fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Þessir hlutir gengu upprunalega undir öðru nafni en við könnumst við

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 16. október 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar við höfum verið kynnt fyrir einhverju, hvort sem það er þáttaröð, bíómynd, drykkur eða jafnvel einstaklingur þá er erfitt að ímynda sér að viðkomandi einstaklingur eða hlutur hafi upprunalega átt að heita öðru nafni í raun og veru.

En það er þó oft þannig að á síðustu stundu hefur verið ákveðið að breyta nafni á bíómynd, þekktum veitingastöðum og öðru kunnuglegu. Hverjum hefði til dæmis dottið í hug að þættirnir Friends áttu í raun og veru að heita Six of one? Líklega engum.

Það er því virkilega skemmtilegt að fara yfir lista sem að Bored Panda tók saman af hinum ýmsu hlutum sem áttu að heita eitthvað allt annað í upphafi:

Hljómsveitin Pink Floyd átti að heita Screaming Abdabs

Bíómyndin The Breakfast Club átti upprunalega að heita The Lunch Bunch

Tímaritið Playboy átti fyrst að heita Stag Party

Bíómyndin Pretty Woman átti upprunalega að heita 3,000

Bíómyndin Back to the Future átti að heita Spaceman From Pluto

Teiknimyndin Lion King hét fyrst The King Of The Jungle

Hljómsveitin Limp Bizkit átti upprunalega að heita Blood Fart

Vöfflurnar frægu sem 11 borðaði svo vel af hétu í nokkur ár Froffles

Eitt vinsælasta app heimsins í dag Snapchat átti að heita Pictaboo

Hanna Montana sem leikin var af Miley Cyrus átti fyrst að heita Alexis Texas

Þættirnir New Girl hétu fyrst Chicks And D*cks en sjónvarpsstöðin Fox bað framleiðendur þáttana um að breyta nafninu

Vefsíðan vinsæla Yahoo! hefði líklega ekki orðið jafn þekkt ef hún hefði borið upprunalegt nafn: Jerry And David’s Guide To The World Wide Web

Nei, hættu nú alveg! Þáttaröðin Big Bang Theory átti að heita Lenny, Penny and Kenny

Jú,jú. Powerpuff Girls átti að heita Whoopass Girls

Hann Mikki, nokkur mús eða Mickey Mouse eins og hann heitir á sínu upprunalega tungumáli átti að heita Mortimer

Mr. Bean hefði kannski ekki orðið jafn þekktur ef hann hefði haldið nafninu Mr. Cauliflower

Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Six Of One í staðin fyrir Friends. Hvað voru þau að hugsa?

Ætli Queen hefður orðið jafn vinsælir ef þeir hefðu haldið sig við sitt upprunalega nafn, Smile?

Það er spurning hvort við hefðum fundið eitthvað ef Google hefði haldið sig við nafnið BackRub

Drykkurinn Brad’s drink hefði líklega ekki orðið jafn vinsæll og Pepsi

Eitt þekktasta íþróttavörumerki heims Nike, átti að heita Blue Ribbon Sports

Bósi Ljósár eða Buzz Lightyear gekk undir nafninu Lunar Larry

Hljómsveitin Coldplay hefði líklega gert jafn góða hluti þrátt fyrir að þeir hefðu kallað sig Starfish

Svampur Sveinsson, eða Spongebob Squarepants átti upprunalega að heita Spongeboy

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.