fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Bleikt

Snorri er faðir Brynju Mistar – „Við heyrumst á hverjum einasta degi. Henni gengur rosa vel“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 15. október 2018 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Þór Snorrason var á ellefta ári þegar hann fékk að reykja í fyrsta skiptið. Það gerði hann með bróður sínum Páli Snorrasyni og Lalla Johns. Fyrir valinu var ópíum og upplifði Snorri þá sína fyrstu vímu. Snorri er einnig faðir Brynju Mistar sem var áberandi í íslenskum fjölmiðlum fyrir nokkrum árum. Hann segir að dóttur sinni gangi nú allt í haginn. Snorri var gestur í þættinum Fósturbörn í umsjón Sindra Sindrasonar sem sýndur var í gærkvöldi á Stöð 2.

Snorri var þekktur glæpamaður í Reykjavík í fjölda ára, hann á í dag fjögur börn og er ósáttur við starfsmenn barnaverndar sem hann segir, ásamt fósturforeldra yngstu barna sinna, beita sig tálmun.

Óregla og drykkja

Snorri hefur eytt stærstum parti af lífi sínu í neyslu en þegar hann var um tuttugu ára gamall hóf hann að sprauta sig. Segist hann hafa viljað hafna heiminum, sjálfum sér og lífinu.

„Ég var úti á sjó þegar fyrsta barn mitt fæðist. Hann fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann og var sex merkur. Okkur fannst við vera edrú en við vorum að reykja. Ég var tuttugu og níu ára þegar við skiljum og þá fór allt í mikið rokk og ról, óreglu og drykkju.“

Snorri fór á Krýsuvík í níu mánuði og reyndi allt til þess að vera allsgáður. Flytur meðal annars til Svíþjóðar og sinnir þar forvarnarstarfi. Árið 1991 er sonur hans kominn í fóstur og var Snorra sagt að hann hefði ekkert um það að segja.

„Ég fékk ekki að hitta son minn frá þriggja ára til þrettán ára. Ég fór aftur til Svíþjóðar og lendi þar í neyslu, bjó á götunni. Kom aftur til Íslands og fór í meðferð á Vífilsstöðum og svo Krýsuvík. Ég kynnist barnsmóður minni, móður Brynju. Það var stormasamt samband, mikil neysla. Brynja fæðist árið 1997 og það var töluverð neysla alla meðgönguna. Brynja var tekin af okkur þriggja mánaða. Sem betur fer segi ég í dag, sem betur fer og sett í fóstur. Við vorum hvorugt hæf. Ég var rosalega reiður út í þetta dæmi því ég var blindur á sjálfan mig og ég hótaði starfsmanni barnaverndar ekki góðum hlutum.“

„Alvarlegt og hrottafengið“

Í kjölfarið hafði lögregla samband við Snorra þar sem hann lá undir grun um að hafa hótað starfsmanni.  Árið 2001 eignast Snorri ásamt barnsmóður sinni tvíburadrengi og á meðan á meðgöngu stóð bjó hann ásamt barnsmóður sinni í Byrginu.

„Við skiljum svo eftir smá læti, ég samþykki að hún fái fullt forræði yfir strákunum og þá beitir hún mikilli tálmun. Svo tekur hún upp á því að kæra mig fyrir að misnota tvíburana mína tveggja ára gamla. Hún ber þetta út um allan bæ. Ég fer í yfirheyrslu og innan við viku seinna er búið að vísa málinu frá vegna augljósra galla í málinu. Ég verð fyrir gríðarlegu ofbeldi út af þessu, sérstaklega í undirheimunum. Ég er búinn að fremja ýmis ofbeldisverk og hóta fullt af fólki en ég myndi aldrei misnota börnin mín. Þetta var alvarlegt og hrottafengið. Þegar ég fór að sofa gerði ég alltaf bæn og sagði pabbi kemur einn daginn, pabbi kemur einn daginn og grét. Ég gat ekki verið allsgáður, ég hataði að vera undir áhrifum, ég hataði að sprauta mig en samt gerði ég það.“

Börnin voru svo tekin af barnsmóður hans og sett í fóstur. Voru þau send til frænku sinnar. Snorri segist vera í þokkalegu sambandi við elsta son sinn í dag og á hann eitt barnabarn sem hann segist eiga góðan vinskap við. Einnig er hann í mjög góðu sambandi við Brynju sem margir kannast við úr fréttum þar sem reglulega var lýst eftir henni á sínum tíma.

„Svo eru Brynja og ég í mjög góðu sambandi. Við heyrumst á hverjum einasta degi. Hún er alltaf að senda mér myndir af sér og stráknum sínum. Henni gengur rosa vel.“

Snorri heldur áfram:

„Hún lenti í fóstri. Hún var tekin þriggja mánaða gömul og sett í fóstur hjá góðu fólki. Það yndislega gerðist í sumar, þá sagði Hrefna, fósturmóðir Brynju: Við erum alveg hætt að vera hrædd við þig Snorri. Mér fannst það æðislegt.“

Snorri segist vel skilja af hverju hann fékk ekki að hitta dóttur sína um tíma.

„Ég var hættulegur á þessum tíma. Ég var hættulegur maður, ég verð að gangast undir þann sannleik.“

Snorri segist ekki sáttur við barnaverndarnefnd og fósturforeldra tvíbura sinna í dag.

„Ég hef verið edrú í nítján mánuði og bara fengið að hitta tvíburana þrisvar, það er allt of sjaldan, það er tálmun. Ég hef sýnt fram á breytta hegðun. Er ekki réttur barna að fá að kynnast foreldrum sínum þegar þau eru í lagi?“

Helga Jóna Sveinsdóttir segir í viðtali við Sindra að hvorki barnavernd né fósturforeldrarnir hafi reynt að koma í veg fyrir umgengni.

„Það hefur gengið betur í dag og það hefur verið vilji bæði barnaverndar og fósturforeldranna að það verði umgengni, en síðan hefur hann ekki fylgt því eftir sjálfur.“

Snorri segist eiga einn draum í lífinu og það sé að fá að setjast niður með öllum sínum börnum og að borða með þeim eina máltíð.

„Öll mín börn eru á góðum stað í dag, ég er ofboðslega stoltur og þakklátur fyrir það,“ segir Snorri við Sindra. Þegar Sindri spyr hann hverjum hann sé þakklátur segir Snorri:

„Þeim sem ólu upp börnin mín. Ég dreg engan dul á því, af því að ég var ekki fær um það á sínum tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn finnur draumamakann – Afbrýðisemi heltekur nautið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Eina sem hún vildi voru augabrúnir – Nú situr hún eftir – Einhleyp og í sárum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.