fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 19. október 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Már / Ljósmynd: Sandra Karen Káradóttir

Það er oft talað um það að tvíburar hafi sérstaka tengingu sín á milli sem annað fólk á erfitt með að skilja. Engan skal undra þessa sérstöku tengingu, hvað þá ef tvíburarnir eru eineggja en þegar það gerist verða tvíburarnir til úr nákvæmlega sama erfðaefninu. Einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru þess vegna að miklu leyti eins.

Tvíburarnir Arnar Már og Ragnar Örn Ottóssynir eru báðir virkilega lífsglaðir, jákvæðir og hressir. Þeir hafa ávallt verið góðir vinir og í kringum þá er alltaf stutt í hláturinn.

Það var því ekki einfalt mál þegar Arnar, sem er að læra markþjálfun við Háskólann í Reykjavík, ætlaði að taka alvarlegt viðtal við Ragnar bróður sinn.

„Gleðin tekur alltaf yfir hjá okkur, sama hversu mikilvægt málefnið er, eða alvarlegt,“ segir Arnar í samtali við Bleikt.

Arnar ætlaði að taka viðtalið upp til þess að geta farið yfir það síðar en sama hvað bræðurnir reyndu þá tókst þeim ekki að halda andliti í gegnum samtalið.

„Þetta var skrautlegt alla leið. Við bara gátum ekki klárað samtalið.“

Arnar gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að birta myndbandið sem hann deildi á Facebook síðu sinni af þeim bræðrum. Myndbandið er sprenghlægilegt og erfitt er að halda inni í sér hlátrinum við það að horfa á þá tvo reyna að halda andliti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.