fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2019  |

Tekjublað 2019  Sjá allt

Bleikt

Hreinskilnar tilvitnanir í börn sem fá þig til að trúa á mannkynið aftur

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 5. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn geta sagt hina ótrúlegustu hluti alveg upp úr þurru. Flestir foreldrar kannast líklega við þá kvöð að hafa staðið með barninu sínu í miðri verslun þegar það fer skyndilega að ræða um eitthvað vandræðalegt. Þá eiga foreldrar það til að reyna að „sussa“ niður í barninu og brosa vandræðalega í kringum sig.

Málið með blessuðu börnin er að þau eru alveg ótrúlega hreinskilin. Þau segja nákvæmlega það sem þeim finnst og stundum getur það verið eitthvað vandræðalegt en oft er það eitthvað sem fær foreldra og aðra fullorðna til þess að átta sig á því að við þurfum ekki alltaf að taka hlutunum eins alvarlega og við eigum það til að gera.

Það er því dásamlegt að lesa yfir þessar skemmtilegu setningar barna sem HuffPost tók saman. Þær munu jafnvel fá þig til þess að öðlast trú á mannkyninu aftur:

„Pabbi ég ætla að hvísla „ég elska þig“ inn í eyrað þitt svo að það fari alla leið niður í hjartað.“ – Zac, 4 ára.

°

„Ég hlakka svo mikil til þess að byrja í skólanum. Kannski er einhver vinur sem á ekki vin og þá get ég verið vinur hans.“ Mattie, 4 ára.

°

„Þú verður að vera falleg að innan,“ sagði Dylan, 5 ára þegar hún horfði niður í kjólinn sinn.

°

„Mamma ég elska þig svo mikið. Ég elska þig langt upp í geim, á milli stjarnanna, í kringum tunglið og sólina og alla leið aftur til jarðarinnar.“ – Jasper, 4 ára.

°

„Mamma, það var svo gaman í leikskólanum í dag og þú verður stolt af mér. Ég var góð við strák í hópnum mínum sem saknaði mömmu sinnar. Ég lék við hann og sagði honum að ég saknaði mömmu minnar líka, jafnvel þótt ég gerði það ekki. Bara svo að honum liði betur.“ Eleanor, 5 ára eftir fyrsta daginn sinn í leikskólanum.

°

„Mamma veistu hvað? Við eigum marga daga framundan! Og þeir munu verða góðir!“ – Doug, 3 ára.

°

„Ég er að lesa!! Orðin eru að koma frá blaðsíðunni í munninn minn, ég er ekki einu sinni að giska, ég er að lesa!!“ – Trent, 6 ára.

°

„Þegar ég verð of stór og þú getur ekki haldið á mér lengur, þá skal ég halda á þér í staðinn.“ – Ashlyn, 5 ára.

°

„Ekki vera hrædd við pöddurnar Julianna, þær eru bara litlar verur alveg eins og þú.“ – Cameron, 6 ára.

°

„Sjáðu mamma, sólin er að vekja alla litina.“ – Teagan, 3 ára.

°

„Veistu hvað ég óskaði mér fyrir páskana? Að öll fjölskyldan mín og vinir væru örugg í elskuð í hjartanu mínu.“ Katherine, 3 ára.

°

„Mamma þú ert fiðrildi. Af því að þú ert sæt.“ – Logan, 4 ára.

°

„Mamma, manstu þegar ég saknaði þín? Þú veist áður en ég var í maganum þínum og ég var að bíða eftir þér.“ – 4 ára.

°

„Ég veit ekki mikið um lífið, en ég veit að fólk sem þú elskar og líkar vel við eru mikilvægari en lífið.“ -Tristan, 5 ára.

°

„Þú stendur þig vel í því að gera fjölskylduna þína hamingjusama.“ – Tripp, 8 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Með VivoBook í veskinu
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Fegrunaraðgerðir Love Island-stjarna – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Fegrunaraðgerðir Love Island-stjarna – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Móðir notaði förðunarbursta vinkonu sinnar og lamaðist: „Læknar sögðu mér að kveðja“

Móðir notaði förðunarbursta vinkonu sinnar og lamaðist: „Læknar sögðu mér að kveðja“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Maður deilir furðulegri beiðni sem hann fékk eftir stefnumót: „Hlauptu eins langt og þú getur“

Maður deilir furðulegri beiðni sem hann fékk eftir stefnumót: „Hlauptu eins langt og þú getur“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi

Nektarmynd óléttrar Ashley Graham tekið fagnandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.