fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Bleikt

Agnes varar fólk við: Íslendingar eiga það til að segja þetta reddast – Það er ekki svo einfalt á Ed Sheeran tónleikum

Vynir.is
Miðvikudaginn 17. október 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun árs ákváðum við karlinn minn að fara saman til Amsterdam um sumarið að sjá Ed Sheeran sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Við vorum frekar sein í því að kaupa miða en Óli fann miða og borgaði um 60 þúsund krónur fyrir 2 miða. Okkur var nú alveg sama um þessa upphæð því okkur langaði svo að fara að sjá Ed Sheeran.

Agnes ásamt kærasta sínum

Í framhaldi af kaupum miðanna fengum við póst frá fyrirtækinu sem heitir viagogo, þar var okkur tilkynnt að það skipti engu máli þó svo nöfnin okkar væru ekki á miðunum, að þetta væru full gildir miðar.

Meinaður aðgangur að tónleikunum

Eftir langa bið og mikla spennu förum við loksins til Amsterdam, bæði orðin alveg vel peppuð fyrir tónleikunum, enda búin að bíða í nokkra mánuði eftir þeim.

Fyrsti dagurinn fór í skoða sig um og meðtaka það að vera komin úr 7° í 27°.

Næsta dag voru tónleikarnir. Við fórum og verslunum okkur föt sem hægt var að anda í og svo var farið upp á hótel að gera sig sætan. Ferðinni var svo haldið að hitta Eddan okkar.

Það næsta sem gerðist var svo eitthvað sem okkur hefði aldrei dottið í hug.
Okkur var meinaður aðgangur á tónleikana því nöfn okkar voru ekki á miðanum. Við áttum e-mail þar sem okkur var sagt að það skipti engu máli, en svo var ekki.

Við tók heljarinnar stress á meðan við biðum eftir því að einhver kæmi að reyna að aðstoða okkur og reyna að finna út úr þessu. Við náðum svo tali af konu sem var að vinna hjá ticketmaster.com og hún sagði okkur að því miður væri ekkert sem hægt væri að gera annað en að kaupa nýja miða. Þetta væru strangar reglur á tónleikum hjá Ed Sheeran. Hann vill hafa þetta svona svo það séu ekki einstaklingar eða fyrirtæki að kaupa fullt af miðum á tónleikana hans og okra svo á öðrum.

Langaði að gráta

Þegar hún lauk setningunni hlupum við af stað, því hún sagði að það væru einhverjir miðar eftir í miðasölunni, ég held ég hafi aldrei verið jafn stressuð á ævinni. Ég var að reyna allt til að halda kúlinu en innst inni langaði mig að fara að hágráta, ég var svo svekkt að hafa komið alla þessa leið að sjá uppáhalds söngvarann minn og vera ekki viss um að fá nýjan miða.

Í röðinni að kaupa miða voru helling af fólki sem hafði lent í nákvæmlega sama aðilanum viagogo sem hafði svindlað á þeim og allir borguðu mikið meira en miðarnir áttu í raun að kosta. Eftir 20-30 mínútur kom röðin loksins að okkur í miðasölunni og við fengum miða, þeir kostuðu 20 þúsund.

Við borguðum þá samtals 80 þúsund fyrir okkur tvö á tónleikana, það var klárlega þess virði en drullu svekkjandi að tapa 60 þúsund kalli.

Ég á erfitt með að lýsa tilfinningunni í orðum hvernig mér leið þegar miðarnir voru komnir í hendurnar á mér bara vááá!

Vill vara Íslendinga við

Þetta voru flottustu og skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á þetta var upplifun sem mun aldrei gleymast.

Með þessari færslu vonast ég eftir að ná til sem flestra sem eru að fara á tónleikana hans í ágúst.
Það er alls ekki gaman að lenda í því sama og við.

Gæslan er mjög ströng á tónleikum Ed sheerans og það fer enginn inn á tónleikana án þess að vera með miða sem er merktur þér eða einhverjum sem er með þér að labba inn á tónleikana.

Þetta var tekið skýrt fram í miðasölunni þegar hún fór í gang fyrir tónleikana hans á Íslandi, en Íslendingar eiga það til að segja bara „fokk it“ þetta reddast. Það er ekki svo einfalt á Ed Sheeran tónleikum.

Færslan er skrifuð af Agnesi og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“

Fór í fitusog 12 ára gamall: „Þetta er rót allrar depurðar minnar“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn

Móðir tók ótrúlegar myndir þegar hún fæddi son sinn
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð

Þetta er ástæðan fyrir því að konur eru pirraðar: Allar þessar buxur eru í sömu stærð
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Irpa Fönn hefur sent syni sínum tölvupóst síðustu ár: „Á 18 ára afmælisdaginn hans verður þetta gjöf frá mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.