferðalag á mesta ferðamannatímanum. Frekar fyrir eða eftir það. Apríl / maí eða september/október. Það hefði verið mjög gaman að geta spilað meira eftir eyranu og panta gistingar án fyrirvara.

Færslan er skrifuð af Svandísi Þóru og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.