fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

5 leiðir sem hjálpa þér að auka sjálfstraustið

Mæður.com
Fimmtudaginn 18. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óöryggi er eitthvað sem allir takast á við einhvern tímann, hvort það sé tengt útliti, persónuleika, gáfum eða öðru og það ýtir sjálfstraustinu niður.

Ég þóttist vera með mikið sjálfstraust á tíma og hugsaði alltaf í leiðinni „já ég fæddist bara ljót og sætti mig við það.“ Nei! Þarna var ég að tala illa til mín þótt ég hafi verið búin að „sættast“ við það að vera bara „ljót“ og vegna þess leið mér alltaf verr og verr með útlitið mitt og varð rosalega óörugg og meðvituð um allt sem mér þótti ljótt við sjálfa mig.

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum ráðum sem hafa hjálpað mér, þetta er ekki einhver töfralausn ég á mína slæma daga eins og allir eiga, en þetta hefur samt hjálpað mér að hætta að vera leiðinleg við sjálfa mig og hjálpað mér að vera örugg með sjálfa mig, hvort það sé útlit, kringum ókunnugt fólk eða vinnu.

  1. Sjálfsást

Já, lærðu að elska sjálfa þig, talaðu fallega til þín og reyndu að ýta þessum „æj þú ert svo ljót í dag, þú kannt þetta ekkert, hvað heldurðu að þú sért“ hugsunum í BURTU. Einblíndu frekar á að hrósa sjálfri þér, þú ert flott manneskja og þú getur allt.
Þegar þú vaknar á morgnanna segðu við sjálfa þig „Ég er svo með þetta“ og labbaðu út með sjálfstraustið.

  1. Hrós

Ég þekki það manna best að hunsa öll hrós sem ég fæ, ég hlæ vandræðalega, hugsa „wtf“ og segi eitthvað asnalegt. Hættu því, taktu hrósinu og segðu takk! Þú átt skilið þetta hrós.

  1. Hrósaðu öðrum

Já hrósaðu á móti, mér líður vel þegar ég hrósa fólki og það bætir daginn minn að sjá að hrósið gerði gott fyrir einstaklinginn. Það er nefnilega erfitt fyrir marga að hrósa öðru fólki, en þegar þú byrjar þá muntu finna að öryggið stækkar hjá þér.

  1. Einblíndu á styrkleika þína

Það er svo mikilvægt fyrir okkur að sjá hverjir styrkleikar okkar eru og þegar þú finnur þína styrkleika einblíndu á þá og notaðu þá! Þeir verða þá sterkari og sterkari og þú öruggari og með meira sjálfstraust.

  1. Taktu frumkvæðið

Já, ef það er sætur strákur/sæt stelpa sem þér lýst vel á, labbaðu að manneskjunni og talaðu við hana, bjóddu henni a deit! Eða ef þú ert i nýrri vinnu, talaðu við samstarfsmenn þína, ég veit að það er erfitt en þegar þú byrjar þá er þetta ekkert mál.

Ég hef líka verið feimna týpan en þegar ég byrjaði að hugsa „segðu þetta bara, gerðu þetta bara, þetta er ekkert mál“ þá minnkaði feimnin og ég varð öruggari með sjálfa mig. Ég veit að það er erfitt þegar sjálfstraustið er lítið sem ekkert en þá bara fake it til you make it, ýttu sjálfri þér áfram!

Færslan er skrifuð af Gunni Björnsdóttur og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.