fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Bleikt

Geir fór heim með konu á fertugsaldri: Læddist út – er með móral!

Ragnheiður Eiríksdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 19:00

Áhyggjufullur ungur maður - samt ekki Geir!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæ Ragga
Ég er 23ja ára strákur, einhleypur og vel vaxinn. Á ekki í neinum vandræðum með að ná í stelpur og sef yfirleitt hjá um helgar þegar ég hitti einhverja spennandi píu á djamminu. Ég held að ég sé frekar góður elskhugi, að minnsta kosti tekst mér yfirleitt að fullnægja dömunum.

Síðustu helgi lenti ég svo í hrikalegu dæmi. Ég var kominn heim með einni flottri. Hún er að minnsta kosti 10 árum eldri en ég en samt ferlega flott.

Við vorum komin í svaka fíling, nudd og sleikingar og ýmislegt skemmtilegt. Þegar ég ætlaði svo loksins inn í hana klikkaði vinurinn algjörlega. Ég varð linur og ekkert dugði til að ná honum upp. Ég skammaðist mín svo mikið að ég lét mig hverfa strax og daman sofnaði. Ferlega hallærislegt. Er ég orðinn viagra-keis eða hvað?
Kær kveðja,
Geir

Sæll Geir

Ég held að þú getir nú slakað á um sinn hvað stinningarlyf varðar. Það hljómar að minnsta kosti ekki eins og linkan hafi sótt stíft að þér. Eitt skipti er fullkomlega eðlilegt og í raun ekki til að hafa miklar áhyggjur af.

Ef kona spáir í það eru ótrúlega miklar kröfur gerðar til tippa. Þau eiga að standa beinstíf nákvæmlega þegar eigandinn óskar og ekki er síður mikilvægt að þau dugi tiltekinn tíma áður en sáðlátið skellur á.

Það sem mér finnst meira áhyggjuefni er sú vanvirðing sem þú sýndir þessarri næturdrottningu með því að læðast út í skjóli nætur án þess að kveðja. Það er hallærislegt. Mér finnst að þú ættir að sýna þroska og ábyrgð með því að hringja í hana og biðjast afsökunar á ótímabæru brotthvarfi þínu, útskýra fyrir henni að þér hafi liðið illa vegna slælegrar frammistöðu. Sá sem stundar frjálslegt næturkynlíf þarf ekki síður að taka ábyrgð á gjörðum sínum en sá sem kýs að stunda sitt kynlíf í föstu sambandi við einn annan einstakling. Í raun má færa rök að því að fjöllyndur og frjálslegur strákur eins og þú hafi enn þyngri ábyrgð en sá sem er á fimmta ári í föstu sambandi. Þú þarft að standa skil á gjörðum þínum gagnvart nýrri dömu um hverja helgi eða svo. Ég held nefnilega að þú sért góður strákur og viljir vel. Því álykta ég líka að þú viljir sýna ástkonum þínum virðingu – og að þér sé sýnd virðing á móti.

Aftur að nóttinni góðu

Hver veit nema fröken fertugsaldur hafi verið hæstánægð með munngælurnar, nuddið og huggulegheitin sem á undan voru gengin. Ólíkt því sem margir halda er það ekki alltaf sjálf innsetningin og hjakkið sem allt veltur á. Samfarir eru bara hluti af góðu kynlífi. Þetta er gott að hafa í huga þegar tippapælingar eru annars vegar. Hvort sem um er að ræða stærðarpælingar, stinningarþráhugsanir eða sáðlátshugsýki. Frammistaða karlmanns í rúminu getur reyndar oltið á tippinu… en aðeins ef hann er svo gerilsneyddur öllum persónuleika eða hæfileikum að tippið sé bókstaflega það eina sem getur bætt það upp og gert bólferðina ómaksins verða.

Flestar konur hafa þó ágætis skynfæri sem koma í veg fyrir að þær hoppi upp í rúm með hverjum sem er. Það er eitthvað annað en tippið sem þú notar til að veiða þínar ástkonur – ekki satt?

Ég skora á þig að hringja í frökenina. Vertu bara einlægur og sætur. Konur á virðulegum aldri kunna að meta slíkt. Ef tippið heldur áfram að bregðast á ögurstundu, hvort sem þú ert í einrúmi eða í góðum félagsskap, ættir þú að ræða við lækninn þinn um hugsanlegar líkamlegar orsakir linkunnar.

Bestu kveðjur,
Ragga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Bættu baðherbergið

Bættu baðherbergið
Bleikt
Fyrir 4 dögum

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“

„Hún fyllir mig innblæstri á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér

Kylie Jenner svarar samfélagsmiðlastjörnu sem sakar hana um að hafa hermt eftir sér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Undraverðir hlutir sem börn gera í móðurkviði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.