fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Elísa kölluð belja í dagbók Fenris: „Illkvendið færði sig aldeilis upp á skaftið í dag“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísa Elínar og fjölskylda fengu sér hund af tegundinni Alaskan Malamute fyrir fimm mánuðum síðan. Hundurinn, sem heitir Fenrir er í dag sjö mánaða gamall og tók fjölskyldan einnig við systur hans, Freyju á dögunum.

Elísa tók upp á því að skrifa „dagbókarfærslur“ fyrir Fenrir sem hafa slegið í gegn á Hundasamfélaginu. Í dagbók Fenris skrifar Elísa hlutina sem fjölskyldan gerir saman frá hans sjónarhorni en samkvæmt honum eru eigendur hennar hinir verstu harðstjórar sem leyfa honum ekki að komast upp með hvað sem er.

„Þeir sem þekkja okkur vita að það rennur ekki blóðið í Fenri. Hann er svo ljúfur og yndislegur við alla þannig að „dagbókarfærslurnar“ stangast alveg á við hann,“ segir Elísa í samtali við Bleikt.

Fenrir og beikonið

„Eins ofdekra ég hann í döðlur og ég myndi aldrei beita barn né dýrum ofbeldi, bara svona svo ég takið það fram og fólk taki mig ekki of alvarlega. Það eru einhverjir sem hafa ekki fattað djókinn og skilja ekki afhverju ég er svona neikvæð,“ segir Elísa hlæjandi.

Elísa gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að birta nokkrar „dagbókarfærslur“ frá Fenri en í þeim kallar hún sjálfa sig beljuna. Færslurnar eru hverri annari skemmtilegri og ættu margir gæludýraeigendur að geta tengt við líf fjölskyldunnar:

„Kæra dagbók, alltaf skal beljan velja nýjar pyntingar. Um daginn var hún með þetta beikon í matinn fyrir familiuna, sem ég er greinilega enginn hluti af. Ég sat hjá og reyndi að fylgjast með að öllum liði vel – nei haldiði þá ekki að ég sé sakaður um að SNÍKJA??! Eins og meðfylgjandi mynd sýnir hef ég bara engann áhuga á neinu sem kemur af pönnunni hjá henni. Ekki sonur hennar heldur því það endar flest allt á gólfinu.” – Ykkar illa haldni og glorhungraði Fenrir.

°

„Kæra dagbók, illkvendið færði sig aldeilis upp á skaftið í dag. Mér var troðið í eitthvað reipi sem kallast beisli og ég látinn draga blessuðu beljuna heila 5 km. Greinilega því hún kemst ekki úr stað sjálf ?. Í göngunni voru 2 píur sem hún VEIT að ég er að reyna heilla en fékk ekki að koma nálægt þeim. Ég mátti hvergi stoppa og merkja, ef ég tók skarpar beygjur fyrir barnakerruna var svoleiðis æpt á mig. Við rákumst á þónokkra tvífætlinga og ekki einum þeirra datt í hug að skera mig lausan?? Í lokin heyrði ég útundan mér að ég ætti að fá skærbleikt beisli „því það er svo krúttlegt”… Svo um kvöldið fer hún með soninn út að fagna þessum kvölum mínum, ég var að sjálfsögðu ekki með enda er ég álíka vinsæll á þessu heimili eins og lekandi. Á myndinni má sjá að ég fèkk góðan vatnsopa í lokin sem ANNAR eigandi var með. Hún auðvitað „gleymdi” að ég þarf vatn eins og aðrar lífverur. -Þangað til næst, Fenrir

°

„Kæra dagbók, alltaf verð ég hissa á þeim pyntingum sem nasista nautið býður uppá. Hún ákvað að gera þær á almannafæri í dag í nafni „stórhundasýningar”. Ég hefði átt að vita að eitthvað væri í gangi þegar skepnan byrjaði að tússa á sér smettið, alveg sama hvað hún hefði málað sig mikið þá felur það ekki hennar innri mann. Gæti líkt henni við trúðnum sem býr í skolp lögnunum og étur börn. Ég fór auðvitað aðframkominn af sulti, hafði ekki borðað síðan um morguninn. Nei þá býður hún fólki að gefa mér litla skammta af pylsum sem einhversskonar skemmtun. Ég var á barmi þess að deyja úr næringarskorti, heyrandi beljuna státa sig af hve vel hún hefði pyntað mig til hlýðni og hélt ég myndi kafna þegar hún fór að gefa ráð um hvernig er best að ala upp hunda. Mér var hótað limlestingum á kynfærum mínum (vera geldur) ef ég hagaði mér ekki svo auðvitað brosti ég í gegnum tárin. Þrátt fyrir góða hegðun fékk ég ekki að fara með í matarboðið þar sem lambalæri og meððí er á boðstólum…” – Fenrir

