fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
Bleikt

Ellen Bára tók sumarbústaðinn í gegn á 39 dögum – Ótrúlegar fyrir og eftir myndir

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 15. október 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellen Báru hafði lengi dreymt að eignast sumarhús. Hún ásamt eiginmanni sínum hafði oft flett í gegnum fasteignavefi til þess að skoða bústaði en í sumar fóru þau á fullt í það að leita að hinum eina rétta. Höfðu þau hjónin ákveðna hugmynd um það hverskonar bústað þeim langaði í og urðu þau fyrir vonbrigðum eftir að hafa eytt miklum tíma í að leita án þess að finna neitt sem hentaði þeim.

„Við ákváðum svo að prófa að víkka aðeins hringinn með tilliti til staðsetningar og sáum við þá þennan bústað og gjörsamlega kolféllum fyrir honum. Staðsetningin algjörlega frábær, lóðin fullkomin, bústaðurinn yndislegur og sá ég strax mikla möguleika þarna,“ segir Ellen Bára í viðtali við Bleikt.

Bústaðurinn byggður af mikilli ást og umhyggju

Ellen og fjölskylda fóru strax í framkvæmdir þegar þau fengu bústaðinn afhentan og þegar blaðakona fékk að sjá fyrir og eftir myndir af bústaðnum varð hún forvitin að fá að vita meira. Enda er breytingin svakaleg og bústaðurinn í dag orðinn virkilega fallegur.

„Bústaðurinn er greinilega byggður af mikilli ást og umhyggju og afskaplega vandaður. Ég var búin að sjá þetta allt fyrir mér svo að ég var fljót að ákveða hvað við ætluðum að gera. Ég ákvað strax að mála hann allan að innan þó svo að restin af fjölskyldunni var ekki á sama máli, en ég fékk að ráða. Daginn sem við fengum lyklana brunuðum við austur með sendibíl, hlaðinn húsgögnum og rúmum sem að við höfðum keypt. Allt innbú fylgdi með bústaðnum, sumu vildum við halda en öðru vildum við skipta út, svo sendibíllinn for jafn hlaðinn til baka sama dag af dóti sem fór í Góða hirðinn.“

Sumarbústaður Ellenar er 50 fm á stærð og stendur rá 7.600 fm eignarlóð með miklum gróðri. Í honum voru tvö svefnherbergi ásamt vinnuherbergi sem Ellen vildi breyta í þriðja svefnherbergið.

„Þetta voru eiginlega einu mistökin sem að við gerðum, að fylla bústaðinn af dóti í stað þess að tæma hann. Í dag hefðum við gert það þannig til að flýta fyrir vinnunni. Sem sagt að tæma húsið. Það fór mikill tími í að forfæra húsgögn og gátum við bara unnið í nánast einu rými í einu áður en við gátum byrjað á því næsta. Það þurfti að grunna allan panil, glugga og hurðar tvær umferðir og sums staðar þar sem að viðurinn var mjög skítugur þurfti 3 umferðir til að það hætti að „blæða“ í gegn. Eftir það þurfti 2 umferðir af málningu eða lakki. Við tókum af alla hurðarkarma, gerefti í kringum glugga og alla inn og úthorns-lista til að lakka sér og málningarvinnan hófst. Eftir 8 klukkustunda vinnu var ég ekki nema hálfnuð með að grunna fyrstu umferð á eitt herbergi og sá ég fram á að þetta tæki einhverja mánuði af vinnu ef að ég ætlaði að gera þetta með penslum og rúllum miðað við allar umferðirnar sem að þurfti að fara. Það var því brunað daginn eftir og keypt málningarsprauta.“

Gerðu bústaðinn allan upp á þrjátíu og níu dögum

Hjónin sprautuðu einnig innihurðar og eldhúsinnréttinguna með grunni og lakki og segir Ellen áferðina koma afskaplega vel út.

„Ég lakkaði svo sum húsgögnin með svörtu lakki og bæsuðum við loftasperrur sem að mér finnst koma mjög vel út á móti rest. Það sem að við gerðum svo fyrir utan málningarvinnuna, var að skipta út litlum 47 lítra hitakút í 200 lítra sem að við settum utan á húsið og smíðuðum utan um. Svo settum við sturtu inn á baðherbergið, en það var ekki sturta í bústaðnum. Tókum niður hornskáp og skrauthillu í eldhúsinu og settum opnar hillur til að létta á. Færðum út útvegg í forstofunni til að stækka litla vinnuherbergið sem að var þar inn af, svo að það yrði í fullri stærð sem svefnherbergi. Keyptum ný rúm, þannig að í dag eru þrjú svefnherbergi öll með hjónarúmum. Gardínurnar sem að fylgdu bústaðnum fengu að vera áfram þar sem að mér finnst þær gera allt svo hlýlegt og heldur þessu sumarhúsa-útliti.“

Ellen mikil smekkkona

Það tók hjónin þrjátíu og níu daga að klára að gera bústaðinn upp en eiginmaður Ellenar sá um alla rafmagns, smíða og vatnslagna vinnu sjálfur.

„Við unnum þetta allt sjálf án allrar aðstoðar frá öðrum. Þetta var gríðarlega mikið verk en við erum afskaplega ánægð í dag og okkur líður hvergi betur en í litla kotinu okkar með kakóbolla við arineld. Jólin verða allavega haldin þarna í ár og er ég strax farin að sanka að mér jólaskrauti, grenilengjum og ljósum.“

Bústaðurinn er virkilega fallegur og gáfu hjónin Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að birta myndir af verki þeirra hjóna.

Falleg húsgögn prýða veröndina
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið

Krúttlegu feðgarnir sem bræddu hjörtu um allan heim leika í auglýsingu – Sjáið myndbandið
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki

Myndirnar sem ferðaskrifstofurnar sýna þér ekki
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“

„Ég vil vera þessi glaða, félagslynda og góða mamman sem elskar lífið og tilveruna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“

Áhrifavaldar á Instagram biðja fylgjendur um að borga ferðalagið sitt: „Fáið ykkur vinnu og borgið sjálf fyrir litlu hjólaferðina ykkar“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards

Alexander og Sandra komin í 5 manna úrslit Nordic Face Awards
Bleikt
Fyrir 1 viku

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum

Arnhildur Anna gengur til liðs við Trendnet – Kisumamma í lyftingum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“

Blæðingar eru ekkert grín, eða hvað?: „Hins vegar hef ég aldrei fengið STANDPÍNU út af borði“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Einkaþjálfari Jennifer Aniston segir henni að gera þetta fyrir æfingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.