fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjört er tuttugu og fjögurra ára gömul og ólíkt mörgum jafnöldrum hennar tók hún ákvörðun fyrir tæplega tveimur mánuðum síðan að hætta neyslu allra vímuefna. Dagbjört hafði misboðið sjálfri sér í mörg ár og ákvað hún að binda endi á það líferni sem hún hafði valið fyrir sjálfa sig of lengi að eigin sögn.

„Ég flutti frá bænum til Akureyrar fyrir um tveimur mánuðum síðan og hef verið allsgáð í þann tíma. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég ákvað að binda hnút á lífernið sem ég valdi svo lengi minnir mig á útblásna blöðru sem sprakk. Ég var búin að misbjóða æðra sjálfinu, það sem veit betur, veit hvað er best fyrir mig að gera. Ég misbauð því ítrekað í gegnum öll þessi ár og ég fékk endanlega nóg af því,“ segir Dagbjört Rúriksdóttir í viðtali við Bleikt.

Byrjaði sakleysislega en endaði í áföllum

Neysla Dagbjartar byrjaði mjög sakleysislega en því lengra sem á leið fóru hlutirnir að fara úr böndunum og vanlíðanin jókst.

„Tveir, þrír Brezzerar á busaballinu í menntó. Mér fannst ég svo svöl að drekka þessa drykki sem fljótt breyttust í barnasafa fyrir mér. Þá tóku sterkari drykkir við og meira magn. Árin liðu, djammviskubitin jukust og áföllin með því. Áföll sem ég olli sjálfri mér og sem aðrir ollu mér. Áföll sem ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að eiga við og fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi. Ég drakk að minnsta kosti þrjár til fjórar helgar í mánuði og ég hafði mikla áráttuhugsun fyrir komandi helgum, allt þar til leið að þeim. Mér fannst lífið ekki nógu skemmtilegt fyrr en ég fékk mér í glas því ég var of föst í því að deyfa mig í staðinn fyrir að reyna að lækna mig.“

Dagbjört með kærasta sínum Gísla Mána Rósuson

Dagbjört fór ekki í meðferð þegar hún ákvað að hætta drykkju sinni heldur tók hún sjálfstæða ákvörðun um að vera allsgáð öllum stundum.

„Þetta var eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert án meðferðar og ég er stolt af mér fyrir það. Einn af mínum bestu vinum er í AA og hefur hann mælt með því að ég kíki á fundi sem er klárlega eitthvað sem ég ætla að gera. Það að byrja upp á nýtt á nýjum stað með ekkert nema góðan félagsskap og góð áhrif hjálpaði mér mikið. Ég elti ástina hingað til Akureyrar og kærasti minn er það yndislegasta sem hefur komið fyrir mig. Hann hefur verið mjög stuðningsríkur sem hjálpar mikið. Ástkær móðir mín og annar yndislegur vinur hafa einnig sýnt mér mikinn styrk og kærleik og ég veit hreinlega ekki hvar ég væri án þeirra allra.“

Mikilvægt að elska sig nógu mikið til þess að hætta að eitra fyrir sér

Þrátt fyrir mikinn stuðning frá nákomnum segir Dagbjört mikilvægast að átta sig á því að ákvörðunin er tekin fyrst og fremst fyrir hana sjálfa.

„Það er mikilvægast að vera allsgáður fyrst og fremst fyrir sjálfan þig. Finna fyrir æðra sjálfinu, hjartanu þínu og væntumþykjunni til sjálfs síns. Að elska sig nógu mikið til þess að hætta að eitra fyrir þér eða jafnvel koma þér í aðstæður þar sem aðrir eitra fyrir þér, líkamlega og/eða andlega, þó það sé að sjálfsögðu á þeirra ábyrgð. Ég fæ mér frekar eitthvað girnilegt eða gott í staðinn fyrir áfengi. Í staðin fyrir að vera úti í horni með vatnsglas þá fæ ég mér óáfengan kokteil eða góðan engifer „bjór“. Það hjálpar mér líka.“

Dagbjört viðurkennir að vegferð hennar undanfarna tvo mánuði hafi ekki alltaf gengið eins og dans á rósum og að á tímum hafi henni leiðst mikið.

„Ég viðurkenni það alveg að mér hefur leiðst á tímum og langað í hvítvíns- eða rauðvínsglas með matnum. En málið er það að ef ég segi já við saklausu hlið áfengis, þá er ég að segja já við fríum skotum á barnum líka og öllu því sem er fljótt að fara úr böndunum. Fyrir mér var mikilvægt að setja skýrar línur. Hætta alveg. Það er erfitt að hætta að deyfa tómið þegar maður hefur ekki fundið uppfyllinguna en ég er á góðri leið samt. Þessa dagana er ég mikið í núvitund, les bækur sem hjálpa andlegu hliðinni og hugleiði þegar ég vakna. Ég umvef mig ást, þakklæti, hógværð og góðum áhrifum. Það hefur einnig hjálpað mér að hella mér í tónlist. Ég hef sungið síðan ég man eftir mér og í ár hef ég samið nokkur lög. Mikið af vitleysunni hefur veitt mér innblástur í djúpa texta svo ég er að vísu þakklát fyrir það.“

Erfitt að fyrirgefa sjálfri sér

Dagbjört segir að það erfiðasta við ferli sitt í átt að allsgáðu lífi sé að fyrirgefa sjálfri sér og öðrum.

„Margir halda að fyrirgefningin sé bara fyrir þá sem eiga hana skilið en fyrir mér þá fyrirgefur maður sjálfum sér til þess að hætta að gjalda fyrir eitrið sem maður olli sér. Eitrið sem maður er búinn að gjalda nægilega fyrir, að minnsta kosti í mínu tilfelli. Eitrið sem ætti að vera löngu farið. Sama gildir um það að fyrirgefa öðrum, að sýna sjálfum sér nógu mikla samkennd til þess að hætta að gjalda fyrir eitur annara. Eitthvað sem kemur aðeins þeim við en lítur út fyrir að það komi þér við því þeir varpa sínu eitri og hugsunarmynstrum sínum yfir á þig. Þú heldur áfram að gjalda fyrir það þar til þú fyrirgefur, það er málið.“

Segir Dagbjört að mikilvægt sé fyrir alla að átta sig á því að það eru allir mannlegir.

„Aðskilnaður er það sem veldur sársauka. Samkenndin, þakklætið og skilningur til sjálfs þíns og annara er það sem læknar. Vona ég innilega að þessi lestur muni hjálpa einhverjum í svipaðri stöðu og ég var í. Allir sem finna fyrir vonleysi og eymd vegna erfiðra aðstæðna og vegna einhvers sem hefði mátt fara betur, munið að það er aldrei of seint að rísa upp á meðan við erum hér. Lítum á hlutina sem stórkostlegan lærdóm og tækifæri til þess að vaxa og þar af leiðandi getum við hjálpað öðrum að gera það sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.