fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Bleikt

Valkyrja og Jóhanna eru vinkonur sem eiga börn með sama manninum: „Við fáum reglulega að heyra hvað þetta sé skrítið“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 4. október 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað myndir þú gera ef barnsfaðir þinn næði sér í aðra konu og barnið þitt myndi kalla hana mömmu? Ég var eins og þið flestar. Ég myndi snappa, ég er mamma hans,“ segir Valkyrja Sandra í einlægum pistli sínum á Mæður.com

„Svo kom þetta fyrir. Ég skal viðurkenna að fyrst var ég ekkert ógeðslega glöð. Ég var eiginlega bara drullufúl ef ég á að segja eins og er. En ég ákvað síðar meir að éta stoltið mitt og bjóða þessa manneskju velkomna í líf okkar beggja. Af hverju væri sonur minn ekki bara ríkari ef fleiri myndu elska hann? Ég gæti líka eignast vinkonu, hver veit?“

Fá ítrekað efasemda spurningar um vinskap sinn

Valkyrja segist seint gleyma deginum sem hún tók þá ákvörðun að bjóða „hina barnsmóðurina“ velkomna.

„Það var ótrúlega erfitt að taka skrefið en í dag þakka ég alla daga fyrir. Jóhanna Sif er ein besta vinkona mín og það hefur ekkert með það að gera að hún sé „hin barnsmóðirin“. Hún er vinkona mín. Hún er manneskjan sem ég hringi í þegar ég er leið, þegar ég er glöð, þegar ég er illa áttuð, þegar ég er hamingjusöm og þegar það er ekkert. Hún er manneskjan mín. Vissulega er hún mamma litlu systur sonar míns en það hefur ekkert með okkar vinskap að gera. Jú kannski eitt, ég hefði ekki kynnst henni öðruvísi, annað ekki.“

Segir Valkyrja að vinkonurnar og mæðurnar fái ítrekað spurningar um það hvort þær séu í raun og veru vinkonur.

„Svarið er einfalt: Já. Af hverju ættum við að eyða gígantískum tíma daglega í það að tala við hvor aðra ef svo væri ekki? Við höfum hvorugar þolinmæði fyrir einhverjum sem við höfum ekki áhuga á. Jóhanna Sif elskar sjö ára son minn skilyrðislaust, alveg eins og hann væri hennar eigin. Hún er hans og hann er hennar. Ég hef grenjað úr þakklæti yfir því hversu ríkur hann er og hversu óeigingjörn hún er.“

Vill svo til að þær eiga barn með sama manni

Í dag er Jóhanna vinkona Valkyrju ekki lengur með fyrrverandi barnsföður hennar en á einnig barn með honum og segist Valkyrja fólk velta þessu mikið fyrir sér.

„Við höfum skipst á að vera með krakkana og fjölskyldurnar okkar taka þeim báðum nákvæmlega eins. Það er ótrúlega magnað að fylgjast með því, það er bara eins og þetta hafi alltaf átt að vera svona. Ég elska samt augnaráðið frá fólki sem við þekkjum ekki þegar það veit að við eigum ekki bæði börnin með holdi og blóði: „Ha bíddu, á fyrrverandi kona barnsfaðir þíns þetta barn. Hvernig virkar það? Af hverju er hann ekki bara með þau bæði?“ Nei vinkona mín á þetta barn, það vill bara svo til að við eigum barn með sama manni. Punktur.“

Segir Valkyrja að fólk sé fljótt að dæma og ákveða það hvernig hlutirnir eigi að vera.

„Við fáum reglulega að heyra það hvað þetta sé skrítið, furðulegt, hallærislegt, ósanngjarnt gagnvart honum og ég veit ekki hvað og hvað. Já og auðvitað er hann með þau bæði líka, en við erum ekki að tala um hann. Hann er ekki partur af okkar vinskap. Til ykkar sem hugsið svona hef ég bara eitt að segja: Stækkaðu sjóndeildarhringinn þinn, við erum bara tvær mæður að gera okkar besta. Tvær mæður sem eru bestu vinkonur og erum svo heppnar að deila systkinum, gleði, sorgum og sigrum. Tvær eðlilegar vinkonur sem elska hvor aðra. Tvær stelpur sem leggja vinnu í vinskapinn sinn, virða hvor aðra og trúa og treysta á. Ég get sagt ykkur 150% að ég myndi aldrei vilja hafa hlutina öðruvísi. Er svo erfitt að trúa því?“

Þess virði að leggja stoltið til hliðar

Valkyrja segist vilja óska þess að fólk myndi prófa að senda skilaboð og vingast áður en það ákveði að hitt barnsforeldrið sé skrímsli.

„Maður hefur engu að tapa, fyrsta skrefið er ekki svo erfitt en að eiga í stappi við hitt foreldrið er ömurlegt og hvað allra verst fyrir barnið sem upplifir tilfinningar sem börn eiga ekki að þurfa að pæla í. Hreinlega vegna sjálfselsku fullorðinna aðila. Maður uppsker svo miklu meira með því að leggja stoltið til hliðar, bera virðingu og vera kurteis og góður. Ég var ekkert í leit að neinu öðru en heilbrigðum samskiptum en það gaf mér vinkonu. Það gaf tveimur systkinum betri samskipti, það gerði allt sem hefði geta verið svo stressandi, svo miklu betra, liðlegra og einfaldara. Allir stóðu upp sem sigurvegarar. Ef við gátum þetta og það kom okkur hingað, þá geta þetta allir. Takk Jóhanna fyrir að kenna mér umburðarlyndi og þolinmæði þegar ég þurfti mest á því að halda. Lífið er of stutt til þess að eyða því í gremju. Opnum faðminn og bjóðum fólki að taka þátt í lífinu með okkur, ég lofa það er þess virði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari

Konur teikna draumatyppið – Sjón er sögu ríkari
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjón hamingjusamari ef þau kynnast á netinu

Hjón hamingjusamari ef þau kynnast á netinu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Það er ekkert sem heitir að eiga ekki sjens í einhvern

Það er ekkert sem heitir að eiga ekki sjens í einhvern
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Hjálparkall frá Fanney og Ragnari: „Þið spilið stóran þátt í þessu ferli með okkur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.