fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

7 hlutir fyrir pör sem vilja bæta sambandið

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 18. október 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítrekaðar rómantískar athafnir og tilburðamiklar Instagram eða Facebook ástarjátningar eru ekki endilega það mikilvægasta fyrir sterk og hamingjusöm sambönd.

Það eru frekar litlu einföldu hlutirnir sem við leggjum í vana okkar. Eins og það að fá nægan svefn, kyssa makann bæði þegar við hittumst og kveðjumst og fleiri litlir hlutir.

Hér fyrir neðan má sjá lista sem HuffPost tók saman frá hjónabandsráðgjöfum um það hvað sé mikilvægt að gera og getur skipt sköpum í sambandi þínu:

  1. Passaðu þig að fá góðan svefn..

Okkur líður ekki vel og erum ekki upp á okkar besta þegar við erum þreytt. Svefnleysi gerir okkur skapvond, styttir þráðinn og við eigum erfitt með að halda fókus. Það er því mikilvægt að næla sér í góðan svefn – þegar þú getur – svefninn hefur áhrif á skap okkar og líðan og lætur okkur vera betri og elskulegri makar.

„Sama hvað er í gangi í sambandi fólks þá á svefn alltaf að vera númer eitt. Jafnvel á undan kynlífi,“ segir sálfræðingurinn og kynlífsráðgjafinn Shannon Chavez.

Það sem er lang best er þegar pör fara á sama tíma upp í rúm. Það gefur þeim tíma til þess að vera náin hvort öðru rétt áður en þau fara að sofa, sama hvort um kúr eða kynlíf sé að ræða.

  1. Gerið hugulsama hluti fyrir hvort annað, bara af því að..

Lítil góðverk sýna maka þínum að hann skipti þig máli. Það þarf ekki alltaf að vera með eitthvað stórt skipulagt. Bara það að útbúa kaffi handa konunni þinni á morgnanna, skilja eftir lítið ástarbréf á náttborðinu eða að koma eiginmanninum á óvart með uppáhalds matnum segir svo mikið.

  1. Hælið hvort öðru og þakkið hvort öðru fyrir..

Þegar við erum föst í rútínu er auðvelt að gleyma sér og taka því sem maki okkar gerir sem sjálfsögðum hlut. Stundum gleymum við að þakka þeim fyrir. Oft segjum við „takk elskan“ og höldum svo áfram með daginn okkar. En það er gott að taka það fram við maka okkar fyrir hvað við erum þakklát.

Það sama á við um þá jákvæðu hluti sem við hugsum um maka okkar en segjum ekki alltaf upphátt. Næst þegar þú manst eftir því, segðu þá til dæmis við maka þinn „Ég er mjög ánægð með þetta ráð, það var hjálplegt og mér finnst þú klár.

  1. Ekki gleyma að faðmast og kyssast..

Líkamleg snerting er mikilvæg í samböndum. Það þýðir ekki að þið þurfið að hoppa upp í rúm í hvert skipti sem þið snertið hvort annað en lítið snerting hér og þar mun halda neistanum gangandi. Sambandsráðgjafinn John Gottman mælir með því að öll pör taki sér að minnsta kosti einu sinni á dag koss sem endist í sex sekúndur eða meira.

  1. Biddu maka þinn afsökunar þegar þú hefur gert mistök..

Það er stundum erfitt að viðurkenna það að við höfum gert eitthvað rangt. En að biðjast afsökunar og meina það í raun og veru gerir sambandinu gott. (Já og afsökunarbeiðni sem hljómar á þessa leið „Fyrirgefðu ef þér líður svona, en…“ Virkar ekki.) Að biðjast afsökunnar á mistökum eða rifrildum skiptir miklu máli og hjálpar sambandinu að komast yfir erfiðleika.

  1. Biddu um það sem þú vilt í staðin fyrir að kenna makanum þínum um að gefa þér það ekki..

Sálfræðingurinn Elisabeth J. LaMotte segir að eitt af því mikilvægasta sem hún ráðleggur skjólstæðingum sínum sé að sleppa orðinu „þú“ og breyta því í „ég“. En hvað þýðir það?

Í staðin fyrir að segja „Þér þykir greinilega vænna um vinnuna þína heldur en mig“ segðu þá „Þegar þú ert að fara yfir vinnuna þína á kvöldin þá er ég einmana og leið“.

  1. Ákveðið tíma þar sem þið getið átt raunverulegar samræður..

Þegar það er mikið að gera þá er auðvelt að gleyma sér í öllum þeim verkefnum sem við þurfum að sinna. Það er mikilvægt að taka tíma fyrir maka sinn til þess að eiga innilegar samræður. Ekki bara um hvað þarf að kaupa í búðinni eða hvernig krökkunum gangi í skólanum. Það er líka gott fyrir pör að setjast reglulega niður og ræða fjármálin – það er að segja áður en þau eru komin í slæma stöðu. Það getur komið í veg fyrir rifrildi vegna þeirra seinna meir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir