fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Bleikt

Nagaði upp gólfefnið og hurðina – Skemmdir fyrir 230 þúsund krónur

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 10. október 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru ekki fallegar móttökurnar sem eigandi hins fjögurra ára gamla Bobbie fékk eftir að hún skildi hann eftir í þrjá klukkutíma heima hjá móður sinni. Bobbie var ekki par ánægður að Tara Jameson, eigandi sinn, hafi skilið sig eftir aleinan til þess að mæta á æfingu fyrir brúðkaup og tók hann því málin í sínar hendur.

Þegar Tara kom aftur að sækja Bobbie hafði hann nagað gat á útihurð móður hennar og stóð kostnaðurinn í um 230 þúsund krónum.

Jameson tók mynd af verknaðinum ásamt skemmdarvargnum sjálfum og virðist hann ekki skammast sín bofs. Bobbie er samkvæmt Töru svolítill vandræðagemsi og þegar kærasti Töru er í heimsókn á hann það til að verða afbrýðisamur út í hann. Bobbie er einnig góður í því að lauma sér á staði sem hann á ekki að vera á en þegar Tara fer að sofa á kvöldin fær Bobbie að liggja til fóta. Þegar hún vaknar hins vegar á morgnanna er hann ávalt kominn á koddann til hennar.

Tara segist í fyrstu hafa verið reið þegar hún kom heim og sá hvað Bobbie hafði gert en fljótlega rann af henni reiðin og áttaði hún sig á því afhverju Bobbie hafði nagað hurðina.

„Ég var nýflutt inn til mömmu og aðeins nokkrum dögum áður þá misstum við gamla hundin okkar. Bobbie elskaði hana mjög mikið og saknar hennar. Það hefur ollið honum aðskilnaðarkvíða og hef ég þurft að fara reglulega heim til þess að gá að honum. Þetta er það versta sem hann hefur tekið upp á því að gera. Fyrst brá mér og ég var reið en síðan áttaði ég mig á því að hann var í svo miklu uppnámi að hafa verið skilinn eftir aleinn,“ segir Tara í samtali við Daily Mail.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“

Sér enn eftir framhjáhaldinu: „Ég gat ekki haldið typpinu í buxunum eða kókaíninu úr nefinu“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband

Paris Hilton fer ófögrum orðum um Lindsay Lohan – Myndband
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf

Sex ástæður til þess að stunda kynlíf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Ung kona sýnir okkur að Instagram-lífið er bara lygi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.