fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Förðun hjálpar Ingibjörgu að takast á við kvíða: „Það er þetta frelsi, ég get orðið hver sem er“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Eyfjörð er tuttugu og sjö ára gömul, gift, tveggja barna móðir sem er búsett í Mývatnssveit. Undanfarið hefur Ingibjörg vakið athygli á samfélagsmiðlinum Instagram fyrir óhefðbundnar farðanir sínar. Farðanir Ingibjargar eru virkilega flottar og fylgir hún engum „reglum“ þegar hún tekur förðunarburstann upp. Það var ekki fyrr en fyrir um tveimur árum síðan sem Ingibjörg fór að prófa sig áfram með mismunandi farðanir og þrátt fyrir mikla hæfileika á sviðinu þá hefur Ingibjörg aldrei gengið í förðunarnám.

„Það var ekki fyrr en fyrir svona tveimur árum síðan ég fór að prófa mig áfram. Þar til þá var stór „winged eyeliner“ og risa stór augnhár það sem ég gerði. Síðan fór ég að kynnast hinum ýmsu merkjum og sá að möguleikarnir eru endalausir. Síðan þá hef ég ekki getað hætt. Hins vegar byrjaði ég ekki að sýna öðrum farðanirnar mínar fyrr en fyrir svona hálfu ári síðan,“ segir Ingibjörg í viðtali við Bleikt.

Förðunin hjálpa Ingibjörgu að kljást við kvíða

Ingibjörg er sem stendur í veikindaleyfi frá vinnu vegna mikils kvíða og þunglyndis og segir hún það að setjast niður með förðunarburstana hjálpa sér gríðarlega í því að jafna sig á því.

„Það er þetta frelsi, ég get orðið hver sem er þegar ég mála mig. Mér finnst magnað hvað andlitið breytist með mismunandi förðunum, litum og skyggingu. Á þessum tímapunkti í lífi mínu er samt mikilvægast fyrir mig hvað mér finnst þetta róandi. Ég glími við mikinn kvíða og þynglyndi eins og stendur en þegar ég sest í stólinn við snyrtiborðið mitt er eins og allt detti út. Ég einbeiti mér bara að burstunum mínum og að förðuninni. Ég trúi því að þetta sé að hjálpa mér mun meira en fólk geti gert sér í hugarlund og ég er svo heppin að hafa yndislegt fyrirtæki á bak við mig sem styður mig og gerir mér kleift að gera allt sem ég geri, ég er endalaust þakklát fyrir það.“

Möguleikarnir endalausir

Aðspurð um óhefðbundnar farðanir og hvað það sé sem hvetji Ingibjörgu áfram segist hún ávalt hafa mikla sköpunargleði og að förðun hennar sé ein útrás af henni.

„Auðvitað eins og ég sagði áðan þá eru möguleikarnir endalausir. Það er svo margt sem maður getur gert. Hvernig mér líður, hvaða liti ég heillast að hverju sinni, allt. Formin, mismunandi línur, líma hluti við andlitið á mér til þess að ná hinu fullkomna „look-i“. Þetta er allt ákveðið listform og mér finnst svo ótrúlega gaman að geta notað andlitið á mér og jafnvel líkamann til þess að tjá mig á þennan hátt.“

Segist Ingibjörg eyða miklum tíma í það að skoða mismunandi förðunarfræðinga, merki og farðanir á netinu og að innblástur hennar komi alls staðar frá.

„Stundum bara frá einhverju sem ég geri í mínu daglega lífi. Stundum skipulegg ég „look-in“ mín með margra daga fyrirvara en yfirleitt sest ég bara niður og byrja, veit ekkert hvernig það endar. Stundum er það frábært, stundum ekki.“

Þetta á að vera gaman

Eins og fyrr sagði hefur Ingibjörg aldrei lært förðun en hefur hún mikinn áhuga á því.

„Mig langar alveg ofboðslega mikið að læra förðun og mun líklega skella mér í það einn daginn. En þar sem ég er svolítið langt frá öllum skólum get ég ekki beint hoppað fram og til baka. Draumurinn er að læra SFX og Fantasy förðun. Málið er að förðun getur verið allskonar. Það eru engar reglur, engin box eða rétt eða röng leið í förðun og það er yndislegt að upplifa það að geta gert hvað sem er. Fólk á að gera það sem það vill og nota það sem þau geta til þess. Það fæðist engin fullkominn í einhverju og það þurfa allir að byrja einhvers staðar. Ef fólk æfir sig oft og mikið þá verður það fljótlega betra. En umfram allt þá á þetta að vera gaman, það er bara staðreynd eins klisjukennt og það hljómar.“

Ingibjörg segist einnig virkilega þakklát þeim sem taka sér tíma til þess að skoða farðanir hennar og fylgja henni á Instagram.

„Það gerir þetta allt svo mikið skemmtilegra.“

Hægt er að fylgjast með Ingibjörgu á Instagram hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.