°

„Kæra dagbók, ég á ekki sjö dagana sæla á þessu geðveikrahæli. Í morgun var ég færður í fagmanns hendur til pyntinga. Þar var mér svoleiðis fleygt í stálkar og ég smúlaður frá toppi til táar. Ekki nóg með það þá nudduðu þau einhverskonar efni á mig allan sem ég hef ályktað að sé blásýra. Létu mig svo þola einskonar loft pyntingar en þá blésu þau upp allan feldinn minn og tættu í leiðinni. Klærnar mínar styttar til að hindra að þetta væri jafn slagur. Ég spangólaði svo heyrðist útá land en allt kom fyrir ekki. Svo mætir ljósdrappaða beljan að sækja mig með bros útað eyrum og þakkar kærlega fyrir „dekrið”?? Ég hef mig hægan núna svo þetta verði ekki vikulegt…. eigandi minn er 1/4 þjóðverji – þið lesið það sem þið viljið úr því.” -Fenrir

°

„Kæra dagbók, ég hef verið í stanslausri baráttu við beljuna útaf vatna pyntingum hennar. Hún sem sagt neyðir kálfinn (son sinn) í sjóðandi heitt bað með sér á hverju kvöldi, sem ég mótmæli með háværu spangóli. Í gærmorgun kveikti hún á sturtunni og ég gat ekki hugsað mér að hún myndi byrja daginn á að kvelja barnið svo ég fylgdist ötull með við hliðina á henni. Síðan gýs upp þessi rosalega skítalykt svo ég ósjálfrátt sný mér við og enda með nefið í afturenda beljunnar og hún æpir „FENRIR VÆRI ÞÈR SAMA?!” Ég veit ekki hvaðan hún fær þá bjartsýni að ég hafi, að eigin frumkvæði, hinn minnsta áhuga á hennar óæðri enda. Ekki að hinn endinn sé eitthvað skárri svo sem. Ég er enn að reyna að stúdera vatnstankinn svo ég geti stoppað þessa þvælu.” -Fenrir

„Ps. Þetta er sem sagt minn afturendi á myndinni, hennar myndi ekki myndast nógu vel. Ég á ekki panorama myndavél.”

°

„Kæra dagbók, í tilefni þess að ég á 7 mánaða afmæli hélt ég að hér yrði slegin upp veisla og gúrmelaði. Heldur betur ekki. Í fyrradag var ég neyddur til að vera úti nánast allt kvöldið því beljan var að gera upp herbergi. Auðvitað ekki handa mér. Mér var dýft í vatnið á Geirsnefi þann dag og svo hent öfugum út til að frjósa, er orðinn nokkuð viss um að ég sé með lungnabólgu þar sem ég hnerraði tvisvar í dag. Ég fékk fyrir Guðs náð að fara á nefið seinnipartinn i dag til að gleðjast með vinum en enda sem barnapía ofan í drullupolli með kálfnum hennar – hún mátti ekkert vera að því að sinna okkur á neinn hátt. Svo rífur hún í eyrun á mer og öskrar í þau bæði samtímis að ég sé drulluskítugur. Geðheilsan mín varð eftir í þessum drullupolli og hef ég því ákveðið að leggjast í þunglyndi og sofa það sem eftir er af þessu kvöldi.” -Fenrir

°

„Elsku vinir, oft er þörf en nú er nauðsyn. Þar sem litla fjölskyldan okkar stækkaði óvænt síðustu helgi verð ég að viðurkenna að mér er um megn. Það er því með gleð… hryggð í hjarta sem við þurfum að láta einn af fjölskyldunni frá okkur. Belja fæst gefins gegn því að vera sótt. Erfitt að segja til um aldur en hún grætur oft í sturtu útaf einhverju uppkomandi „fertugsaldur”. Kálfur getur fylgt fyrir gott tilboð en hann er annars fínn hér heima. Litur er oftast gráfölur, bláir baugar og mikið tættur feldur á toppstykkinu. Heimili með engum öðrum lífverum er æskilegast. Ef ekkert heimili finnst verður henni lógað í vikunni þannig ekkert flýta ykkur að svara. Ógeld og með mikið aggression varðandi nánast allt.“ -Fenrir

°

„Já góðan daginn, Fenrir heiti ég og á tíma klukkan 12. Ég er með belju sem þarf að gelda, lagast skapið við það? Mun hún þyngjast? Já hún hefur fengið að eiga einn kálf.” – Fenrir

Við á Bleikt hlökkum til að fylgjast áfram með ævintýrum Fenris og fjölskyldu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Veskið áfram galopið í Vesturbæ ef góður biti er í boði

Veskið áfram galopið í Vesturbæ ef góður biti er í boði
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Risastór sléttuúlfur reyndist vera gráúlfur – Hurfu af sjónarsviðinu fyrir 100 árum

Risastór sléttuúlfur reyndist vera gráúlfur – Hurfu af sjónarsviðinu fyrir 100 árum
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“