fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Yfirlæknir vill skrifa „lyfseðla“ fyrir konur upp á að þær eigi að leggjast í sófann

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 9. október 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa heyrt að læknar vilji gjarnan skrifa lyfseðla upp á hreyfingu fyrir fólk í stað lyfja en danskur yfirlæknir segir að margar konur ættu í staðinn að fá „lyfseðil“ sem hljóðar upp á að þær eigi að liggja í sófanum í hálfa klukkustund síðdegis.

Börnin eru þreytt og pirruð eftir langan skóladag, það er búið að versla inn og síminn hringir í úlpuvasanum á meðan reynt er að opna útidyrnar. Loksins er komið frí! En nei, það er ekki svo gott því fæstir geta sest niður og slappað af þegar heim er komið. Börnin eru svöng og kvöldmaturinn eldar sig ekki sjálfur. Það á líka eftir að vaska upp eftir morgunmatinn og setja í þvottavél og hengja upp.

Ane Marie Thulstrup, yfirlæknir á háskólasjúkrahúsinu í Árósum, segir að það myndi gagnast mörgum konum að láta þetta allt saman bíða og setjast frekar á gólfið og leika við börnin eða einfaldlega leggjast upp í sófa með fætur upp í loft. Hún segir að það sé hægt að æfa sig í að slappa af í tíu mínútur og bara leyfa börnunum að klifra ofan á sér eða liggja ef það er ekki hægt að forðast það.

Jótlandspósturinn hefur eftir henni að oft sé rætt um að skrifa „lyfseðla“ upp á hreyfingu og mataræði en hún telji að fyrir suma sé jafn mikilvægt að fá „lyfseðil“ upp á að liggja í sófa.

Sumum finnst þetta kannski nokkuð spaugilegt en Thulstrup er full alvara með orðum sínum. í Danmörku þjást um 80 prósent fleiri konur af stressi en karlar og þær eru meira frá vinnu vegna þess. Thulstrup segir að margar ástæður geti legið að baki þessu en nefnir til dæmis að konur vinni oft við umönnunarstörf eða séu millistjórnendur. Hún segir að konur eigi líka oft erfitt með að einbeita sér, þær séu að hugsa um börnin og heimilisstörfin á meðan þær eru í vinnunni og geti ekki látið vinnuna eiga sig þegar heim er komið. Þess vegna ráðleggi hún konum að hætta að hugsa um vinnuna þegar heim er komið. Betra sé að lækka standardinn öðru hvoru og átta sig á að maður ræður ekki við allt.

Hún bendir á að hjá Volvo hafi verið rannsakað hversu mikið magn stresshormóna var í líkömum kynjanna á meðan þau voru í vinnu og eftir vinnu. Niðurstaðan hafi verið að mikill munur var á milli kynjanna. Að vinnudegi loknum hafi magn stresshormóna hjá körlunum minnkað hratt en hjá konunum hafi það ekki farið að minnka fyrr en upp úr klukkan 22. Hún sagði að hugsanlega megi skýra þetta með þeim mun sem er á vinnuframlagi kynjanna heima við, það er að segja við heimilisstörfin. Danskar konur eyða að meðaltali 243 mínútum í heimilisstörf á sólarhring en karlar 186 mínútum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.