fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Kristín fékk áfall þegar hún tók upp matinn: „Full skál af lifandi ormum“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 15. október 2018 16:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Daðadóttir lenti í miður leiðinlegri reynslu þegar hún var að fara að gefa hundinum sínum, Poppý að borða þurrmat í gærkvöldi. Eins og hvert kvöld var Kristín að fara að sækja skeið sem hún geymir ofan í þurrmatinum þegar við henni blasti óhugnanleg sjón.

https://www.facebook.com/kiddacool/videos/10213007992938954/

„Ég var að fara að gefa hundinum mínum þurrmatinn sinn, eins og ég geri á hverju kvöldi. Ég er með bláa skeið í dallinum og venjulega snýr hún á hvolfi en í gærkvöldi þá var hún upprétt og þá sá ég að hún var full af lifandi ormum. Þá náttúrulega fékk ég áfall og prófaði að kíkja í afganginn af matnum síðan deginum áður til þess að sjá hvort að ég hafi bara í alvöru verið að gefa hundinum mínum orma og viti menn, full skál af lifandi ormum líka. Þegar ég fer að skoða matinn í dallinum betur þá sá ég að það eru svartar pöddur í honum líka,“ segir Kristín sem fékk mikið áfall í kjölfarið í samtali við Bleikt.

https://www.facebook.com/kiddacool/videos/10213007994018981/

„Klukkan var orðin svo mikið að ég gat ekkert hringt eða gert í gær og greyið hundurinn fékk því ekkert að borða þetta kvöld. Svo hringi ég í beint á dýraspítalann í Garðabæ og segi þeim frá því hvað gerðist og þau báðu mig um að koma með matinn sem að ég gerði og þau tóku dallinn, matarskálina, skeiðina og bara allt sem fylgdi sem komist hafði í snertingu við þetta og ég fékk nýjan poka.“

Hundur Kristínar hefur borðað fóðrið úr þessum tiltekna poka í um mánuð án þess að hún hafi tekið eftir neinu.

„Hún hefur verið á þessu fóðri í yfir ár og ég hef aldrei lent í þessu áður.“

Kristín spurði fólk á Hundasamfélaginu hvort þau könnuðust við þetta og í kjölfarið fékk hún skilaboð frá aðila sem sagði henni að þetta væri líklega ekki mjölormar heldur líklega eitthvað alvarlegra en það. Hefur það vakið óhug hjá Kristínu og meðfylgjandi má sjá skilaboðin sem hún fékk send. Það voru þó flestir á Hundasamfélaginu sammála um því að um meinlausa mjölorma væri að ræða.

Kristín mælir með því að allir skoði vel ofan í hundamatinn áður en hundunum er gefið að borða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar